Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 22
— Ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur. En látum það vera, ég verð að sætta mig við það. — En ég get ekki farið fyrr en börnin eru háttuð og það verður ekki fyrr en um tíu- leytið. . — Þá segjum við það. Klukk- an tíu. Eg bíð þín í bílnum. Claes var yfirleitt þreyttur á kvöldin, eftir að hann kom heim af sjúkrahúsinu og báð- um börnunum þótti gaman að lesa í rúminu, svo ég varð ekk- ert hissa, þegar ég kom til Ann og sá að hún var háttuð. Hún var vel sápuþvegin og rjótt andlitið glansaði. Hún hafði bundið bláan silkiborða um hárið og hann fór vel við blá augu hennar. — Ætlar þú að lesa lengi? spurði ég. —• Nei, ég ætla bara að ljúka við þessa bók. Eg á aðeins eftir þriá kafla. Ég bauð henni góða nótt og gekk inn til Claes. Hann var líka kominn í rúmið og lá með opna bók á maganum. — Hvers vegna ertu svona rjóð? spurði hann. — Er það vegna þess að þú ert að fara út með Klemens frænda? Ætlarðu að kyssa hann aftur? Ég þóttist ekki heyra spurn- ingar hans. — Lestu nú ekki of lengi. — Nei, nei, sagði hann geisp- ■’ndi. — Hvenær kemurðu heim? — Ég veit það ekki, liklega eftir einn eða tvo klukkutíma. Þykir þér það miður að ég fer út? — Nei, nei, Ég skal ekki smakka nokkurn mat. Eg vona að geitungar sofi á nóttunni. Hann horfði snöggt í augu mér, en það var svo sem eng- in trygging, það hefði ég get- að sagt mér sjálf. Hefði það breytt nokkru hvort ég var heima eða ekki, ef ég hefði verið sofandi í rúmi mínu, en ekki úti méð Klemens? Það er ómögulegt að vita. Kvöldið var dásamlegt, hlýr andvari, svo hlýr að ég þurfti ekki yfirhöfn, en samt svo svalt að það var ósköp eðlilegt að sitja þétt saman. — Jæja, þú ert þá búin að ganga frá þeim fyrir nóttina. Stundum finnst mér þau ættu að vera í apabúri. Þessa nótt hefði líka verið öruggara að hafa þau í apa- búri, en það vissi ég ekki þá. — Segðu mér strax hvað þú ætlar að segja um Claes, svo því sé lokið. Svo getum við snúið okkur að skemmtilegra efni. — Claes heldur að einhver hafi gert tilraun til að myrða hann, Klemens og ég veit ekki hverju ég á að trúa. — Malin, þú átt þó ekki við ' að þú takir þessi hugarfóstur hans alvarlega, svona skynsöm stúlka eins og þú ert! Hann. verður kannski mikill rithöf- undur með tímanum, en ég skil ekki í að þú skulir taka mark á þessum sögum hans . . . — Þetta eru ekki eintóm hugarfóstur, tók ég fram í fyr- ir honum. Fyrst voru það kök- urnar með valhnetunum, sem allt heimilisfólkið veit að hann þolir ekki. Og svo geitungarn- ir. Þetta var í annað sinn, sem geitungar eru í herberginu hans, Klemens, og þeir gátu ekki komið þangað af sjálfsdáðum. Ég gáði a^ því, það var hvergi rifa. Tvisvar, Klemens og í síð- ara skiptið voru það sjö kvik- indi. Ég hef aldrei séð geitung í mínu herbergi, og þó hef ég alltaf opinn glugga. Og ekki nóg með það, ég hafði skipt lyfjaforðanum í tvennt og hafði alltaf sprautur bæði inni hjá mér og í náttborðsskúffunni hans, en þetta var horfið úr skúffunni hans, þegar ég kom að honum í dái. Hann hefði dáið, ef ég hefði ekki haft vara- birgðir. — Nei, Malin, hann er fúl- egg . . . — Það er hann alls ekki! — . . . og það eru ábyggi- lega margir, sem gjarnan vildu gefa honum ráðningu, en myrða hann, því trúi ég ekki! Hann er þó aðeins barn! — Hann er kannski hættu- legur einhverjum, vegna þess hve margt hann veit, þú veizt að hann liggur oft á hleri... —i Tólf ára barn! Hvernig ætti hann að vera hættulegur einhverjum? Það