Vikan


Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 08.06.1972, Blaðsíða 17
bæta í keitukaggann, svo þar væri nóg, ef mikið veiddist og svo varð að vera nóg til hár- þvotta fyrir konurnar svo hárið fengi þennan þokkafulla gljáa. í keitunni losnuðu hárin úr skinninu og það varð mjúkt, og þegar það hafði verið fullverk- að, varð það eins og mýksta klæði.( Það var orðið næstum rokk- ið, þegar þau síðustu skriðu inn bæjargöngin, sem voru bæði löng og þröng. Það var engin hurð fyrir bænum og þessvegna höfðu þeir þessi löngu bæjar- göng, til að halda snjónum frá. Þau drógu hrygginn eftir þak- inu, þar sem lægst var. Inni var rýmra. Fyrir miðju var autt pláss, en umhverfis voru bálk- arnir, sem voru svefnstaðir fjölskyldnanna, sem í húsinu bjuggu. Fyrir framan hvern bekk var spiklampinn og logaði glatt og fyrir honum hékk hag- lega gerður steinpottur og sela- kjötið kraumaði matarlega. Minni kolur loguðu á víð og öreif, svo það var mjög bjart inni. Fólkið fór úr vosklæðunum og hengdi þau upp til þerris við spiklampann. Það var funheitt í húsinu af lömpunum og klæð- in myndu þorna fljótt. Loftið var þungt og innyflamengað og þau fóru úr hverri spjör og þau samkjöftuðu ekki á meðan, heldur ræddust við með fjör- legu skrafi. Brúnir og grannir líkamar þeirra glönsuðu. í bjarmanum frá eldunum. Konurnar voru naktar, nema þær báru smábieðil í skipting- unni, sem þó huldi ekkert. Bleðill þessi heitir nautit og er meira fyrir siðasakir. Karlarnir voru naktir, en höfðu um háls- inn. Það tekur langan tima að ganga þannig frá fötunum, að þau þorni, en harðni ekki. Ann- ars var fólkið verklaust. Hver fjölskylda var i sínum bálki. Þetta var svefnstaður þess, og þegar það svaf, hafði það fæt- urna útvið vegginn, en sneru höfðinu fram á rúmstokkinn. Undir bálknum var geymsla fyrir hvalskíði og húðir og am- boð, að ógleymdum keitukagg- anum. Bálkarnir voru klæddir hreindýraskinnum og sömu- leiðis veggurinn. Einn og einn bjarnarfeldur var þar líka á stangli. Hann var hvítur og mjúkur og hann var iika virð- ingartákn. Sá sem svaf við bjarnarfeld, hafði mætt augum bjarnsrins úti í ísnum. Selskjötið" kraumaði í pott- unum og konurnar liagræddu mosakveiknum öðru hverju. Spiklampinn var steinskál, sporöskjulöguð á að gizka 50 centímetra löng. Loginn brann hálfa leiðina eftir barminum. Konurnar hagræddu kveiknum öðru hverju, því loginn var við- kvæmur, var ýmist of stór, eða lítill, og þær tóku fram handa- vinnu sína, beinnálar og seymi. Nálin var hennar persónuleg- asta eign. Beinnál. Það hafði tekið margar vikur að gera þessa einu nál þannig úr garði, að með henni mætti sauma vantshelda sauma í húðir, þann saum er á þessum slóðum var undirstaða heillrar menningar og þjóðlífs. Aðrar stugguðu við skinnunum í keitukagganum og lauguðu hár sitt. Það myndi í kvöld gljáa svo fagurlega og ilma svo þekkilega íyrir karl- manninn. Börnin þögðu. Á daginn voru þau oft hávær og grétu mikið og létu óhemjulega, en á kvöld- in voru þau stillt og eftir því sem þau sögðu færra, stækkuðu augu þeirra, eins og barna er vandi. í kvöld myndu þau aft- ur sofna södd og þau létu fara vel um sig og hjúfruðu sig hvert að öðru milli skinnfeld- anna. Það bar oft til um þetta leyti dags, þegar einhver var gest- komandi, að sagðar voru sögur af voveiflegum atburðum og dularfullum öndum í fjöllun- um, og fólkið hlustaði högg- dofa. Oft hafði það heyrt þess- ar sögur sagðar áður. Þúsund sinnum hafði það heyrt þær, en einsog það gat ávallt virt fyrir sér hafísinn i nýrri undr- un, þá var sagan ávallt ný og hún tók sál þess úr dimmum augunum og bar upp á fjöll og firnindi, eða út í brimísinn, þar sem nornin Tornarssuk ropaði undir og sópaði saman öllum marhnútunum og selunum og Framhald á bls. 42. 23. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.