Vikan


Vikan - 08.06.1972, Page 33

Vikan - 08.06.1972, Page 33
ROOF TOPS -PLATA Á LEIÐINNI OG GUÐMUNDUR HAUKUR VINNUR AÐ LP Tveggja laga plata með Roof Tops er væntanleg á markað- inn á vegum Fálkans innan skamms. Heitir annað lagið „Eitt lítið tár“ og er eftir Guð- mund Hauk, söngvara hljóm- sveitarinnar — lítið og fallegt lag — hitt „Lífið er leikur“, eftir Vigni Bergmann, mjög hressilegt rokklag. Báðir text- arnir eru eftir Guðmund Hauk. Plata þessi var náttúrlega tek- in upp í stúdíói Péturs Stein- grímssonar og þegar þetta er ritað, í byrjun maí, er upptak- an komin til London í pressu, þannig að platan sjálf ætti að vera að koma á markaðinn. Ber að fagna því, að plata með Roof Tops sé væntanleg og ef til vill getur hún orðið til að ýta aðeins undir þá félaga, en eins og menn vita, þá hefur heldur lítið heyrzt frá þeim undanfarið og hefur því jafnvel verið haldið fram, að þeir — Roof Tops — væru alveg „dottnir uppfyrir". Ekki er ég kominn til með að viðurkenna það, því nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir, að á meðan Roof Tops er ekki atvinnumanna- hljómsveit, er ekki hægt að gera jafn miklar kröfur til þeirra og annarra, ss. Trúl^ots, Náttúru, Svanfríðar, íscross og sjálfsagt einhverra fleiri. En annars er aldrei að vita hvað verður um Roof Tops í nánustu framtíð... Þá er Guðmundur Haukqr, söngvari Roof Tops, að vinna að LP-plötu um þessar mundir, og verður allt efni plötunnar, lög & textar, eftir hann sjálfan. Guðmundur ætlar sér að syngja allt sjálfur en fá síðan með sér einhverja „session-menn“ til að spila það sem hann spilar ekki sjálfur, en eins og áður hefur komið fram í þessum þáttum, þá er Guðmundur liðtækur píanó- og orgelleikari; reyndar var hann orgelleikari með gömludansatríói áður en hann fór að syngja með Dúmbó í eina tíð. Guðmundur Haukur bauð mér einhverntíma að koma og hlusta á eitthvað af því sem hann hafði gert til að setja á plötuna; var hann þá búinn að syngja það inn á segulband og spila sjálfur undir á ýmis hljóð- íæri. Auðvitað var sú upptaka hvergi nærri því að vera full- komin, en þó fullvissaði hún mig um, að á plötu Guðmund- ar verður margt mjög skemmti- legt. „Ég er sjálfur nokkuð ánægð- ur með þetta,“ sagði Guðmund- ur. „Mér þykir þetta skemmti- legt og hefur þótt mjög gaman að vinna að þessu. Ef fólk fæst svo til að hlusta á þessa plötu, þá tel ég markmiði mínu hafa verið náð.“ En hvaða markmiði stefndi Guðmundur þá að? „Að gera fólk hamingjusamt. Þetta eru fyrst og fremst meló- díur og lítið í kringum þær og ef fólk fæst til að hlusta á þetta með jákvæðu hugarfari, þá verð ég ánægður. Þetta er allt mjög létt og ég held að þarna sé lítið sem ætti að fara í taug- arnar á fólki. Auðvitað er til fólk sem vill ekki nema eitt- hvað ákaflega þungt og flókið, en ég er nú einu sinni fyrst og fremst rokkari og það er nátt- úrlega það sem platan ber með sér.“ Guðmundur Haukur vinnur nú að sólóplötu. Hann er að aðalstarfi gagn- fræðaskólakennari í Kópavogi, en það eru félagar hans í Roof Tops sem hann er hér að lesa yfir hausamótunum á. 23. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.