Vikan


Vikan - 21.09.1972, Page 4

Vikan - 21.09.1972, Page 4
Teppin sem endast, endast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppin eru úr nælon. ÞaS er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, síslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppjn hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járrvbrautarstöðvum Hvrópu. VI8 önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góSa greiSsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. GRENSÁSVEGI 22-24 SÍjMAR: 30280 - 32262 P@STURINN Skammarbréfi mótmælt Blessaður Póstur! Ég vil eins og flestir byrja á að þakka fyrir mjög gott efni, þó að þessi „M-16" hafi sagt, að þið séuð uppiskroppa með efni. Sú var aldeilis dónaleg! Það er ég viss um, að það eru fleiri en ég, sem hafa ekkert út á Vikuna að setja. Hún hefur verið keypt hér heima, síðan ég fór fyrst að grúska í blöðum, svo að ég veit hvað ég er að segja. En það hafa víst ekki allir sama smekk — sem betur fer. Þessi „M-16" hefur lítið gaman eða réttara sagt lítið vit á gríni og gamansemi, því að Henry er alveg í sérflokki. Ég held, að flestir hafi gaman af honum. Ekki vildi ég að minnsta kosti missa hann. Og hvernig væri, að hún læsi framhaldssögurnar eða smásög- urnar, sem eru margar góðar? Þátturinn „Heyra má" er alveg ómissandi, og svo er gaman að lesa bréfin sem Pósturinn fær. Það getur líka verið fróðlegt að lesa Síðan síðast, og einnig er þátturinn í fullri alvöru góður. Svona mætti lengi telja. Mér finnst alls ekkert skrítið, þó að Vikan birti sömu frásögu og Morgunblaðið. Það er ekkert óeðlilegt við það, að tvö mest seldu blöð landsins séu með sömu frásöguna á sama tíma. Hví skrifar hún ekki athuga- semd um það, að öll dagblöðin hafi frá sömu fréttinni að segja? Jæja, Póstur sæll, þá held ég, að ég sé búin að tala út um þetta blessaða bréf, sem „M- 16" skrifaði. En það var svolít- ið, sem mig langaði til að fræð- ast um, og það er, hvernig skap Vatnsberinn hafi og hvernig Vatnsberinn og Ljónið eigi sam- an. En Vatnsberinn og Vogin? Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Þá þakka ég að lokum fyrir- fram fyrir birtinguna og segi bara: Kær kveðja. M.M. - 17. Nei, það hafa ekki allir sama smekkinn — því miður fyrir þá, sem þurfa að velja lesefni fyrir almenning. Við þökkum kærlega fyrir þetta vingjarnlega bréf. Svona bréf hlýja manni sannar- lega um hjartaræturnar, þótt skammirnar eigi að sjálfsögðu líka fullan rétt á sér. Vatnsber- inn er í stuttu máli mannúðleg og samúðarrík féiagsvera. Vatns- berinn og Ljónið eiga ágætlega saman, þó með því skilyrði, að Ljónið fái að ráða. Vatnsberinn og Vogin eiga líka ágætlega saman. Skriftin er góð, og við lesum meðal annars út úr henni tillitssemi og jákvætt lífsviðhorf. & Asnaleg bréf Kæri Póstur! Nú get ég ekki lengur dregið það að skrifa þér nokkrar línur. Hvað hafið þið eiginlega hugs- að ykkur með þennan þátt, sem eitt sinn var talinn með skemmti- legasta lestrarefni, sem Vikan hafði upp á að bjóða? Flest bréf, sem eru birt þar núna, eru al- veg ferlega asnaleg, þótt ekki sé nú meira sagt. Þið segið reyndar, að Póstinum sé ekkert mannlegt óviðkomandi (eða eitt- hvað þess háttar), en ímyndið þið ykkur virkilega, að það fylgi mikil alvara sumum þess- um bréfum, sem til ykkar eru skrifuð? Oftast eru ábyggilega einhverjir krakkakjánar að skrifa þessi bréf að gamni sínu til að vita, hvernig þið snúið ykkur í því að leysa hin „flóknu vandamál", svo sem hvernig þessi eða hin eigi að fara að því að ná sér í strák og annað því um líkt. I öllum bænum fækkið að minnsta kosti eitthvað þessum bréfum. Þið hljótið að fá bréf innan um, sem eitthvert vit er í. Fyrst ég er á annað borð farin að skrifa Vikunni, þá langar mig til að þakka fyrir allt ágæta efn- ið, sem hún býður okkur les- endum sínum upp á, t. d. þátt- inn Heyra má, sjálfsmyndirnar og framhaldssögurnar, svo að eitthvað sé nefnt. Að endingu kemur svo ein spurning: Ætlið þið ekki að taka viðtöl við sjónvarpsþulina, sem eftir eru? Þá meina ég að sjálf- sögðu þær, sem ekki hafa áður verið birt viðtöl við. Vertu svo sæll, Póstur minn. Ein af ungu kynslóðinni. Táningaástum fylgir mikil al- vara, einhver mesta alvara, sem 4 VIKAN 38.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.