Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 41
Þér lærið nýtt tungumál á 60 tímum! Llnguaphone lykillinn að nýjum heimi ENSKA. ÞÝZKA. FRANSK A. SPANSKA. PORTUGALSKA. ITALSKA. DANSKA, SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA, RÚSSNESKA. GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aðeins hr. 4.500 AFBORGUNARSKILM'ALAR Tungumálanámshcið á hljámplötum eða segulböndumi Hljódfœrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simi: I 36 56 en hann var hræddur við Home og leitaði sætta eins fljótt og hann gat. — Hvenær var þetta? Hector hugsaði sig um. — Fyrir þremur árum og nokkrum mánuðum, sagði hann loksins. — Það verða fjögur ár á næstu hvitasunnu. Við fórum nokkru seinna. Hector fylgdi okkur út i heygarðinn og talaði enn. — Nú jæja, hann er farinn, sagði hann, er hann skildi við okkur. — Og það eru áreiðanlega fimmtiu menn — og ég einn þeirra — sem hefðu gjarna viljað toga i spottann, sem hann hengdi sig i. Sælir, herrar minir, sælir! Indælis morð! sagði Samúel Merlin. Við sátum i bókastofunni hans i rökkrinu, þennan sama dag og reyktum og drukkum. — Ég hef nú snuðrað kring um mörg morð, sagði hann. — illmannleg morð, duttlungamorð "og geðveikimorð. En þetta morð er listaverk. — Hversvegna finnst yður svo gaman að þessu? sagði ég, eins meinlega og ég þorði. Svona tveimur venjulegum sjálfsmorðum? Það er mér óskiljanlegt. — Það eru nú bara getgátur, sagði hann, — ýmislegt smávegis, sem ég tók eftir. Mér var það alltaf ráðgáta, hversvegna Home, svona feitur væri með svo grannar hendur. — Þér skiljið, Murray, að þarna liggja fyrir talsverðar uppjýsingar, enda þótt þér vitið ekki nema heiminginn af þeim. — En við höfum komizt að einu og öðru um Home I þessu snuðri okkar. Við höfum fengiö að vita, að hann var alveg gjörólikur maður fyrir þremur árum. — Það var fyrir þremur árum, að hann tók að fitna, fyrir þremur árum, að hann fór að haltra, og fyrir þremur árum, að hann fór að tapa fé. G jörbreyttist bókstaflega! — Og missti alla von um að verða samur maður aftur, sagði ég. Merlin brosti og hristi höfuðiö. — Mergurinn málsins er sá,að hann gat orðið samur maður. Það lætur undarlega i eyrum, veit ég. En hann gat orðið grannur, gengið óhaltur og rakað sig. — Hann gat meira að segja náð aftur I þetta fé, sem hann var talinn hafa tapað. Og þér munið, Murray, að þessi breyting varð á honum skömmu eftir að hann barði Vennant I klessu. Þér skiljið, að hann var kominn að þeirri niðurstöðu, að ekki væri nema eitt ráð til að bjarga konunni, sem hannn elskaöi. Og það var að drepa Vennant. — Og hann undirbjó þetta vandlega. Kom þvi þannig fyrir, að undirbúningurinn tæki nokkur ár. Hann vissi, að glæpamaður er vanur að dulbúa sig eftir glæpinn, en vissi lika, að enginn mundi gruna neitt ef hann dulbyggi sig fyrir glæpinn. Og á þvi byrjaði hann. Það kann nú aö þykja hlægilegt, en i rauninni var það býsna auðvelt fyrir mann með hans lifnaðarhætti, mann sem var einn sins liðs. Hann stoppaði sig út til að sýnast feitur og jók svo stoppið þangað til hann var kominn með istru, eins og við þekkjum. En undir þessu dulargervi var hann jafn ungur og sterkur og hann hafði nokkurntima verið. — Munið þér eftir, að hún frú Finch sagði, að hann hefði verið svo grannur i náttfötunum? Þetta kom mér á óvart, af þvi að þvi fáklæddari sem maðurinn er, þvi greinilegri verður fita á honum. — Auðvitað voru þessir púðar óþægilegir fyrir hann. En gálginn er nú samt enn óþægilegri. Þetta var áhætta, en það er nú samt ennþá meiri áhætta að standa fyrir rétinum, sakaður um morð Og þarna lagði hann mikið i hættu — sjálft lifið. Haltrið i honum var uppgerð. Þaö