Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 44
Ecligu kariánná 'urðu tryllings- legri en nokkru sinni fyrr og danskvæðið steig og magnaðist. Loksins eftir langan dans og söng, fleygði síðasti dansarinn skyndilega frá sér trumbunni og allt datt í dúnalogn. Menn sátu hljóðir og taug- arnar í hálsinum voru slakar. Söngur þeirra var þagnaður og líka magnaður sláttur trumb- unnar. Næst var að fara í leiki. Þetta voru fjölskylduleikir, hópleikir, óskiljanlegir öðrum en þeim, sem höfðu haft þá fyrir augunum í mörg hundruð ár. Táknrænir leikir, frum- stæðir og grófir, en samt list- rænir og fólkið skemmti sér mjög vel. Þetta voru æsandi leikir, sem voru rökrétt fram- hald af trumbudansinum, þeg- ar hann hafði náð hámarki og spenna hans hafði náð að hrífa fólkið. Skyndilega reis einhver upp og veifaði hendi. Það var slökkt á kolunum og berir fæt- ur læddust yfir gólfin og það datt á þögn. Aðeins lágt fliss og kumr og lágir brestir, þegar fólkið lagðist í bálkana til að elska úr sér leikinn. Það elsk- aði lengi og hávært í myrkrinu og húsið fylltist unaði og ást, og þegar eldur var aftur sleginn, hafði friður sezt í sál þess og það hafði færzt nær hvort öðru. Eldurinn var borinn í einn lampann af öðrum og það varð aftur svo bjart og eldurinn kastaði geislum sínum á eir- rauða húðina. Menn þögðu lengi, en tóku síðan upp lág- vært skraf og kvöldið leið í hljóðum friði. Flestir voru með verk í hendi. Menn unnu að seingerðum verkfærum og vopnum af því- líkri elju, er ein dugir til að forma bein og tönn. Öðru hverju skiptu menn sætum og berir fæturnir strukust hljóð- lega yfir steingólfið. Menn ráð- færðu sig við öldunga um form vopna og gripa, svo þeir mættu duga sem bezt, en konur keppt- ust við að sauma og sumar tuggðu hami og skinn. Eftir langa vöku og iðjusama, eftir að börnin voru sofnuð, gekk íólkið svo til sængur og ljósin slökkt, og húsið svaf í auðnar- firði og þeir myndu róa kná- lega út í stórísinn nokkru fyrir birtingu. Helztu heimildir þessa kafla eru; auk munnlegra jrásagna: Grönlands Historie, Linden- gárd. Myter og sagn, Knud Rassmussen. Fra Hundavakt til hundeslæde, Eijnar Mikkelsen og Bogen om Grönland. Pole- tikens forlag. ☆ VIÐ OG BÖRNIN OKKAR Framhald af bls. 15. ég á tilfinningunni að hann missi strax áhuga á þessu orð- bragði, það er ekki lengur spennandi. BARNASÁLFRÆÐINGURINN SEGIR: • Við höfum áður komið okkur saman um að þrjózka sé mjög eðlileg smábörnum. Það er tilraun til að þjálfa sjálfs- meðvitund og koma ákvörðun- um sínum í framkvæmd. • Um fram allt mega foreldr- ar ekki láta sjá á sér hneyksl- un, þegar lítil börn viðhafa ljót orð. Þau vita sjaldan hvað þau eru að segja. Þau vita að þetta er eittthvað sem er „bannað“ og reyna oft að nota þau til að vekja á sér athygli. Ef þau taka upp á því að tvinna saman biótsyrði og ljót orð, til dæmis við matborðið, þá er um að gera að láta sem ekki sé tekið eftir því í fyrstu atrennu. En ef þetta endurtekur sig, þarf að skýra það fyrir barninu hvað þessi orð þýði og að þau séu yf- irieitt ekki notuð. • Ég ræð eindregið frá því að gera börnin hrædd. Ég þekki eina móður, sem sagði lítilli dóttur sinni, þegar hún ákallaði „fiandann", að fjandinn væri sá ljóti sjálfur og að hann myndi koma og hirða hana. ef hún væri að kalla á hann. Það voru eðlileg viðbrögð hjá barninu að hún stillti sér udd fyrir framan suegil og endurtók áköllun sína æ ofan í æ. til að sjá hvað skeði. En enginn kom til að taka hana og bá sá telDan að móðir henn- ar hafði ekki sagt satt. Eins og ég hefi sagt áður, þá getur of mikil bvingun haft sjúkleg áhrif á barnið. ☆ ARKITEKTAR Framhald af bls. 28. skólasjónarmiðum og eru því ekki í heimavistinni, nema gesta- og sjúkraherbergi. — Og þá skólinn sjálfur? — Skólabyggingin er tveggja hæða. Aðalinngangur er frá skólatorginu, auk þess er inn- angengt í hann frá heimavist- um eins og áður segir. Bygg- ingin er jafnlöng á hvern kant. f miðju hennar á efri hæð er bókasafn — mediatek — en út frá því eru kennslustofur og stjórnunardeild. Á neðri