Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 5
Biður ekki um ást Kæri Póstur! Þannig er mál með vexti að ég er hrifin af strák. Ég er ellefu ára en hann er fjórtán ára. Ég sé hann mjög sjaldan. Ég þekki hann ekkert. Ég er ekki að biðja um neitt ástarsamband. Mig langar aðeins til að þekkja hann. Ég ætla að taka það fram að ég er svolítið feimin. Hvað get ég gert? Vona að þetta bréf lendi ekki í ruslakörfunni. Virðingarfyllst, ein í vanda. P.S. Hvernig eiga Krabbinn og Steingeitin saman og Krabbinn og Nautið? Strákar á hans aldri vilja yfir- leitt heldur þekkja stelpur á svipuðu reki, en auðvitað er ekki samt loku fyrir það skotið að þið getið orðið góðir kunningj- ar, ef það er það sem þú sækist eftir. Vertu bara ófeimin við að gefa þig á tal við hann þegar þú sérð hann næst. Hristu af þér feimnina; þetta er ekkert voðalegt. Krabbi og Steingeit eiga yfirleitt illa saman. Krabbinn er mjög til- finningasamur og blíðlyndur, Steingeitin hins vegar fremur kaldrifjuð. Krabbi og Naut eiga hins vegar oft vel saman; bæði eru gefin fyrir einfalt og frið- sælt líf. Þó er Krabbinn oft of draumgjarn og viðkvæmur til að sætta sig vel við sterkar hvatir og jarðbundið raunsæi Nautsins. í hálfgerðu fangelsi Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér einu sinrii áð- ur, og ég vona að þú svarir mér. Þannig er málum háttað að ég á heima í hálfgerðu fangelsi. Þeg- • ar ég fer út (sem ég geri sjald- an) þá er gargað: „Þú kemur ekki seint heim!" Ég hef einu sinni verið rekin að heiman! Ég fór til ömmu minnar sem er eina manneskjan, sem skilur mig, ég sagði henni frá öllu saman. Hún sagði að ég mætti vera hjá henni, þangað til að þau (pabbi og mamma) hringdu og spyrðu hvort ég væri hjá henni. Daginn eftir hringdi mamma og bað mig að koma heim og allt eftir því! Svo þegar ég byrjaði í skólanum aftur mátti ég ekki fara út fyrr en að ég var búin að læra. Þeim datt ekki til hugar að hjálpa mér. Og núna fyrir prófin bað ég pabba að hjálpa mér með reikn- ing, en hann sagði nei, hann þurfti að gera eitthvað annað. Mér finnst ekki leiðinlegt að læra, en það kemur einhvern veginn út að ég sé bara að læra fyrir þau. í rúmt ár hef ég verið að búa til vísur og nokk- ur leikrit, sem hafa verið sýnd í skólanum. En þau sýndu lít- inn eða engan áhuga á því, ég átti bara að læra. Það var allt öðruvísi með afa og ömmu, þau vildu óð og uppvæg sjá leik- ritin, en það stóð þannig á að þau voru boðin í leikhúsið kvöldið sem leikritið var sýnt. Jæja, elsku Póstur, ég vona að þú birtir þetta. Erna. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? ________A. (I—*— Auðvitað er leiðinlegt að for- eldrar þínir skuli vera svona hörð og köld við þig og áhuga- laus um þin áhugamál. Þó er vel líklegt að þau meini alit hið bezta með þessu, þeim sé kapps- mál að þú helgir þig náminu til að skapa þér öruggan grundvöll i lífinu. Það er ekki nema rétt hjá þeim, en auðvitað er frá- leitt af þeim að sýna þér kulda og áhugaleysi og reka þig að heiman — því að mikil má sök- in vera ef hægt er að gera svo- leiðis við börnin sin. Reyndu að sýna þeim þolinmæði og lempni meðan þú þarft að búa hjá þeim. Það er þó alltaf betra en ekkert að afi þinn og amma skuli sýna þér skilning og alúð. Kannski þú gætir fengið að búa hjá þeim einhvern tíma, eða þá hjá einhverjum vinkonum þínum innan tíðar, ef foreldr- arnir skána ekkert. Skriftin bendir til að þú horfir víða, sért heldur sjálfráð og viljir hafa rúmt um þig. NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. A hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. V!Ð ÖÐINSTORG - SlMI 10322 /Xo — Nei, verksmiðian gleymdi ekki að senda þakið, þér gleymduð að panta það! 23. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.