Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 22
◄c aði einhver rödd innra með mér, sekur um að svíkja bróð- ur þinn. Hjarta hans myndi bresta ef hann vissi sannleik- ann um konuna sem hann til- biður. Við vorum þögul meðan við gengum upp á herbergi Pauls. Næstu daga kom Andrei Kuragin sjaldan til Arachino og þá aðeins til að loka sig inni með Jean Renard á skrif- stofu hans eða í bókaherberg- inu hjá bróður sínum. Hann lék sér samt einstaka sinnum við Paul. Dag nokkurn vorum við að stafa okkur í gegnum sögu á rússnesku, þegar Andrei kom inn í skólastofuna. — Eruð þér að læra mál okkar? spurði hann. — Já, og Paul er kennarinn minn. — Komið einhvern tíma yf- ir til Ryvlach, Marya hjálpar yður ábyggilega. Ég íhugaði hvað greifafrúin myndi segja, ef ég tæki hann á orðinu. Svo skeði nokkuð sem sannaði mér hve útilokað var fyrir mig að hugsa um slíkt. Það var nokkrum dögum síðar og Natasja hafði alveg óvænt heiðrað okkur með nær- veru sinni í skólastofunni. Hún var um það bil að fara út aft- ur, þegar Andrei kom askvað- apdi með bókapakka undir hendinni. Þetta var rússnesk málfræði, orðabók, nokkrar lestrarbækur og tímarit . . . — En fallega hugsað! hróp- aði ég upp yfir mig, — þetta er einmitt það sem mig vantar. Hvernig vissuð þér það? — Marya skrifaði fyrir mig lista. — Skrifaði hún þetta líka, sagði ég og hélt á loft lítilli öskju með gullsnúru bundinni um. Heyra sykraðar möndlur náminu til? — Þær geta gert námið skemmtilegra, sagði hann og við fórum bæði að hlæja. — Við Paul hugsum til yð- ar við hverja möndlu sem við borðum, sagði ég. —- Þú hefðir ekki átt að gera þetta, Andrei. sagði Natasja í hvössum tón. — Mademoiselle hefur nóg að gera. Paul, réttu mér öskjuna. — Nei, mamma, þú átt hana ekki. Andrei keypti þetta handa Rillu. — Láttu mig fá öskjuna, end- urtók hún og þegar drengur- inn hikaði ennþá brýndi hún raustina. — Er það þetta sem hún kennir þér, að svara mér og vera ófyrirleitinn. Hún lyfti höndinni. Ég hélt hún ætlaði að slá drenginn, en brúnir fingur Andreis gripu fast um úlnlið hennar. ■—• Láttu ekki svona, Natasja, sagði hann glaðlega. — Má ég ekki gefa frænda mínum sæl- gæti. Ég sá augnaráðið á milli þeirra áður en hún dró til sín höndina og skundaði út úr her- berginu. Andrei hikaði örlítið, leit síðan á okkur og fylgdi henni eftir. Hann kom ekki aftur . . . Sumarið var komið fyrir al- vöru og það var mjög heitt. Það var erfitt að sofa, jafnvel þótt gluggarnir væru galopnir og stundum lét ég söðla Falcon og fékk mér reiðtúr fyrir morg- unverð. Einn morgun, um viku eftir atvikið í skólastofunni, reið ég eftir ókunnum stíg sem lá í norður og komst þar út úr skemmtigarðinum. Þarna voru nokkrar hlöður og litlar sögun- armyllur. Ég sá timbur í stöfl- um og fann harpixlyktina af nýhöggnu greninu, en þótt furðulegt megi virðast þá var þarna ekki nokkur hræða. Hvorki karlar, konur né börn voru sjáanleg, og það var fyrst þegar ég reið upp á lága hæð að ég sá hvers vegna enginn var þarna. Fólkið hafði allt safnazt saman á opinni flöt milli lágra kofa. Ég reið nær og sá þá magr- an, gamlan mann sitja á hesti. Bak við hann voru nokkrir þjónar, sem héldu í ólarnar á mörgum hundum. Þetta var Stefan Trigorin, einn af nábú- um okkar og litlu lengra frá sat Andrei Kuragin, svo graf- kyrr, að það var engu líkara en að hann væri við hersýn- ingu. Fyrir framan þá héldu tveir menn dreng á milli sín. Drengurinn gat verið tíu til ellefu ára, hann var nakin að öðru leyti en því að einhver drusla var bundin um lendar hans. Einn mannanna lét svipu- ól dynja á baki drengsins og hann hljóðaði hátt af sársauka. Mér varð flökurt, ég ætlaði að loka augunum, snúa hestin- um og þeysa í burtu, en ég gat það ekki. Ég varð að horfa á þegar svipan hvein, aftur og aftur. — Hættið, hættið nú, öskr- aði Trigorin. — Hlauptu nú, fíflið þitt, hlauptu eihs og