hæð- inni er fyrirlestrasalur í miðju byggingárinnar en umhverfis hann eru kennslustofur, leik- svið og fleira. Hægt er að opna kennslustofur inn að miðju og fást þannig misstór kennslu- rými. Kennslustofurriar geta verið misstórar, tuttugu og fimm, fimmtíu, sjötíu og fimm, hundrað fermetra, og skapast þannig möguleikar til náms í smáum og stórum hópum eft- ir eðli kennslu. Þá geta kennslustofur tengzt bókasafni beint, og verið lesstofur. Nefna má skólagerð þessa „opinn skóla með sérstofufyrirkomu- lagi“; hann er þannig hugsað- ur að auðveldlega má breyta stofustærðum og er það svar við síbreytilegum hugmyndum um skólahald og kennslutækni. Þá er gert ráð fyrir að hver stofa verði innréttuð sem fag- stofa og eru þær paraðar sam- an eftir skyldleika faga. Verulegar breytingar á hús- rými er hægt að framkvæma án þess að burðargrind bygg- ingarinnar sé raskað. Skólann má einnig innrétta á hefðbund- inn hátt, það er með tuttugu og fimm til þrjátíu nemenda kennslustofum. — Bókasafnið verður mið- stöð? — Já. það er í miðju efri hæðarinnar en auk bóka verð- ur þar einnig kennslutækja- geymsla, kort, filmur, segul- bönd og önnur gögn undir vörzlu bókavarðar. Á svölum umhverfis bókasafnið eru les- básar fyrir nemendur. Fyrir- lestrasalur er á neðri hæð skól- ans; þar er aðstaða fyrir kvik- myndaleiksýningar, en leiksvið er í tengslum við salinn. En þess ber að geta að fullnaðar- hönnun skólahússins er ekki lokið og eru því ýmis atriði enn á þróunarstigi. — Og íþróttahúsið? — Bæj aryfirvöldin hafa sýnt áhuga á að öðlast hlutdeild í íþróttahúsinu og er gert ráð fyrir tví- eða þrískiptanlegum sal, átján sinnum þrjátíu og þrír metrar að stærð, með áhorfendasvæðum og búnings- herbergjum og böðum, sem einnig má nota fyrir útileiki á íþróttasvæði bæjarins, sem er suðvestan við íþróttahúsið. Teiknivinna íþróttahússins er enn ekki hafin. — Kennaraíbúðir verða svo í sérstakri byggingu? — Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir íbúðum kennara norðaustan við heimavistar- bygginguna. Vissar efasemdir eru uppi um kosti þess að kenn- arar búi saman eða í nábýli hver við annan og kemur jafn- vel til greina að kennaraíbúð- ir verði dreifðar um bæinn. — Hvenær er svo fyrirhug- að að byggingaframkvæmdum verði lokið? — Fyrirhugað er að fyrsta áfanga byggingarinnar verði lokið í september 1972. Þar er um að ræða heimavistir fyrir fimmtíu og fjóra nemendur og þrjár kennaraíbúðir. Öðrum áfanga, sem er mötuneyti og heimavistir fyrir þrjátíu og tvo nemendur, er fyrirhugað að ljúka ekki seinna en haust- ið 1974. Þriðja áfanga, skóla- byggingunni, á að vera lokið 1975 og fjórða áfanga, heima- vistum fyrir sextíu og fjóra nemendur, 1976. En ekki er ólíklegt að einhverjar breyt- ingar verði á þessari áætlun. — Þið töluðuð um komm- únuvistir. Nú vitum við hvað flestu fólki dettur fyrst í hug, þegar minnzt er á kommúnur. — Ef þú átt við samlíf kynj- anna, þá er því til að svara að auðvitað verða kynin aðgreind í heimavistinni. En grundvall- arhugsunin á bakvið þetta er sú, að hér skapist nýir félags- legir möguleikar að smekk ungs fólks. dþ. NATASJA Framhald af bls. 22. upp yfir mig, — það er gott hjá honum. Allra augu litu á mig með skelfingu. — Hvað þekkið þér til þessa máls, mademoiselle? Þetta skeði fyrir fáeinum dögum, sagði Boris Kepler, sem sat við hlið mér. — Ég var þar, ég sá það allt, sagði ég. — Þeir siguðu hund- unum á drenginn . . . ég fann hann í skóginum og svo kom Andrei greifi . . . — Já, svo það hafið verið þér sem funduð byssuna hans. Þér eruð hugrökk, ungfrú, sagði Jean og það var dulið háð í rödd hans. En það var Natasja, sem gerði mig hrædda. Hún hafði ekki af mér augun. — Farið þér oft ríðandi inn í Ryvlachskóginn, mademoi- selle? spurði hún og ég fann að ég roðnaði. — Auðvitað ekki, madame, það va rhrein hending að ég villtist inn á þennan stíg. — Mér finnst Andrei hafi farið rangt að, en mér er al- drei neitt um Trigorin gefið, sagði Dmitri. — En hann hefur á réttu að 44 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.