Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 21

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 21
komast í tæri við hann svo ég gæti sagt honum hvaða álit ég hefði á honum. Natasja hafði tekið eftir augnaráði hans og ég sá að hún pírði augunum. — Andrei, sagði hún svo hátt að margir litu við í undrun. Ég hélt niðri í mér andanum af skelfingu, en á næsta augna- bliki var spennan horfin og þau voru eins og venjuleg skyldmenni aftur. Mér fannst einhver þreytu- bylgja umvefja mig. Kvöldið, sem hafði byrjað svo vel var eyðilagt og ég ætlaði að smeygja mér burt, en þá greip Framhaldssaga eftir Constance Heaven einhver í mig og stöðvaði mig. — Gerið þér þetta með vilja? tautaði Kepler liðsforingi. Ég er búinn að reyna að ná sam- bandi við yður allt kvöldið, en þér hafið alltaf komizt undan. — Mér þykir fyrir því, en ég hef ýmsum skyldum að gegna, sagði ég kuldalega. —- Þér sleppið ekki svona auðveldlega frá mér, sagði hann hlæjandi. — Annars er ég hissa á því að þér skuluð ennþá vera hér. Natasja er alltaf vör um sig. Er hún ekki hrædd um Dmitri fyrir yður. — Greifinn elskar konu sína mjög heitt. — Já, Dmitri er dálítið leið- inlegur. Hann er alger mótsetn- ing við Andrei. — Hvers vegna er svona mikill aldursmunur á þeim bræðrunum? spurði ég með hálfum hug. — Vitið þér það ekki? Þeir eru hálfbræður. Leo gamli Kuragin átti tvær konur og nokkrar ástkonur líka, eftir því að sagt er. Marya er ávöxt- ur af einu sambandi hans Móðir hennar var saumakona og stúlkan var send í klaustur- skóla í Smolny. Vera gamla Andreyevna veit þetta allt og það vita það reyndar allir í grenndinni. Það var furðulegt hve mér létti við að heyra þetta. Hvað kom það mér við hvort Marya Karlova var systir Andreis eða ástkona hans? Hvers vegna varð ég svona glöð? Ég brosti til unga liðsforingjans, sem sannarlega notaði tækifærið. — Hvað segið þér um svo- lítinn göngutúr á svölunum? Það er svo fagurt veðrið í kvöld. Ég svaraði ekki strax. Hljóm- sveitin spilaði vals aftur og ég sá að Andrei hneigði sig fyrir Natösju. Hún hristi höfuðið, en Dmitri hallaði sér fram og sagði eitthvað og þau svifu út á gólfið, framhjá mér og í fyrsta sinn á ævinni fann ég fyrri afbrýðisemi, sem var ákaflega kjánaleg, ég þekkti varla þennan mann, sem hélt nú annarri konu í örmum sér á sama hátt og hann hafði haldið mér fyrir stuttu síðan. — Þau dansa vel saman, finnst yður það ekki? sagði Boris Kepler rétt við eyra mitt. — Það var ólán fyrir Natösju að það skyldi vera Dmitri sem erfði allan auðinn, en Andrei fékk aðeins Ryvlach og nokk- ur þúsund rúblna. Ég er stund- um að hugsa hvernig honum finnst þetta eiginlega. Það er raunar aðeins þessi drengur, sem stendur á milli hans og þessara stórkostlegu auðæfa. Ég starði ósjálfrátt á hann. Já, það hefði getað verið ástæða, en það gat samt ekki verið. Það kom ekki heim og saman um það, sem ég þóttist vita um Andrei Kuragin. — En hvers vegfia stöndum við hér? Má ég dansa við yð- ur? — Því ekki það? Hann tók mig í arma sér og við völsuðum um dansgólfið. Stuttu síðar tókst mér að laumast út úr danssalnum. Ég var komin hálfa leið upp stig- ann, þegar ég mundi eftir því að ég hafði