Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 46

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 46
HtflTT ÞRÆLAHALD í NEW YORK Hún kom til East Village í leit að hippum og blómabörnum. I stað- inn komst hún i klær glæpamanna, sem neyddu hana til að stunda vændi. Fyrir fimm árum var East Village í New York eink- ar friðsamlegur staður. Þá sóttu þangað svokölluð Love Generation, Blóma- Itörn og hippar. Þessi borg- arhluti átti að vera eins konar paradís á jörðu að dómi þessa fólks. Þangað kom einnig fjöldi unglings- stelpna, sem voru óánægð- ar með fjölskyldur sinar, í leit að nýju lífi. Nú eru hippar og blóma- hörn löngu farin frá East Villiage. í stað þeirra ríkja nú í þessum borgarhluta glæpamenn og siðvilltir eiturlyfjasjúklingar, fylli- raftar og melludólgar — sem sagt það liyski sem andstyggilegast verður fundið i New York. En unglingsstelpurnar sækja þangað ennþá fyrir þvi. Þær Iiafa kannski ekki frétt af breytingunni. Og margar þeirra eiga þaðan ekki afturkvæmt. Flestir melludólgarnir eru negrar, ungir menn og líkamlega vel á sig komn- ir. Allmargir þeirra eru fyrrverandi hermenn og hafa þjónað í Víetnam, og ástæðan til þess að sumir þeirra að minnsta kosti völdu sér þessa atvinnu- grein er sú, að þeir ein- faldlega fengu enga vinnu aðra, þegar herþjónustu- tímanum lauk. Dólgar þessir ræna stúlkunum af götunum, oftast nær þegar þær eru nýkomnar til hverfisins og 46 VIKAN 47. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.