Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 48
í svona ofboði. Ofboðið og greifadóttirin áttu beinlínis alls ekki saman, og hann hafði gert örlagaríka skissu, sem hann gat ekki bætt fyrir, en hafði rekið hana út í dauðann. Honum fannst hann vera morðingi, ungfrú Vera. Hugsa sér: Hann Bernd minn morðingi! — Hafði hann nokkra sér- staka skoðun á þessu? spurði ég, og ég laut fram og augun í mér leiftruðu. — Skoðun? Nú skildi hún ekki, hvað ég var að fara. — Ég á við: sagði hann þér nokkurntíma, að hann vissi, hvað gerðist í raun og veru? Ég hélt niðri í mér andanum. Hún hristi höfuðið. — Hann sagðist hafa vissar grunsemdir, sem væru of ægi- legar til þess að hafa orð á þeim. Hann sagði, að þessvegna hefði hann ekkert sagt við rannsóknardómarann, eða þennan unga strák, sem var þarna sísnuðrandi, og hann vildi ekki einusinni trúa mér fyrir neinu. — Þetta er ein- göngu milli mín og greifadótt- urinnar, Bertha, var hann van- ur að segja. — Engum öðrum kemur það neitt við. Ég tek það með mér í gröfina. Já, það var honum líklj, ungfrú Vera. Tryggur sem stál, var hann Bernd minn. — Var maðurinn þinn mjög trúaður? spurði ég. — Las hann mikið Biblíuna? —. Nei, nei, alls ekki. Hún varð sýnilega hissa. — Hann var ekkert teljandi með kirkj- unni. Ég var hissa á því, að hún skyldi ekki hafa lýst mannin- um sínum sem biblíulesara. — Nefndi hann nokkurntíma hann Bernhard frænda í þessu sambandi? — Gamla greifann? Já, hann var oft að velta því fyrir sér, hve mikið hann mundi vita. — Hittust þeir nokkurntíma eftir þetta? — Nei, aldrei. — Var nokkur frá gamla tímanum áfram hérna, nema þið hjónin? — Nei, nei, ungfrú Vera. Hr. Wiebrandt var hérna dálítinn tíma, en hann komst uppá kant við nýju húsbændurna. Þú skil- ur það er... Þetta er orðið svo breytt. Svo var ungfrú Kal- inski hér eftir í eitt ár. Hún er nú bezta sál, en henni fannst hún aldrei vera eins og heima hjá sér. Þetta var borgárfólk eins og þú veizt. Það var að halda veizlur, og þannig er það enn. Enginn stíll yfir neinu lengur. Hún andvarpaði. — Ungfrú Kalinski fékk tilboð frá einhverjum plantekrueiganda í Suður-Ameríku, held ég, og fór þangað. Hún skrifaði einu sinni, en það er orðið langt síðan. Og ég hef ekkert frétt af hr. Wie- brandt. Hann var enginn bjáni, og hefur sjálfsagt komið sér vel áfram. — Ertu viss um, að maður- inn þinn hafi aldrei sagt nein- um af þessu sanívizkubiti sínu, nauðaði ég. Slepptu henni ekki af önglinum, Vera, hvað sem þú annars kannt að gera. En nú hafði hún engan hemil á grátinum lengur. — Já, það er ég alveg viss um. Það sem hann vildi ekki segja henni Bertu sinni, hefur hann ekki farið að segja öðrum. Og nú hefur hann tekið það með sér í gröfina. Ég hefði gjarna viljað vita, hvort þetta var satt. Hún var enn grátandi, þegar við skildum morguninn eftir. Ég gaf henni heimilisfangið mitt og sagði: — Ef þú verður rekin út héð- an, þá komdu til mín. Hún jós yfir mig þakklætinu, en aldrei kom hún. Við kysstumst og hún gekk með mér út að bíln- um. Ég steig upp í og þegar ég dró niður rúðuna, greip hún aftur hönd mína. — Ungfrú Vera. Þú ert alveg furðulega lík henni mömmu þinni. Það eru bara augun, sem þú hefur frá honum pabba þín- um, er það ekki? En annars ertu alveg eins og hún mamma þín. Hvað það gat verið leiðin- legt, að maðurinn minn skyldi ekki geta talað við þig aftur. Mikið hefði hann orðið glaður. Þar vorum við nú víst ekki á einu máli. Ég hreyfði bílinn af stað en þá datt mér snögglega nokkuð í hug. Ég stanzaði aftur og benti frú Weber til mín. — Segðu mér. Lagði maður- inn þinn alltaf blóm á leiðið hennar mömmu? — Já, reglulega, ungfrú Vera. Hann lagði þar meira að segja ný blóm daginn sem hann dó . Það var nú það, en ennþá var mörgum spurningum ósvarað. 11. Ég var önnum kafin allt vor- ið við að finna þessi svör og eyddi miklum tima í ferðalög. Ekki veit ég, hvað Robert fannst um þetta, en hann spurði mig aldrei neins. Ég fór vand- lega gegnum skrána yfir kon- urnar. En þar tafði Kalinski fyrir mér. því að enn hafði ég ekki fundið hana. Ég rannsak- aði hvert heimilisfangið eftir annað, án þess að komast nokk- urntíma á sporið. f öryggis skyni heimsótti ég hr. Wie- KLIPPIÐ HlR PöntunarseOIII Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, í því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). Nafn Heimili Nr. 61 (9849) Stærðin á að vera nr. Vlkan - SfmpHcMy _________________________KLIPPIÐ HÉR hann yrSi svona ástúSlegur. brandt, sem var aðalbókari í út- flutningsfyrirtæki einu í Brem- en og það virtist ekki beint gleðja hann að sjá mig. Samtal okkar varð hrein tímaeyðsla. Annaðhvort vissi hann ekki rifrildisefni mömmu og Timos, eða þá vildi hann ekki láta það uppskátt. Hann tók ekki þátt í veiðiförinni og hann hafði lítið samband haft við Weber. Þeim ungfrú Kal- inski hafði komið vel saman, en samt vissi hann ekki, hvar hún væri nú niður komin — þau hefðu alveg misst hvort af öðru. Hann var hlédrægur og lítt hjálpfús, og honum var greini- lega illa við spurningarnar mínar. Ég vildi vita, hvort hann hefði kannski rætt atburðina við ungfrú Kalinski. Nei, sagði hann, það hefði tæpast heyrt undir hans starf. Það hefði miklu fremur verið verkefni lögreglunnar og ungfrú Kal- inski var alltof vönduð mann- eskja, til þess að fara að blaðra um málefni fjölskyldunnar. Auk þess gæti hann ekki skilið, til hvers ég væri að reyna að rifja upp málið, eftir öll þessi ár — því hefði hvort sem var verið endanlega lokið fyrir til- verknað hinnar fullkomnu lög- regluvélar, o.s.frv., o.s.frv. Maðurinn er jafn grunlaus og Bernhard frændi, skal ég bölva mér uppá, hugsaði ég. Framháld i nœsta blaði. 48 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.