lofað Paul að koma með nokkrar karamellur til hans. Ég vissi að ég gat náð í þær í matsalnum en ég flýtti mér niður aftur. Það var dimmt í matsalnum, síðustu kertaljósin voru að fjara út. Eg fyllti litla skál með karamellum, en þá heyrði ég raddir og hlustaði ósjálf- rátt. Dyrnar að bókastofunni voru hálfopnar og ég heyrði að Natasja sagði: — Þú verður að trúa mér, þú verður! Ég get ekki lifað án þín. Einhver svaraði, ég var viss um að það var Andrei. — Nei, Natasja, skilurðu ekki að það er útilokað. En rödd hans var hás af sársauka og þrá og ég þoldi ekki að hlusta á meira. Ég var hrædd, — hrædd við að Dmitri kæm- ist að þessu, hrædd við sjálfa mig,. — hrædd við allt . . . Þetta leit allt öðruvísi út í dagsbirtunni. Ég var róleg næsta morgun, þegar ég sat h,já Faul í skólastofunni og hann dengdi yfir mig spurn- ingum. — Dansaðirðu mikið, Rilla? Var Andrei frændi þarna? Er hann hérna ennþá? Svona spurði hann í þaula, þangað til mig langaði til að öskra. Það sem ég hafði heyrt frá mat- salnum kom mér ekki við. Samt heyrði ég sí og æ orðin fyrir eyrum mér. Var hatur Natösju í garð mágs síns upp- gerð, til að fara á bak við Dmitri? Hvernig gat Andrei Kuragin gert svo lítið úr sér að fara á bak við bróður sinn? Nokkrum vikum eftir dans- leikinn átti ég leið fram í eld- hús. Það var indæll ilmur af ný- bökuðu brauði og kötturinn teygði sig letilega og malaði þar sem hann lá á steingólfinu. Þá brá skugga fyrir sólina, sem skein inn um gættina og An- drei Kuragin stóð á þröskuld- inum. Ég hafði ekki séð hann síðan á dansleiknum. Hann leit allt öðruvísi út í hversdagsfötunum, miklu yngri og laglegri. — Hvar er allt fólkið? spurði hann. - - Ég er að leita að Jean Renard. — Þau fóru til klaustursins í Kustevo. svaraði ég. — Og þér fenguð ekki að fara með. — Ég verð að líta eftir Paul. — Já, ég verð að hitta hann, ég hef ekki séð hann ennþá. Marya segir að þér hafið gert kraftaverk hvað hann snertir. — Það er orðum aukið, sagði ég. Ég lagði frá mér sleifina, sem ég hafði gripið á eldhúsborðinu og gekk út úr eldhúsinu. Hann fylgdi mér eftir og þegar við komum fram í forsalinn, lagði hann höndina á öxl mína. — Bíðið andartak, ungfrú Weston, ;— eruð þér reið við mig? — Reið? Hvers vegna ætti ég að vera reið? •— Það lítur út fyrir það. Stríðnisbros lék um varir hans. Já, ég er reið, hrökk út úr mér. — Er það svo undar- legt? Þér nörruðuð mig. Létuð mig halda að þér væruð allt annar maður, aðeins til að gera gys að mér . . . niðurlægja mig . . . Það var ekki rétt, það var hreinlega andstyggilegt. — Ég hafði mínar ástæður, ég varð að fá að vita hvers konar manneskja þér voruð. Mér þykir mjög vænt um Paul. — Jæja, er það nú rétt? Og eftir það sem þér gerðuð barn- inu? Svipur hans breyttist, brosið hvarf, það rifaði rétt í augun og munnsvipurinn varð hörku- legur. Þegar hann talaði var rödd hans háskalega lágvær, en hann hafði fullt vald á henni. — Trúið þér því sem sagt er? — Ég veit það ekki. Eg varð allt í einu hrædd við hann. — Nei, líklega geri ég það ekki, það er ekki hægt að trúa slíku um nokkurn mann. En þú ert samt sekur, hróp- n 23.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.