Vikan


Vikan - 08.06.1972, Side 37

Vikan - 08.06.1972, Side 37
Vennant. — Finnið hann....! Er það kannski ekki ykkar verk að finna hann? Ég vil láta ganga frá þessu...og réttarhaldinu. ..og honum George Home, fyrir fullt og allt. — Vennant! sagði Merlin hvasst. — Hvort sem þér viljið vin yðar lifandi eða dauðan, þá væri yður betra að gæta tungu yðar. Svona lagað langar engan mann að heyra og yður er hollast að þegja. Vennant hleypti brúnum, en svo róaðist hann ofurlitið. — Afsakið, sagði hann, — en þetta fer svo i taugar manns, meðan þvi er ólokið. Mig langaði bara að vita, hvort þið vissuð nokkuö meira, áður en ég fer yfir i Önnuþorp. Það er markaðsdagur og ég verð ekki kominn aftur fyrr en klukkan eitt i nótt. Ég vildi nú bara spyrjast fyrir, það var allt og sumt. Svo steig hann á bak og reið burt án þess að segja meira. — Skrýtinn náungi, þetta, sagði fulltrúinn, eins og við sjálfan sig. — Hann er vist meira á hestbaki en nokkur annar i héraðinu — riður þessar átta milur á markaðinn i önnuþorpi, annanhvorn fimmtudag. — Hann er fljótari þannig, afþvi að hann getur riðið yfir sina eigin akra og gegn um skóginn til að komast á veginn. — En hvað er hann að gera þar til klukkan eitt á nóttu? spurði ég. — Ég veitnú ekki annað en það, sem ég hef heyrt, sagði fulltrúinn, — og ætti ekki að endurtaka það, stöðu minnar vegna. Hann drekkur talsvert og svo er sagt, að hann eigi sér eitthvert kvenfólk þarna i þorpinu. — Já, hann er ofsafenginn, sagði Merlin og hristi höfuðið. — Bæöi i höfðinu, hjartanu og höndunum! — Ofsafenginn! endurtók fulltrúinn. — Já, en hann er nú jafnframt sterkur fyrir. Aldrei færi Vennant að fleygja sér i vatnspytt! Við gengum yfir i Vindmylluna þegar við vorum orðnir lausir við lögreglumennina. — Mér dettur i hug, sagði Merlin á leiðinni, — mér dettur i hug, þegar ég er þegar búinn að missa af bezta tækifærinu, að það gæti samt verið gagnlegt að lita dálitið betur á húsið. Frú Finch var að taka saman föggur sinar og ganga frá húsinu áður en hún færi til systur sinnar i Widnam. Lyklana ætlaði hún að afhenda lögreglunni. Ekki hafði enn fundizt neinn erfingi eða skyldmenni, og trúlegast var, að salan á húsinu mundi ekki gera betur en nægja fyrir skuldum dánarbúsins. • — Haldið þér bara áfram, frú Finch, og hugsið ekkert um okkur. Við ætlum bara að svipast svolitið um, sagði Merlin. Á neðri hæöinni var ekki nema eitt herbergi, sem nokkurn áhuga gæti vakið. Það var stofan, sem Home hafði notað sem vinnustofu — litið, frekar skuggalegt herbergi, þar sem voru aðallega úreltar uppsláttarbækur og skrifborð með renniloki. Skúffurnar i skrifborðinu voru allar ólæstar og tómar, og liklega hafði Home sjálfur eða frú Finch eða lögreglan eða þá öll i félagi, tæmt þær. Að visu var i einni skúffunni hlutur, en ekki virtist hann vera mikilvægur. Þetta var auglýsing frá einhverjum sirkus, sem hafði lent upp fyrir skúffuna og var nú næstum limd við bakið. — Það var bara vegna þess, að ég dró skúffuna alveg út, að ég fann hana yfirleitt. Merlin snuggaði eitthvaðog stakk henni i vasa sinn. — Það er aldrei að vita, sagði hann. Beztu spæjarar vita það stundum ekki. Við fórum upp. Þar var ekki eins vandað til húsgagna, enda minna sýnt gestum. Svefnherbergið, sem Home hafði verið svo annt um, var afskaplega alvanalegt næstum fátæklegt. En i hinum herbergjunum var ekkert, sem yakið gæti eftirtekt okkar. En i loftinu uppi yfir stigagatinu var einhver hleri. Merlin náði ekki til hans nema standa valtur á handriðinu. Hlerinn var harðlæstur. Ég fór niður til frú Finch, til að biðja hana um lykil. Daglegt umhverfi er oft grátt og hversdagslegt. Það þarf ekki að vera og má í rauninni ekki. Mestum hluta ævinnar er eytt innan fjögurra veggja, heimilis eða vinnustaðar. Þess vegna skiptir miklu hvernig þeir líta út. Sama máli gegnir um allt annað umhverfi. Um- hverfið hefur áhrif á andlegt ásigkomulag. Það eru margar leiðir til að hafa bætandi áhrif á umhverfi sitt. Ein er sú að mála það í HÖRPU-LITUM. LÍF í LITUM ER ÁNÆGJULEGRA LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN HARPA EINHOLTI 8 23. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.