Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 47
FAVRE LEUBA sea raider NÝTT FORM STERKLEGT OG FALLEGT Sjálfvinda Sýnir mánaT)ar- og vikudag 36000 sveiflur á klukkustund Vatnsþétt aö 50 metra dýpi Zilvaldar siúdentagiafir KORNELÍUS, SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 FAVRE-LEUBA Genéve Og nú þarfnaðist ég hennar meir en nokkru sinni áður. — Á ég eða á ég ekki? spurði ég. Mamma svaraði engu. Var hún að yfirgefa mig í neyðinni? Augu mín staðnæmdust við gyllta letrið á köldum marm- aranum. — Rosemarie Helensee, sagði ég. —• Ég veit, hversvegna þú gerðir það. Ef þú segir ekkert núna, veit ég, að þú vilt láta mig halda áfram á sömu braut. Ég hlustaði í kyrrðinni. Þögn- in var samþykki... hún var meira ... hún var skipun. Ég hlýddi og hélt áfram eftir veg- inum. Fyrstu býflugur ársins suðuð allt í kringum mig og það heyrðist skrjáf í skóginum þar sem Timo dó. Til þess var ég einmitt komin: að heyra skrjáfið í laufinu — þetta reyndi ég að sannfæra sjálfa mig um. Mig langaði hvorki að sjá nýja eigandann né Wendell- ing, né heldur grasblettina þar sem pabbi lék sér við mig — heldur ekki ókunnugu hestana í hesthúsunum — nei, aldrei! Mig langaði aðeins að hlusta á skóginn tala, anda að mér ilmi hans og ganga eftir lyngvöxn- um stígunum. Mér datt í hug, að þá mundi mér kannski eitt- hvað létta. Á heimskulegum stundum datt mér öðru hverju í hug, að sárin gætu lokazt. Þegar ég gekk í áttina að dyra- varðarbústaðnum, gelti hundur -— fjandsamlegur hundur! Hér var ég aðskotadýr. En annars virtist allt óbreytt. Framdyrn- ar voru opnar, en ég hrindi bjöllunni. Gamall maður kom fram í forsalinn, en í hálfrökkr- inu, sem þar var, gat ég ekki séð almennilega framan í hann Ég sá hann hrökkva við og síð- an reika til baka. Hann fórnaði höndum í skelfingu, klóraði hálsinn á sér, rétt eins og snara væri um hann, og stóð síðan grafkyrr. — Greifadóttir! æpti hann. Orðið dó út á vörum hans og það heyrðist hrygla í hálsinum á honum, og hann féll í öngvit, svo að höfuðið á honum lamd- ist við gólfið. Nú féll birtan á bláleitt andlitið á honum, en það var engin þörf á því. Alla mína ævi hafði aðeins einn maður kallað móður mína greifadóttur. Hann var forn- gripur frá bernsku hennar, sem hún hafði tekið með sér þegar hún giftist — einskonar hluti af heimanmundinum hennar. Ég kraup á kné hjá gamla mann- inum og hrósaði happi, að ég skyldi kunna til hjúkrunar. Ég kunni það litla, sem hægt var að gera. — Frú Weber! kallaði ég. — Frú Weber! Dyr opnuðust uppi á lofti og svo var hlaupið niður stigann. — Flýttu þér að ná í lækni! Maðurinn þinn hefur fengið að- svif. En þegar læknirinn kom á vettvang, var Weber dáinn. Mér var sagt, að hann hefði verið með hjartasjúkdóm, árum sam- an, og ég frétti, að nýi eigand- inn að Wendelling hefði tekið hann í vist, og hann hefði hald- ið áfram við verk sitt, eins og áður, en hefði aldrei verið jafn- góður eftir að mamma dó. Hann hafði fengið dálitið kast, árinu áður, og reynt hafði verið að forðast, að hann kæmist út úr jafnvægi. Hversvegna hann hafði fengið svona snöggt kast, var enn á huldu, því að hann hafði verið með skárra móti í seinni tíð og ekki reynt neitt teljandi á sig. Ég hringdi til Roberts til þess að segja honum, að ég mundi tefjast lengur en ég hafði gert ráð fyrir, og beið svo eftir jarð- arförinni. Ég afþakkaði gist- ingu í kastalanum, en hafðist við í dyravarðarbústaðnum, þar sem mér hafði svo oft þótt gaman að vera, þegar ég var krakki. Ég sá mörg ókunn and- lit við jarðarförina, eins og í þoku, en ég sá greinilega krans- inn frá frú Weber. Á honum var borði með áletruninni: „Til elsku Bernd míns — hinzta kveðja“. Ég sat hjá frú Weber í betri stofunni hennar, löngu eftir að síðustu gestirnir voru farnir. Við drukkum vín og hún flóði öll í tárum. —• Hann var góður maður, ungfrú Vera, "snökti hún, og bætti við: — Hvað verður nú? Hvað verður af mér? Hvað gerir fólkið við mig? Hún benti þumalfingri um öxl sér, í átt- ina til Wendelling-hallarinnar, með óvirðingar — og næstum fjandsamlegum svip. — Frú Weber, sagði ég, — þú segir mér, að maðurinn þinn hafi breytzt í seinni tíð. Hvern- ig það? Segðu mér frá því. — Hann náði sér aldrei eftir að móðir þín dó. Hann hafði þekkt hana alla hennar ævi og tilbað hana. Ó, guð minn góður, ungfrú Vera, allur sá sorgarat- burður reið honum að fullu. Hún snökti. — Hann var sorgbitinn, sagði ég, — en hvernig breyttist hann, hversvegna varð hann svo sjálfum sér ólíkur. Hvað áttu við? — Þú veizt, hvernig þetta er með gamalt fólk, ungfrú Vera. Hann var alveg utan við sig — vesæll, þrár, og stundum... Hún hikaði. — Já, stundum ... Haltu áfram. Ég hafði roðnað, en kannski var það bara víninu að kenna. — Hvernig var hann stundum? — Hvernig á ég að orða það? Hann var stundum skrítinn, rétt eins og hann væri ekki al- veg með öllum mjalla. Nú var hún líka orðin kafrjóð. — Hann sagði hina og þessa vitleysu, en það hlýtur að hafa stafað af veikindum hans. Hvernig tím- inn líður, ungfrú Vera! Hann Bernd minn var áður svo sterk- ur, heilbrigður og kátur. Ég get fullyrt, að hann lagði aldrei öf- ugt orð til neins manns. Og nú fór hún aftur að gráta. — Og hvaða vitleysu sagði hann? Nú var æð tekin að hamra við gagnaugað á mér. — Hann sagði, að greifadótt- irin væri saklaus og dómararnir fábjánar. Hann var vanur að hrista höfuðið og segja: — Bertha, þeir hafa enga hug- mynd um þetta. Þetta sagði hann, enda þótt málið lægi ljóst fyrir. Fyrirgefðu mér — hún varð agndofa yfir sinni eigin dirfsku — fyrirgefðu mér, það var enginn vafi , á því, enda þótt hann vildi aldrei trúa því. Hann sagðist þekkja greifa- dótturina sína. Hann gat ekki skilið, að hún hefði gert þetta 23. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.