Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 44
Höfuð og heyrnartilffar Voss - tilffðarhjéilmar Sllenta - heyrnarhlffar DYNJANDI Sf. Skeifan 3 - Reykjavík r "ía vív, \ "c4@3u.-34T Mí 3' ^ í"'^h"„ "31. **«,»“• v**"* svolítið uggandi, sérstaklega vegna þess að hann var sendur í bíó upp á eigin spýtur. Hann fer yfirleitt hvorki í leikhús né kvikmyndahús, svo ég var svolítið hrædd um að hann ruglaði saman því sem ég var að reyna að túlka með leik mínum og raunveruleikanum. Vesalings sálin, hugsaði ég, hann hlýtur að fá hjartaslag. En hann sagði ekkert um mynd- ina við mig, en ég veit að hann var ánægður yfir því að vinir hans dáðust að henni og frammi stöðu minni. Reyndar held ég að faðir minn sé víðsýnni en maður heldur. Glenda er ekki hégómleg, það varð mér ljóst eftir því sem ég talaði lengur við hana. — Ég var mjög ófríð sem barn, hræðilega feit og bólótt. En ég var svo matlystug að ég var sí og æ að moða í mig. — Þegar ég var fjórtán ára var ég með fléttur og kringlótt andlit. Augun sáust varla, þau voru svo djúpstæð, þau hrein- lega sökkva, þegar ég er feit. 'Ég var sannarlega ekki neitt augnayndi. — En það sem ég hafði mest- ar áhyggjur af voru bólurnar, þær voru hræðilegar og ég er ekki laus við þær ennþá. Það er ákaflega óþægilegt að búa við þetta, eiginlega eins og martröð, sem maður losnar ekki við. — Mér fannst ég vera svo veinjuleg og allt annað en lag- leg, svo ég hugsaði lítið um út- lit mitt, fannst það tilgangs- laust, en reyndi að láta til min taka á öðrum sviðum. Ég reyndi að vera fyndin, koma fólki til að hlæja og ég held ég hafi gert það til að bæta mér það sem á vantaði útlitið. Ég þekkti enga stráka, en það var sjálfri mér að kenna, því að ég var — og er reyndar ennþá —- alls ekki félagslynd. Hún hætti í skóla sextán ára og fór að vinna í lyfjabúð. Þá var það einhver, sem fékk hana til að ganga í félag áhugaleik- ara í hverfinu. — Einhver sagði að ég ætti að læra leiklist, svo ég skrifaði til RADA, sem var eini leik- listarskólinn, sem ég kannaðist við og þangað komst ég. Þá fór ég að gera sitt af hverju fyrir útlitið. Ég kynntist stúlku frá Kanada í skólanum og hún kenndi mér ýmislegt í þá átt. Svo fór ég að fara á hárgreiðslu- stofur og hreinsa andlitið með öðru en vatni og sápu. Fram að þessu hafði mér alltaf fund- 44 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.