Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 45

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 45
AKRA smjörliki iallan rDaglegar neyzluvörur, svo sem sykur, salt og hveiti eru ávallt til á heimilinu. Sama máli gegnir um smjörlíki. Reynslan sýnir, ad vinsceldir AKRA fara vaxandi. r og mat AKRA smjörlíki hardnar ekki í ísskáp - brádnar ekki við stofuhita - sprautast ekki á pönnunni. 70 Fœstar húsmœður láta sig tegund sykurs eða salts nokkru skipta, en þegar smjörlíki er keypt, þá gegnir öðru máli. Þá er beðið um það bezta. Fleiri ogfleiri húsmœður reyna AKRA og þar sem AKRA gefur góðan árangur biðja þœr aftur um AKRA. Einu sinni AKRA og svo aftur og aftur SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF. UMBOÐSMENN: JOHN LINDSAY, SÍMI 26400, KARL OG BIRGIR, SÍMI 40620 o v AKRA smjörlíki er vítamínbœtt með A- og D- vítamínum. standa, þegar hann talar um stjórnmálaskoðanir Andreis, sagði Kunitsky barón, sem sat við hliðina á Natösju. Verka- menn mínir neita að vinna í naglaverksmiðjunni þangað til ég læt kalka veggina og sópa gólfið. Þeir kvarta yfir lykt- inni, en þeirra eigin kofar þefja svo að jafnvel geiturnar þola ekki við. — Það yrðu kannski betri vinnuafköst ef aðbúnaðurinn væri betri, sagði Dmitri rólega, en Kunitsky baðaði út höndun- um. —- Ég veð ekki í peningum. Hvað vilja þeir fá? Marmara- gólf og skrautleg ljósker. Þeir eru alltaf að tala um einhvern rétt . . . ja, svei. — Andrei heldur því fram að bændurnir hafi sál alveg eins og við og að þeir ættu að vera frjálsar manneskjur, sagði Natasja. — Það eru þessir ungu menn, eins og mágur yðar, sem eru undirrótin að öllum vandræð- um okkar, sagði einn gestanna, —• uppreisnarseggir, sem lesa alltof mikið og halda sig geta breytt heiminum á fimm mín- útum. Hann hefur jafnvel stofnað skóla. Ef þeim er kennt að lesa, þá líður ekki á löngu þangað til byltingin dynur yf- ir okkur! — En menntun er aldrei til einskis og við bræðurnir erum sammála á því sviði, sagði Dmitri með óvenjulega ákveð- inni rödd. — Það eina sem ekki er al- ger sóun hvað þá snertir, er svipan, sagði Kunitsky. — Ég hef látið taka nokkra óróa- seggi, til að sýna þeim hver það er sem ræður. Einn þeirra dó, ábyggilega af hreinum ótuktarskap og illvilja, það er ég viss um. Ég fyrirskipa al- drei meira en þrjátíu högg, það er ekki hyggilegt að berja þá lengur, þeir eru þá svo lengí frá vinnu . . . Það var reglulegur léttir, þegar við gátum staðið upp frá borðum. Þetta kvöld lá ég lengi vak- andi. Ég hugsaði um Andrei. Maður verður varla ástfangin af manni sem maður þekkir ekki, ókunnum manni, sem þess utan elskar aðra konu. Hvers vegna leið mér þá svona? Hvers vegna gat ég ekki gleymt bláum augum hans, sem ýmist voru full af stríðni eða blíðu, viðkvæmnislega munninum og fallegu brúnu höndunum, sem komu mér til að titra ef þær snertu við mér. Það var næsta dag sem ég fann fallega græna kjólinn minn í tætlum, þegar ég kom heim af morgunreiðinni. Ein- hver hafði tekið hann úr klæða- skápnum og rifið hann í sund- ur. Ég varð alveg dolfallin, ein- hver ísköld tilfinning læddist að mér. Þetta var svo and- styggilegt verk og fullt vonzku að ég gat hreinlega ekki ímynd- að mér hver hefði getað feng- ið sig til þess. Natasja . . . vegna þess að ég hafði um stund átt leyndarmál með An- drei? Eða Bertha, herbergis- þernan hennar, sem var hund- trygg við Natösju og njósnaði um allt heimilisfólkið? Nokkrum dögum síðar sendi Marya mér skilaboð um að hún ætlaði í skógarferð með börn- in úr skólanum og spurði hvort ég vildi ekki koma með Paul. Heyuppskeran var byrjuð og þegar við Paul riðum til mót- staðarins, sáum við Andrei Kuragin í broddi fylkingar bænda með ljái. Hann var nak- inn að mitti eins og bændurnir og húð hans var gullinbrún og hann hreyfði ljáinn af mikilli leikni. Paul gat varla beðið eftir því að komast af baki, svo hann gæti hlaupið til frænda síns. Ég settist í grasið hjá Maryu. Við töluðúm um allt sem hafði skeð að undanförnu, en ég varð fljótlega syfjuð af hitan- um og suðinu í flugunum. É'g lagðist á teppið, sem Marya hafði komið með, og horfði upp í himininn. Ég hlýt að hafa sofnað, því ég vaknaði þegar stríðin fluga kitlaði mig í vörina. Nei, það var ekki fluga, heldur var það Andrei, sem dró strá yfir and- litið á mér. — Yður hlýtur að hafa dreymt eitthvað skemmtilegt, þér brostuð í svefninum, sagði hann stríðnislega að venju. Ég settist upp og augu okkar mættust. Nokkuð í burtu sá ég Maryu leika við börnin, eng- inn var nálægt. Mig langaði til að rétta út höndina og strjúka honum um kinnina. Ég var hálfrugluð í höfðinu af hitan- um, svefninum og blámanum í augum hans . . . Svo rofnuðu þessir töfrar. Ég sá að svipur hans breyttist og ég leit í sömu átt og hann. Opin léttivagn stóð við veginn en yfir engið kom Natasja gangandi. Hún var svo fögur að mér varð hálf illt. Hún var í hvítum mússi- línskjól, með knipplingasólhlíf og svarta hárið var bundið í hnút upp á hvirfli. Jean var í fylgd með henni, glæsilegur að vanda. Mér leið hálfilla vegna þess hve reiðfötin mín voru krumpuð og rykug og hár mitt úfið. — Mademoiselle, þér gleym- ið yður alveg, sagði Natasja og gekk beint til mín. — Yðar staður er hjá Paul. Viljið þér sækja hann strax og fara heim með hann. Það er orðið fram- orðið, hann gæti fengið hita. — Láttu drenginn vera, Na- tasja, sagði Andrei. — Geturðu ekki unnt honum þess að leika sér svolítið með öðrum börnum? — Það mátti búast við að þú segðir þetta. Rödd hennar var bæði hörkuleg og ögrandi. — Hvað ertu að reyna að sýna 23. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.