Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 19

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 19
edvard sverrisson 3m músík með meiru Nú er komin á markaðinn kvikmynd sú, sem gerð var um Bangla Desh konsertinn mikla. Konsertinn átti sér stað 1. ágúst fyrir rúmu ári síðan og dró að sér rúmlega 40.000 manns. Myndin er heimildar- kvikmynd, framleidd í sam- einingu af Apple og 20th Cent- ury Fox. Stjórnandi upptök- unnar var Saul Swimmer, en hann var einnig viðriðinn síð- ustu kvikmynd The Beatles, Let it be. Myndin er gjörólík BANGLA DESH ENNÁNÝ George Harrison og Bob Dylan. Myndin er tekin á Bangla Desh konsertinum í Madison Square Gardens 1. ágúst 1971. kvikmyndum, sem áður hafa verið gerðar um svipaða at- burði. Við gerð hennar var ekki að nokkru leyti notuð þau trix, sem nútíma kvikmyndun býður upp á, heldur var hún gerð á allan hátt sem heim- ildarkvikmynd, eins og áður sagði. Þeir sem sáu Woodstock, muna eflaust eftir hvernig hún var gerð. Myndin um Bangla Desh er hins vegar eins ein- föld og hugsazt getur og bygg- ist algjörlega á frammistöðu þeirra sem þar komu fram. Myndin hefst á blaðamanna- fundi, sem haldinn var fyrir konsertinn. Síðan spilar Ravi Shankar þjóðlög frá Bangla Desh. Hlutur hans í myndinni er nokkuð minni en á konsert- inum en það kemur ekki að sök, þar sem indversk tónlist Framháld á hls. 48. Tónlist Johani Sebastians Bach hefur svo sannarlega haft áhrif á margan hljómlistar- manninn og menn yfirleitt, síð- an hún var samin. Nú eru það einnig rokkhljómsveitirnar sem fyrir áhrifum verða. Procol Harum er ein þeirrá. Fyrir fimm árum spiluðu Procol Harum inn á plötu lagið A whiter shade of pale. Það varð geysivinsælt og hefur nánast orðið klassiskt ef hægt er að segja slíkt. Lagið eða melódí- an í laginu var hins vegar „fengin að láni“, frá Bach. — Þ-itta er ekkert leyndarmál og hefur aldrei verið, en fólk hef- ur hins vegar ekki gert sér grein fyrir þessari staðreynd. En fvrir þetta lag varð hljóm- sveitin Procol Harum fræg og meðlimir hennar eignuðust fyrstu milljónina. Þegar hljómsveitin ætlaði að spila A whiter shade of pale á plötu vildi svo til, að trommu- leikari hljómsveitarinnar var veikur og var fenginn annar trommuleikari til þess að spila fyrir hann. Sá var aðeins á tímakaupi við upptökuna, en hann fékk sínar fimm millj- ónir engu síður. Ef Bach hefði lifað hefði hann líklega fengið sinn hluta af ágóðanum. Hins vegar er til regla sem segir, að eftir að höfundur eða tónskáld hafi verið í gröfinni í 50 ár eigi hann ekki lengur kröfu á höfundarlaunum fyrir verk sín og trúi hver sem trúa má. Aðeins tveir af upphaflegum meðlimum hljómsveitarinnar eru enh með henni. Það eru þeir Gary Brooker, sem er píanóleikari og söngvari af guðs náð, og Keith Reid sem er textahöfundur hljómsveitar- innar. Hann kemur aldrei fram með hljómsveitinni, hann sem- ur aðeins textana, sem eru ekki síður mikilvægir. Aðrir í hljóm- sveitinni nú eru: Dave Ball sem leikur á gítar, Chris Copp- ing sem leikur á orgel, Alan Cartwright, leikur á bassa og Framháld á bls. 48. Procol Harum talið f. v.: Dave Ball, Chris Copping, Alan Cartwright, B.J. Wilson, Gary Brooker og Reith Reid. PROCOL HARUM 47. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.