Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 35

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 35
— Mér... mér var dálítið illt í hnénu. — Ég veit, að þú sagðir það, en þú sást á harðahlaupum, rétt á eftir, og lögreglulæknir- inn gat ekki fundið neitt at- hugavert við hnéð á þér. — En það var nú satt, sem ég sagði! Ég sá mömmu. Ég sá allt, sem fram fór. Þetta var slys. Ég reyndi að bjarga mömmu, Robert. Ég vitnaði, en þeir trúðu ekki framburðinum mínum. Ég var átján ára og dóttir hennar, og þessvegna hlutdraeg. Robert, þú verður að minnsta kosti að trúa mér. Mamma var enginn morðingi.. Mamma! Steinhljóð. Ég hlaut að hafa æpt þetta upp yfir mig, því að hundarnir urðu hraðddir og tókú að ýlfra. Robert þörraði brennandi ennið á mér og gaf mér drykk, serri Var slépjulegur eins og blóð og beizkur eins og þrá mín eftir möttlmu og Wen- delling. Loksins komu tárin, og ég gat hvílzt. Robert hélt í höndina á mér þangað til ég sofnaði. Ég gerði Elisabeth Martens heimsókn, eftir að hafa full- vissað mig um það með sírritali að Robert væri hvergi nærri. Hún sat við skrifborðið sitt og eirrauða hárið á henní blikaði töfrandi í sólargeislanum. Þús- undir neista flugu og ég komst í æsing. Þessi stúlka vann við hlið Roberts — alla löngu tím- ana, sem ég sat ein heima, var fjarri því að vera litlaus og horuð. — Einkaritarar eru annað- hvort greindir eða fallegir, sagði ég glaðhlakkalega og fór að látast vera gamall og vel- viljaður kunningi. —■ í hvorum flokknum ert þú? Hún brosti vingjarnlega til mín. — Góðan daginn, frú Dell- mer. Þetta er kuldalegt og koma frá gömlum kunningja. — O, það er bara afbrýðis- semi. Þú lítur dásamlega út, Elisabeth. Hversvegna kallarðu mig ekki bara Veru? Viltu kannski ekki hafa neitt með gamla starfssystur að gera? Hún rétti fram frekar stóra og feita hönd. — Jú, það var gaman að sjá þig, Vera. Hvað get ég gert fyr- ir þig? Ég sagði erindi mitt og mér var sagt, að Robert væri upp- tekinn. — Get ég skilað nokkru til hans? spurði Elisabeth. — Nei, það er ekkert áríð- andi. Við skröfuðum saman stund- arkorn um gamla kunningja — innantómt hjal. — Þú hefur virkilega dásam- legt hár, Elísabeth, sagði ég, eins og til að segja eitthvað. — Er það ekta? Hún skellihló. — Svona okk- ar í milli sagt, þá hjálpa ég dálítið uppá það. Þvæ það úr lit. En ég ér nú annars eðlilega rauðhærð, éins og þú getur séð á freknunum á mér. En sá fíní frakki! Hún kom alveg eðlilega fram og líktist ékkert hjákonu manns í návist eiginkonunnar. Ég tók eftir, að hún notaði engan augnabrúnalit. Hversvegna ekki? Ég leit betur á hana< og tók þá eftir, að hún hafði verið að gráta. — Áttu eitthvað bágt? Hún strauk á sér hárið og eitthvað glitraði um ieið í sól- argeislanum. — Hún mamma mín er ný- dáin. — Það var sorglegt, en ég hafði séð safír, á stærð við heslihnot á fingrinum á henni, og nú fékk afbrýðissemi mín næringu á ný. Síðan við gift- umst, hafði Robert eytt ótrú- legum fjárupphæðum. Hann hafði fjárráðin og ég spurði hann aldrei, hversvegna hann þyrfti svo mikla peninga, en út- tektirnar úr bankanum höfðu alveg gengið fram af mér. Ro- bert spilaði ekki fjárhættuspil, var laus við alla lesti og smekk- ur hans ósköp blátt áfram. Eyddi hann öllum þessum pen- mgnum í það að halda uppi móður sinni og skyldmennum? Mér vitanlega þurfti þetta fólk ekki neins með! Var Elisabeth kannski helzti útgjaldaliðurinn — En sá fallegi hringur, sagði ég. Hún leit á hann með blíðu- svip. — Já, hann er erfðagripur. — Frá mömmu þinni? — Nei, við vorum fátækar. Hann er frá einni frænku minni. — Frænkur geta stundum komið í góðar þarfir. Hún óróaðist eitthvað. — Hún var yndisleg mann- eskja. Ég vildi, að hún væri lifandi. Eftir þetta víxlspor var held- ur lítið umræðuefni eftir. — Vertu sæl, Elisabeth. Líttu einhverntíma inn til okkar. — Það væri gaman. Ég vissi vel. að þetta kom ekki frá hjartanu,. Þegar ég sneri mér til að fara hafði hún þegar lagt girnilegu brjóstin fram á skrifborðið. Þegar hún leit niður gerðu löngu, þéttu augnhárin á henni, einkennilegt, næstum níutíu gráðahorn í augnakrókunum. Ég hefði átt að spyrja hana, hvort þau væru fölsk. Elisabeth var farin að skrifa, rétt eins og hún hefði steingleymt mér og krosslagði fæturna á sinn sér- staka hátt. Hún var stúlka þeirrar tegundar, sem karlmenn þeirrar spyrja: — Hefurðu nokkuð sérstakt fyrir stafni í kvöld? Robert, maðurinn minn, var sjaldan heima á kvöldin. Ég var háttuð, þegar hann kom heim og lá með lokuð augu. — Þú ert ekki sofandi, Vera? — Nei, en ég er að reyna að sofna. — Hvað vildirðu henni ung- frú Martens? — Við vorum að tala um skartgripi. Hún er með afskap- lega dýrari hring. — Ef þú reynir að gera eitt- hvert uppistand á spítalanum, er mér að mæta. — Ég gerði ekki neitt af mér. Heldurðu við hana? — Alveg held ég þú sért vit- laus! — Ég veit, að ég er það, en þetta var ekkert svar við spurn- ingunni. Hann sendi mér hatursfullt og kaldranalegt augnatillit. — Til hvers þurftirðu þessi 50 þúsund mörk? Ég get líka Framhald á bls. 46. Framhaldssaga eftir Adrienne Mans Fimmti hluti Ég var átján ára og dóttir hennar, og þessvegna hlutdræg. Robert þú verður að minnsta kosti að trúa mér. Mamma var enginn morðingi... Mamma! 23. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.