þú eigir lífið að leysa. Einn vinnumEmnanna spark- aði í drenginn og á sama augnabliki var hundunum sleppt. Þetta voru veiðihundar og þeir tóku strax geltandi á rás á eftir drengnum, en ridd- ararnir keyrðu hesta sína spor- um og riðu á eftir drengnum eins og hann væri veiðidýr. Ósjálfrátt vildi ég fylgjast með, en ég sneri Falcon við og reið inn í skóginn, burt frá þessum ógeðslega leik. Ég reið nokkuð lengi og var komin nokkuð langt inn í skóginn, þegar ég heyrði veiklulegt snökkt. Hafði drengurinn raun- verulega komizt undan kvöl- urum sínum? Það var ótrúlegt. Ég fór af baki og ruddi mér braut gegnum runnagróðurinn og þar fann ég drenginn, þar sem hann lá á grúfu. Bakið á honum var eitt blæðandi sár og fótleggir hans voru bundn- ir og blóðugir. Hann sneri höfðinu með harmkvælum og leit á mig eins og sært dýr. Ég talaði við hann með þeim fáu orðum sem ég kunni af máli hans. Mér var ljóst að ég réði ekki við að bera hann og ég reyndi að hugsa upp eitthvert ráð til að hjálpa honum, þegar ég heyrði að Falcon fór að hneggja. Á næsta augnabliki kom Andrei Kuragin í Ijós og stöðvaði hest sinn rétt hjá okkur. — Ég sá hestinn en vissi ekki að þér væruð hér, sagði hann. — Guði sé lof að þér funduð drenginn. Ég er búinn að leita hér um allt. Ég gekk í veg fyrir hann þegar hann ætlaði að nálgast drenginn. —• Snertið hann ekki, hafið þér ekki gert honum nógu mik- ið illt? Hann starði undrandi á mig. — Verið ekki svona heimsk, haldið þér í raun og veru að ég hafi leikið hann svona? Hann stjakaði mér til hliðar og kraup á kné hjá drengnum. Hræðslan hvarf úr augum drengsins, þegar hann talaði við hann og snökktið varð að ekkasogum. — Ég sá hvað skeði, sagði ég, — hvernig getur nokkur maður fengið sig til að leika barn svona illa? Andrei leit ekki á mig, hann hafði ekki augun af drengnum. —f Hann stal leikfangi frá barni húsbónda síns, litlum tréhundi, en húsbóndinn kaus að kalla það þjófnað. Og það var nauðsynlegt að hegna hon- um eftir því. Rödd hans var bitur. —- Það er æðispennandi, finnst yður það ekki, að elta barn eins og það væri veiði- dýr, — ekki til að drepa það, veiðihundarnir eru svo vel tamdir að þeir drepa ekki bráð- ina. Þegar þeir eru búnir að skemmta sér nóg, kalla þeir á hunda sína og halda heim. Andrei lyfti drengnum upp. —• Ég fer með hann heim til Ryvlach, sagði hann. — Marya getur hugsað um hann. Getið þér stutt hann, ég held það sé að líða yfir hann. Ég studdi drenginn meðan hann steig á bak, svo beygði hann sig niður og kippti hon- um upp fyrir framan sig. Það var ekki fyrr en hann var kominn spölkorn í burtu að ég sá byssuna liggja á mosa- bingnum. Hún minnti mig á byssuna hans pabba, fagurgljá- andi skeftið og nafnið hans grafið á silfurplötu. Ég tók byssuna og hafði hana með mér til Arachino. í forsalnum hitti ég Jean og fékk honum byssuna. Ég sagði ekkert frá drengnum, sagði að- eins að ég hefði mætt Andrei greifa á morgunreið minni. Nokkrum kvöldum síðar var mér boðið að borða með greifa- hjónunum og nokkrum gest- um úr grenndinni. Ég var ekki búin að gleyma hinu hryllilega atviki með drenginn og nú bar það á góma. — Trigorin hershöfðingi er fokreiður út í bróður þinn, Dmitri, sagði einn gestanna. — Hann segir að þessar hugmynd- ir Andreis eigi eftir að kosta okkur eignir okkar og jafnvel líf. Andrei hefur víst tekið að sér einhvern bóndastrák, sem Trigorin sá sér ekki annað fært en að refsa, og hann fór með hann heim til Ryvlach. Andrei hefur ekki eingöngu neitað að afhenda drenginn, en hann hef- ur líka hótað hershöfðingjan- um að koma heim til hans og segja honum til syndanna, leggja rúblur á borðið, sem eru margfalt andvirði drengsins og ef hann samþykki það ekki, þá ætlar hann að kæra hershöfð- ingjann fyrir morðtilraun. — Stórkostlegt! hrópaði ég Framhald á bls. 44. 22 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.