Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 18
Suður-Múlasýsla varð Framsókn- arflokknum öruggt virki i árdögum hans. Sveinn Ólafsson i Firði hófst Jjar til eftinninnilegra áhrifa 1916 eftir nokkrar harðar hvltur og var þingmaður liéraðsins langa tíð. Ingvar Pálmason útvegsbóndi á Norðfirði varð svo sainfylgdarmað- ur Sveins sem þingfulltrúi Sunn- mýlinga 1923 og allt fram að kosn- ingunum 1933. Þá lagði Sveinn frá .sér vopnin og gekk til hvílu sjón- dapur, heyrnardaufur og ellimóð- ur, en Evsteinn Jónsson valdist eft- irmaður Iians. Þóttu kosningaúrslit í Suður-Múlasýslu engum tíðindum sæta allt til kjördæmahreytingar- innar haustið 1942, er upp voru teknar hlutfallskosningar i tví- menningskjördæmum. Þá vonaðist Sjálfstæðisflokkurinn til að hreppa seinna Jjingsætið, en Ingvar og Ey- steinn héldu báðir velli. Sjálfstæð- ismenn fóru brakfarir Jjar um slóð- ir, en nú bar svo við, að Sósíalista- flokkurinn lióf stórsókn á Jjessum austurvígstöðvum stjórnmálabarátt- unnar undir forustu Lúðvíks Jós- efSsonar kennara á Norðfirði. Hún hélt svo áfram í kosningunum 1946. F'ramsóknarfJokkurinn bar ]}á úr hýtum 1296 atkvæði í liéraðinu, en SósialistafJokkurinn kom mjög á óvart og lilaut 714. Þingmenn Sunn- mýlinga urðu J)ví Ingvar Pálmason og Lúðvik Jósefsson, en Eysteinn Jónsson iá kylliflatur á pallinum. Eysteinn liélt J)ó enn til þings, J)ar eð Elli kerling bannaði Ingvari Pélmasyni lieimanför. Var einsýnt, að F'rams(’)knarflokkurinn yrði að ieggja Eysteini tiJ nýjan baráttufé- laga i næstu kosningum. Kom þá röðin að ViJhjálmi Hjálmarssyni á Brekku í Mjóafirði að reyna sig. Oft hefur skeiðvöllurinn reynzt honum sleij)ur, en Vilhjálmur læt- ur ekki skelli á sig fá. Hann rís upp ótrauður eftir liverja byltu og kej)j)- ir áfram að settu marki. Vilhjálmur Hjálmarsson er Mjó- firðingur að ætt og uppruna og fæddist að Brekku 20. september 1914, sonur Hjálmars Vilhjálmsson- ar bónda þar og konu lians, Stef- aníu Sigurðardóttur, og er aust- firzkt kyn bans auðrakið aftur í aldir. Ólst ViJlijálmur upp með for- eldrum sínum á Brekku og vandist húskap og öðrum algengum störf- um. Hann stundaði nám í héraðs- skólanum á Laugarvatni og laulv prófi J)aðan 1935, en gerðist síðan hóndi ó föðurleifð sinni og hefur jafnframt verið kennari í Mjóafirði langl áraskeið. Kveður mjög að hon- um sem hújægni og félagshvggju- manni. Hefur liann setið i lirepps- nefnd átthaga sinna frá 1946, en verið oddviti frá 1950 og sýslunefnd- armaður frá 1962. Hann er og í forustusveit islenzku hændasamtak- anna og J)vkir hvarvetna nýtur. Vilhjálmur á Brekku skij)aði fjórða sæti á framboðslista Fram- sé)knarflokksins í Suður-Múlasýslu við lvosningarnar 1946, þegar Ivy- steini Jónssyni hlekktist á. Béðst hann i annað sæti listans við kosn- ingarnar 1949, en Evsteinn J)okað- ist í öndvegið í stað Ingvars Pálma- sonar. Vegnaði Evsteini og Vil- hjálmi næsta vel. Framsóknar- flokkurinn fékk 1414 atkvæði í Suð- ur-Múlasýslu og l)áða þingmennina i sinn hlut, en Sósíalistaflokkurinn hlaut 651 atkvæði, og Lúðvik Jós- efsson vai’ð að láta sér nægja að heita landskjörinn. Sigling Evsteins og \Tillijólms varð þó enn glæstari i kosningunum 1953. Reyndist fylgi þeirra 1497 alkvæði, en Lúðvik Jós- efsson varð að sadta sig við aðeins 629. Hugðu flestir, að Framsóknar- flokkurinn væri úr allri hættu aust- ur ])ar, en veðraskijdi revndust samt í nánd. Laut Vilhjálmur i lægra haldi í keppninni við I.úðvik Jósefsson í kosningunum 1956, ])é) að mjóu immaðii J)ar eð atkvæði Framsóknarf lokksins í sýslunni töldust 1528, en AlJ)ýðubandalags- ins, eins og Sósialislaflokkurinn hél J)á orðið, liins vegar 771. Vilhjálm-. ur sigraði aftur á móti Lúðvik með nokkrum vfirburðum við kosning- arnar sumarið 1959, en hlapt að víkja um haustið fvrir |)aulsætnum og rúmfrekum samherjum, er rig- héldu í mannvirðingar sínar. Varð hann að una fimmta sæti á fram- boðslista flokks síns i Austurlands- kjördæmi og sjá af þingmennsk- unni. Vilhjálms hiðu sömu örlög við kosningarnar 1963, J)ó að hann klifr- aði upp i fjórða sæli framboðslist- ans, en 1967 gafsl bonuni hnossið 18 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.