tekur enginn mark á því sem hann segir. — Það getur verið að ein- hver geri það. En hvað sem því líður, held ég því fram að það hafa verið reyndar þrjár morð- tilraunir. — Kökurnar. Það hefur að- eins verið hirðuleysi. Og ég trúi ekki öðru en einhvers- staðar hafi verið rifa handa geitungunum. Ég læt trésmið- inn athuga það á morgun. Svo eru það bara sprauturnar og lyfið, ég held það hljóti að koma í leitirnar. Það var ljóst að við gátum ekki orðið sammála, svo við þögðum um hríð. Við ókum eftir þrönga veginum um hríð eftir þrönga veginum kringum vatnið og Klemens stöðvaði bílinn á hæð Það glampaði á vatnið eins og bráðið blý og hinum megin við það lá upp- línmað húsið milli grænna trjáa. — Ó, hve hér er undursam- lega fagurt, sagði ég. — Heldurðu að þú myndir kunna við þig hérna úti í sveit, iafnvel þótt þú hefðir ekkl sjúkling til að hugsa um? Stundum held ég að þú sért það bundin starfi þínu að þú gætir ekki hugsað þér að vera án þess. Hvað átti hann við með þessu? Þetta var Klemens Ren- feldt, hann gat varla verið að tala um okkur persónulega. Mér lá við köfnun. Hann vafði mig örmum. — Malin mín litla, ég veit að þú ert alltof áhyggjufull, til að geta hugsað um annað þe=sa stundina, en fyrr eða síðar hlióta línurnar að skýrast. Þá getum við snúið okkur að mál- efni. sem snertir okkur ein. Ég hafði aldrei unplifað svo innilega þrá, aldrei fundið neitt líkt þessari svimandi bam- ingju. þess vnvna urðu vnn- brigðin svo hræðileg, begar bann sleppti mér snögglega eft.ir andartak. Klukkan var kortér gengin í tólf, þegar við komum heim. Það var ekki ljós í herbergj- um barnanna, svo ég fór beint inn til mín. Ég háftaði, en hvernig átti ég að geta sofið? Ég hafði engan áhuga á bók- inni, sem ég var að lesa, svo ég fór í slopp til að fara niður í bókaherbergið og finna eitt- hvað skárra. Ég sá ekki hár- bandið, fyrr en ég var á leið- inni upp aftur. Það lá á gang- inum og það sást varla í rökkr- inu, en ég þekkti að það var bandið, sem ég hafði séð Ann með um hárið. Það var svo sem auðvitað, herbergi barnanna voru mann- laus. Þau höfðu slökkt ljósið, svo mig grunaði ekki neitt og svo höfðu þau laumazt í burtu. É’g varð í fyrstu sár út í Claes, þvi að mér datt í hug að hann hefði narrað Ann með sér í eina af þessum næturferðum sínum, en svo datt mér í hug skuggalegar augngotur þeirra við borðið, þegar verið var að tala um fangaklefana í kjallar- anum og ég varð stjörf af ótta. É’g sá hann fyrir mér, liggja dauðvona í einhverju skotinu, að kafna úr asma og ég sá Ann, þrýsta sér upp að vegg, grát- andi af skelfingu, þegar hún væri orðin uppgefin að þreifa sig áfram að útgöngudyrunum. Ég þaut inn á herbergið mitt, flýtti mér að stinga í vasann sprautu og lyfjum og greip vasaljósið, sem ég hafði alltaf á náttborðinu. En hvar var gengið niður í kjallarann? Ég revndi eldhúsganginn, en ég hafði aldrei verið þar áður, svn mig grunaði ekki hve mnrear dyr og skot voru bar. Loksins kom ég að stiga, sem lá niður í kjallara. en það var aðeins niður að eldhúsgeymsl- unum. Börnin höfðu ábygsileca hvergi kveikt l.iós, til þess voru þau of frökk og slóttug, þau vnru samt líklega með vasa- liós. En ég kveikti og ráfaði þarna um, leitaði að steinþrepum, sem hlutu að vera þarna einhvers staðar. Sg kom í vínkjallaran'-i með hillum og röðum af vín- flöskum. Þar var s’’’r þefur a* víni og einhverju öðru, hvað gat það verið — jú, það var tóbaksreykur? Framhald á bls. 48. 22 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.