Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 8
Viö verðum að kynna okkur vörurnar TEXTI: SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON Fyrir nokkru var á vegum Kvenfélagasambands íslands og Norræna hússins haldin sýning á vörumerkingum í sýningarsal Norræna hússins. Tilgangur sýningarinnar var að kyxma starf- semi „VaredekIarationsnefnda“, en slíkar nefndir starfa á hinum Norðurlöndunum. Verksvið nefndanna er að semja vörulýsingar- staðreyndir („Vareíakta“ á Norðurlandamálimum). En slíkar vörulýsingar fylgja ýmiss konar söluvarningi, til þess að neyt- endur geti áttað sig betur á e;iginleikum þeirra. Jafnframt hafa nefndirnar eftirlit með því, að sú fræðsla, sem undir merkjum þeirra er birt. sé sönn. í vaxandi mæli sjást í verzlunum hér á landi vörur með merkj- um „Varedeklarations“-nefnda. Þau má finna í matvöruverzlun- um t. d. á sultukrukkum, niðursuðudósum og á umbúðum utan um hrökkbrauð, í vefnaðarvöruverzlunum t. d. á karlmanna- skyrtum og í búsáhaldaverzlunum t. d. á hitakönnum og strok- járnum. ,.í Danmörku er Varefakta á mjög mörgum vörum, það má finna merki okkar á eimuðu vatni en einnig á heilum hús- um,“ sagði frú Jytte Kruse, efnaverkfræðingur, en hún er starfs- maður Dansk Varedeklarations-nævn, og kom hún til íslands í tilefni af sýningunni og hélt hér tvo fyrirlestra. Annað erindið nefndi frú Kruse „Vörulýsing—Vörumat í þágu neytenda“ en hitt „Vörulýsing—Vörumat í þágu kaupmanna og framleiðenda". Vöruúrvalið hefur síðustu áratugi gjörbreytzt. Við getum ekki lengur dæmt um eiginleika og gæði varanna með því eingöngu að skoða þær. Við verðum að kynna okkur vörurnar með því að lesa þær upplýsingar sem fylgja, jafnvel þótt á erlendum mál- um séu. Á sýningunni voru til sýnis miffar sem vörumerkingamefnd- irnar útbúa og ennfremur sýnishorn af vörum með „Varefakta", aðallega vörur sem til eru í verzlunum hér á landi. Þegar ljósmyndara Vikunnar bar að garði voru námsmeyjar Húsmæðraskóla Reykjavíkur að skoða sýninguna. 1. Algengast er að finna merki Varedeklarationsnefnda á mat- vörum. Þar er greint frá þeim hráefnum sem í þeim er í röð eftir þyngd, ennfremur hvaða efnum hafi verið bætt út í eins og t. d. rotvarnarefni, litarefni og því um líku. Sagt er frá því, hvernig eigi að geyma matvöruna og ef til vill fleira eins og t. d. nær- ingarefnainnihald. Hér skoða sýningargestir matvörur úr mat- vöruverzlunum í Reykjavík með Varefakta. Ekki er sízt mikil- vægt að kanna sykurmagn í sultu og í saft, þá koma oft fram eðlilegar skýringar á verðmismun á hinum og þessum tegundum. 2. Sýningargestir virða fyrir sér kæliskápa, frystikistur og eld- húsviftur. En það er mjög mikilvægt fyrir kaupandann að fá áreiðanlega vítneskju um stærð, hæð, breidd og dýpt. Þegar um kæliskáp eða frysti er að ræða er ennfremur sagt frá brúttó- bg nettórúmmáli. Ennfremur er sagt frá hitastigi í frysti og í kæli- skáp og hvers konar efni er í honum. Það eru fulltrúar frá neytendum, kaupmönnum, vísindamönn- um og framleiðendum sem ákveðið hafa hvaða upplýsingar 'er mikilvægt að komi fram. Þegar sams konar upplýsingar fylgja hinum ýmsu gerðum er unnt fyrir kaupandann að bera saman og kaupa það tæki, sem fullnægir sem bezt óskum hans og þörfum. 8 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.