er svo afskaplega auðvelt að ganga haltur. Uppi i svefnherberginu sinu gekk hann eðlilega á morgnana, til þess að verða ekki vanskapaður og haltrið kæmi honum ekki i snöruna i stað þess að bjarga honum. Svo er þetta hvarf hans. En fyrst segir frú Finch okkur söguna af sjálfsmorðtilrauninni hans með gasinu. Mér fannst strax eitthvað athugavert við þá sögu um leið og ég heyrði hana. Fólk opnar ekki gasið, biður þess að herbergið fyllist og gengur siðan inn. Fyrst fer það inn i herbergið, lokar að sér — tekur fyrst með sér koddana — og loks opnar það gaskranann. — En Home vissi alveg, hvað ráðskonan hans mundi halda. Hann opnaði bara fyrir gasið, fór siðan inn i herbergið, sitt og beið átekta. Svo tók hann upp koddana, þegar hann heyrði hana koma inn. — Og þvi lengur sem hún var að þvi að koma inn, þvi fyllra varð herbergið af gasi. Og þvi beinna lá við ályktunin, sem henni var ætlað að gera. — Og hvarfið hans var sára einfalt. Hann beið þangað til frú Finch var farin að heiman. Svo rakaði hann sig — en þó ekki alveg. Liklega hefur hann skilið eftir eitthvert tannbursta—yfirvaraskegg. Svo eyðilagöi hann öll skegghárin og verksummerki önnur. Loks fór hann upp á háaloftið — hann hafði lykil áð þvi. Frú Finch yissi ekkert um lykilinn, þess hafði hann vandlega gætt. — Þegar þér fóruð upp i háaloftið, Murray, sáuð þér þar ekkert nema ryk. En ég sá ekki nógu mikið ryk, við eldspýtuna, sem þér kveiktuð á. Þér munið hve þykkt rykið var á gólfinu? Jæja, en þarna var nú samt einn blettur, vinstra megin við hlerann, þar sem var næstum ekkert ryk. Þetta var ferhyrndur blettur og rykið á gólfinu þykkt allt kring um hann. — Það var þarna sem Home geymdi ferðatöskuna sina tilbúna áður en hann léti sig hverfa. Ég get ekki nema gizkað á, hvað i henni var, en ég imynda mér, að þar hafi verið alfatnaður, sennilega keyptur notaður, við upphaf þessa þriggja ára timabils, og sem ómögulegt var að rekja ferilinn eftir. Og vitanlega hafði frú Finch enga hugmynd um fötin. — I töskunni hafa einnig verið rakáhöld. Keypt á sama hátt, og svo sennilega lika peningar, sem var komið þar fyrir smámsaman, viku eftir viku, þegar ráðskonan var i frii. Engin peningastofnun hefði getað fylgzt með þessum smáupphæðum né sett á sig númerin á seðlunum, sem smyglað var i ferðatöskuna , á vissum fresti, ailan þennan langa tima. En að ööru leyti tapaði Home peningunum sinum i raun og veru. Hann vildi ekki eiga neitt á hættu. — Svo tók hann töskuna. Hann fór i fötin, sem hann átti þar geymd, en setti hin, sem hann hafði verið i i töskuna. Einnig púðana, þvi að þá varð hann að taka með sér. — Og svo lagði hann af stað — nýr og algjörlega óþekkjanlegur maður. Það eina, sem hann tók meö sér, sem gæti sett hann i samband við Home i Vindmyllunni, voru fötin, sem hann hafði farið úr. — En þau varð hann að losna við. Hann þekkti pyttinn og botninn i honum út i æsar. Þangað gekk hann eftir stignum til Widma'n og járnbrautar- stöðvarinnar. — Þegar þangað kom, tók hann fötin upp úr töskunni og skildi þau eftir á bakkanum. Þetta var afskaplega einfalt og blátt áfram. — Enda þótt hann væri að heiman I fjóra mánuði, var hann ekki neitt a6 fela sig — þurfti þess ekki. Hann var bara annarsstaðar I landinu, eins og hver annar venjulegur maður — ef til vill farandsali. — Hann þekkti manna bezt siðvenjur Vennants og svo búgarð hans. Hanri vissi, hvernig hann reið heimleiðis um hánótt frá fimmtudagsmarkaðinum I Omnuþorpi. — Hann vissi lika, hvar skógarhöggsmennirnir geymdu kaðlana sína, löngu og mjóu. Og þegar hann var búinn aö vera dáinn og gleymdur nægilega 23. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.