Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 3
47. tbl. - 23. nóvember 1972 - 34. árgangur Vikan Hún leikur Elísabetu í sjónvarpinu Sjónvarpsþættirnir um Elísabetu I. hafa vakiS mikla athygli, enda frá- bærlega vel gerðir og vel leiknir. Það er Glenda Jackson, sem leikur titilhlutverkið, og við birtum grein um líf henn- ar og leikferil á bls. 8. Sama herbergi fyrir barniS á öllum aldri Palladómur um Lárus Jónsson Þátturinn um hús og húsbúnað er í miðopn- unni og litprentaður. Hann sýnir okkur skemmtilega lausn á al- gengu vandamáli hvernig hægt er að breyta herbergi barnsins eftir þvi sem það eldist. Sjá bls. 26. Palladómum Lúpusar fer senn að Ijúka. Hann tek- ur nú til meðferðar þá þingmenn, sem bættust við í síðustu kosning- um. I þessu blaði er dómur um Lárus Jónsson, en næst verður fjallað um Magnús Torfa Olafs- son, menntamála- ráðherra. KÆRI LESANDI! „Eitt ágústkvöld i fyrra sat ég hér við eldhúsborðið. Allt var kyrrt og hljótt. Börnin voru sofn- uð, og maðurinn minn var hátt- aður. Ég var að velta fyrir mér lillu versi, sem ég hafði skrifað á blaðið. Þá byrjaði það. fílóm, sem stóð á borðinu, varð skyndi- lega umlukið birtu, leystist svo upp og varð að flöldandi Ijósi. Um leið fann ég, að einhver eða eitthvað tók að stjórna hreyfing- um mínum og ýtti hönd minni yfir pappírinn. Eg var sem löm- uð og hélt ég væri að tapa vit- inu. Þetta var svo yfirgengilegt að sitja svona og horfa á höndina hreyfa sig; sjá orðin koma á pappírinn og finna, að ég hafði ekki vald yfir sjálfri mér leng- ur. Hugsunin var merkilega skýr, en ég var viss um, að ég væri að ganga af vitinu . . .“ Þetla segir sænsk húsmóðir, Lil Hjártström, í greinarkorni á bls. 16 í þessu blaði. Ósjálfráð skrift er mjög umdeilt fyrirbrigði. Margir eru þeirrar skoðunar, að hún eigi npptök sín í undirmeð- vitundinni og sé fráleitt komin annars staðar frá. Hvað sem þvi líður er fróðlegt að kynnast þessu fyrirbæri. Áhugi á svokölluðum dulræn- um fyrirbærum hefur alltaf ver- ið rhikill hér á landi, en mí virð ist hann fara mjög í vöxt á hin- um Norðurlöndunum. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. „Ég vona að ég verði aldrei verzlunarvara", grein um Glendu Jackson, þá sem leikur Elísabetu drottningu í framhaldsþáttum sjónvarpsins 8 Teflir aldrei í tvísýnu, en laumast fram úr keppinautum sínum, palladómur eftir Lúpus um Lárus Jónsson, aiþingismann 32 Maðurinn, sem leikur Churchill 14 Hver er það sem skrifar, grein um ósjálf- ráða skrift 16 Hann fórnaði barni sínu 10 SÖGUR Tveir litlir hermenn, smásaga eftir Guy de Maupassant 12 Rensjöholm, framhaldssaga, 11. hluti 20 Konan í snörunni, framhaldssaga, 12. og síðasti hluti 36 YMISLEGT Jólagetraun Vikunnar, þriðji hluti, 500 vinningar, leikföng af ýmsum stærðum og gerðum 24 Hús og húsbúnaður: Sama herbergi, sömu húsgögn — fyrir barnið á öllum aldri 26 3m — músík með meiru, umsjón: Edvard Sverrisson 18 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn Siðan síðast Mig dreymdi fullri alvöru Stjörnuspá 45 Krossgáta 50 Myndasögur 49, 31, 34 FORSÍÐAN Þegar þetta er ritað hefur enn verið lítið um snjó, a. m. k. í höfuðborginni, ökumönnum til ánægju, en börnum og skíðaunnendum til ar- mæðu. Þessa fellegu skiðamynd tók Mats Wibe Lund í Jósefsdal í fyrra. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matt- hildur Edwald og Kristín Halldórsdóttir. Útlits- teikning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigrlður Ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreiftng. Síðumúla 12. Símar: 35320 - 35323. Pósthólf 533. Verð í lauSasölu kr. 75,00. Áskriftarverð er 750 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 1450 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega. Áskriftar- verðið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvem- ber, febrúar, maf og ágúst. 47. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.