Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 28
skjóli fyrir norð- og norðaust- anáttum, og veit mót sólu. Suð- vestan við skólann er íþrótta- húsið, tengt íþróttasvæði bæj- arins. Gert er ráð fyrir að íþróttahúsið verði einnig til af- nota fyrir bæjarbúa. Ofan við heimavistarbygginguna er gert ráð fyrir íbúðum starfsfólks kennara. Aðalaðkoma að skóla og heimavistum er frá hraðbraut- inni, fyrst í stað frá Torfnes- vegi. Við gerð teikningar lágu áætlanir byggingardeild- ar menntamálaráðuneytisins til grundvallar. Byggingarnefnd Menntaskóla ísafjarðar skipa: Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari, Jón Páll Hall- dórsson og Gunnlaugur Jóns- son, allir frá ísafirði. Hversu margir nemendur er gert ráð fyrir að búi í heimavistunum? — í heimavistum er gert ráð fyrir að búi hundrað og fimm- tiu nemendur, hundrað og tuttugu í tveggja manna her- bergjum og þrjátíu í eins manns herbergjum. Nú er það ljóst að nemendafjöldi er sí- breytilegur, hvað snertir fjölda pilta og stúlkna svo og fjölda í einstökum bekkjardeildum, misstórir árgangar. Hinar hefð- bundnu karla- og kvennavist- ir geta ekki með góðu móti leyst þessar síbreytilegu þarf- ir og var því ieitað að nýjum leiðum. í stað fjöldavista er sótzt eftir fámennari heima- vistum, þar sem svipmót heim- ilis er ríkjandi. í heimavistar- byggingunni fullbyggðri verða fjórtán heimavistareiningar átta til tólf manna — „komm- únu“vistir. Þrjár gæzlutnanna- íbúðir (kennarar) eru í heima- vistinni, auk þess íbúð mat- ráðskonu, gesta- og sjúkraher- bergi. Á hverri heimavist eru auk herbergja sameiginleg setustofa, smáeldhús og snyrt- ing. Höfuðáherzla er lögð á að heimavistir séu kyrrlátar og er því enginn gegnumgangur um heimavistir. Byggingin er tvær hæðir auk kjallara. í kjallara er aðalumferðargahg- ur innanhúss milli heimavist- areininga og til og frá mötu- neyti og skóla. Heimavistirnar eru á mið- og efstu hæð. Inn- gangar eru frá skólatorginu að hinum ýmsu heimavistarein- eingum. Og mötuneyti? Það er í heimavistarbygg- ingunni næst skólanum. Þar er borðsalur fyrir um hundrað og fimmtíu manns. Borðsalurinn er með sjálfsafgreiðslufyrir- komulagi. Tengt borðsainum er leik- og setustofa. Úr borðsaln- um er útsýni yfir bæinn og norður á Snæfjallaströnd hand- an við Djúp. Hvað um aðra þjónustu- aðstöðu fyrir nemendur? —- Verzlun, rekin af nem- endum, er í forsal mötuneytis en þar verða til sölu helztu matvæli fyrir heimavistina — kaffi, mjólk, brauð og fleira. Verzlunin er tengd aðaleldhúsi og er hugmyndin sú að öll kaup verzlunarinnar sé við að- aleldhús matráðskonu. Mötu- neytiseldhúsið' er tengt borð- sal en á neðstu hæðinni er vöruaðkoma, aðgerðareldhús, kæli- og frystigeymslur auk þvottahúss og fleira. Eins og áður ségir er nemendagangur á neðstu hæð heimavistarinn- ar, en þjónar einnig þeim til- gangi að vera leiðslugöng. Sam- hitun er fyrir allar byggingar Menntaskóla ísafjarðar og er hitahús og spennistöð byggt við norðurhorn heimavistar- byggingarinnar. Leiðslugöng og nemendagangur er einnig milli heimavistar og skóla. í aftakaveðrum geta nemendur þvi farið innanhúss milli heimavista og skóla. Reiknað er með að hluti nemenda sem búa úti i bæ borði í mötuneyti skól- ans. Á neðstu hæðinni er einnig aðstaða fyrir tómstundastörf —- borðtennis, myndlist, ljós- myndaaðstaða, poppherbergi og svo framvegis. Auk þess tösku- og skíðageymsiur. Þá er einnig aðstaða fyrir nemenda- félög skólans, fundarherbergi, skjalageymsla og fleira, tengt inngangi sem snýr að bænum, til sameiginlegra nota fyrir alla nemendur skólans. — Er ef til vill haft í huga að heimavistin geti komið að notum sem hótel að sumarlagi? — Já, það var haft í huga frá upphafi við gerð teikninga, og á sú breyting — það er að segja úr heimavist í hótel — að geta farið fram án nokkurs aukakostnaðar. Gangaskilrúm, sem aðgreina heimavistarein- ingar, eru þá opnuð svo að sam- felldur gangur myndast á hverri hæð. Þá er verzlun skól- ans breytt i afgreiðslu su'mar- hótels. Einnig er líklegt að fjölskyld- ur, ein eða fleiri, óski eftir að búa í heilli heimavistáreiningu, átta manns með sér setustofu og eldhús. Hugmyndin um fyrsta flokks hótelherbergi með baðherbergi samrýmast ekki Framhald á bls. 44.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.