Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 4
f Hvað er verið I að skamma mann? Tru þetta ekki Sommer-teppiii v frá Litaveri sem þola allt?Jp . nirh,i' ~';i‘ Teppin sem endastendast og endast á stigahús og stóra gó ffieti Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, síslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppjn hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. LITAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 PÓSTURINN Þegar hann segir hæ Kæri Póstur! Mig hefur oft langað að skrifa þér en ekki lagt í það. En nú ætla ég að gera það. Ég er agalega hrifin af strák, og ég hef verið með honum tvisvar. En ég er svo feimin við hann, bara hann. Ég verð alveg lömuð þegar hann segir hæ, og ég get ekki sagt meir, og þá fer hann. Og það fór svo að ég þorði ekki að tala við hann á balli, og þá var mér sagt að hann héldi að ég vildi ekki þekkja sig. Og var hann þá með stelpu, sem er alltaf með mér og vinkonu minni. — Þetta er yndislegur og fjörugur strákur og tók hún honum þó hún viti að ég er alveg að deyja úr ást. Og nú hata ég hana út af lífinu. Hún er alltaf með hon- um þar sem ég er. Hann heldur að ég sé reið og ég þori ekki að tala við hann. Elsku Póstur, getur þú sagt mér hvað ég á að gera. Á ég að reyna að hætta að hugsa um hann, eða á ég að tala við hann? Ég er svo hrædd um að við verðum óvinir. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Það er skiljanlegt að þú sért ill út í vinkonu þína, en flest fólk er nú einu sinni svona, eigin- gjarnt og frekt, sérstaklega þó hvað snertir viðskiptin við hitt kynið. Það eina sem þú getur gert er að stæla þig upp og ná úr þér feinVninni. Reyndu að auka sjálfstraust þitt með því að ná árangri á einhverju sviði, þá skulum við sjá hvort feimnin dvínar ekki af sjálfu sér. Þá er ekki að vita nema þú getir náð í strákinn aftur — ef þú hefur þá ennþá áhuga á honum. Skriftin bendir til þess að þig vanti sjálfstraust og fótfestu í lífinu. Fiskar og Ijón Kæri Pósfur! Við þökkum þér innilega fyrir allt gamalt og gott. Við erum hér strákur og stelpa (á föstu) og okkur langar til að vita hvernig fiskarnir og Ijónið fara saman. Með fyrirfram þökk. Skötuhjúin. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Fiskar og Ijón fara ekki vel sam- an. Þau skilja hvort annað oft- ast illa og sjaldan skapast með þeim gagnkvæm samúð. Skriftin er heldur snotur, en úr henni má lesa að þú sért svo- lítið fljótfær og ef til vill ekki laus við taugaóstyrk. Þegar ég var full Kæri Póstur! Ég hef skrifað þér áður en ég er hrifin af strák sem ég á svo- lítið vont með að kynnast. Hann heitir Sigurjón og er sextán ára en ég er fjórtán ára, á fimmt- ánda ári. Ég hef einu sinni talað við hann og það var þegar ég var full. Hann hvorjd reykir né drekkur en ég ætla mér alltaf að hætta og það gengur vel. — Hvernig fara tvíburinn og sporð- drekinn saman? Hvað lestu úr skriftinni, er hún slæm? Láttu þatta litla bréf ekki lenda í ruslakörfunni. R. H. Fyrst þér gengur vel að hætta að reykja og drekka skaltu fyrir alla muni hætta því fyrir alvöru: þú ert langtum of ung fyrir svo- leiðis. Ef þú hefur annars áhuga á Sig- urjóni þeim sem þú minnist á, þá er ekki óliklegt að þér gangi betur við hann ef þú afleggur drykkjuskapinn með öllu. Fyrst hann er frábitinn eiturlyfjum (tóbak og áfengi eru að sjálf- sögðu ekkert annað) sjálfur, er ekki von að hann hafi áhuga á smástelpum sem lagztar eru í svoleiðis. Tvíburi og sporðdreki eiga ' oft gott með að vinna saman, sér- staklega ef um er að ræða sam- eiginlegt áhugamál sem ekki beinlínis tilheyrir því hversdags- legasta. En báðir hneigjast þeir mjög til gagnrýni og mega gæta þess að espa ekki hvor annan upp með því móti. Skriftin er heldur grófgerð og ekki gott að lesa neitt úr henni. 4 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.