Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 17
ndin meó pennan þýtur um síöurnar en R ÞAÐ SEM SKRIFAR Lil Hjartström, fertug þriggja barna móðir, hafði ekki minnsta áhuga á parasálfræði né vangaveltum um annan heim. En svo gerðist það furðulega: á tveimur mánuðum skrifaði hún söngleik, þ.e.a.s. hönd hennar hélt um pennann .... Lil Hjártström er sænsk húsmóöir, fullkomlega eölileg og frjálsleg menneskja. Þar til fyrir einu ári hafði hún tæpast sinnt ööru en heimili sinu og börnunum þremur og starfi sínu sem talkennari. Parasálfræði. stjörnuspeki, annar heimur, allt hátlar var henni viös fjarri.' bærist talið aö sliku, var viökvæöi jafnan: „Þiö leggiö þó ekki trúnaö a svoieiöis . Nú horfa þessi mál öðruvisi viö. Viö skulum heyra lýsingu sænsks blaöamanns á kynnum hans og Lil Hjartström. A borðinu fyrir framan hana liggja þrir pennar og rissblokk, og það lýsir af óskrifuöum siðum blokkarinnar. Hún hallar höföinu aftur, lokar augunum og spyr: „Ertu nálægur, Lúkas?” Skjálfti fer um hana, hún tekur um hægri handlegginn og segir: „Tilfinningin kemur i upphand- legginn. Þaö er eins og einhver annar stjórni honum. Þaö er sárt, þetta er meiri kraftur en ég hef yfir aö ráöa.” Hún tekur pennann og ber hann aö blokkinni, og hann þýtur yfir pappirinn I stórum stöfum. Við erum vitni að svokallaðri ósjálf- ráöri skrift, sem er mjög umdeilt fyrirbrigöi. Margir vilja halda þvi fram, að sá, sem skrifar hafi öll ráð i hendi sér. En oft er það lika svo, að úr pennanum hrjóta slik orð og meiningar, að óhugsandi viröist aö ætla þær þeim, sem á pennanum heldur. Lil Hjártström er i leiðslu. hun kremur pennann i hendi sér, og þaö koma djup lor i fingurna Skriftin er svo stórkarlaleg, aö þaö komast bara 3- 4 orö á hverja siöu rissblokkarinnar Stunrium er ákeföin' sllk, aö* penninn flýgur úr hendi hennar. Hvaö er Lúkas að segja? „Lúkas er nálægur. Geriö ljósiö aö E1 (hebreska oröið fyrir guö), svo að hinir órólegu andar i sálinni megi skilja þaö. Litið á þaö sem gjöf frá Kosmos”. Lil Hjártström les það, sem hún hefur skrifað. Hún spyr, hvort við viljum spyrja Lúkas um eitthvað. Ef svo sé, veröum viö að einbeita okkur aö einni hugsun. En hugurinn er i uppnámi, og alltof margar órólegar hugsanir hvirflast hver innan um aðra eftir langa og þreytandi bilíerö og æsandi kynni við furðulegt fyrirbæri. Svo að Lúkas veröur aö blöa, og Lil segir frá, hvernig þetta hófst allt saman. Hún fæddist og ólst upp i Malmberget. Fyrir tveimur árum fluttist hún til Boliden, og þar var þaö, sem hún tók til við aö semja leikrit um Finnforsræningjana, sem endur fyrir löngu tóku sér bólfestu i helli einum við Skelleftefljótið I.eikritiö var fært upp, Lil stjórnaöi þvi og lék aöal- hlutve.rkið. og ,illl þotti þetta takast ágæta vel. En Lil oíreyndi sig, tékk fyrir hjartað og varð að leggjast inn á sjúkrahús. úr þvi varð hálfs mánaðar dvöl, og Lil var uppá- lagt aö fara betur með sig i fram- tiðinni. Velgengnin með Finnfors- ræningjana varð henni hvatning til þess aö hefja samningu nýs leikrits um sögulegt efni segir T.11 „Eitt ágústkvöld i fyrra sat ég hér viö eldhúsboröiö”. „Allt var kyrrt og hljótt. Börnin voru sofnuð, og maðurinn minn var háttaður. Ég var að velta fyrir mér litlu versi, sem ég hafði skrifað á blaðið. Þá byrjaöi það. Blóm, sem stóð á borðinu, varð skyndilega umlukið birtu, leystist svo upp og varð að flöktandi ljósi. Um leið fann ég, að einhver eða eitthvað tók að stjórna hreyfingum minum og ýtti hendi minni yfir pappirinn. Ég var sem lömuð og hélt ég væri að tapa vitinu. Þetta var svo yfirgengilegt að sitja svona og horfa á höndina hreyfa sig, sjá orðin koma á pappirinn og finna, að ég hafði ekki vald yfir sjálfri mér lengur. Hugsunin var merkilega skýr, en ég var viss um, að ég væri að ganga af vitinu. Skriftin liktist ekki vitund minni eigin, en ég gat lesið orðin, sem ég skrifaði: „Þú varst fyrrum sú, sem gafst oss rúm i sólinni”. Höndin hélt áfram að skrifa, og orðin sögðu mér, að ég væri verk- færi og ef ég efaðist um hlutverk mitt, skyldi ég ganga út að eld- húsglugganum og biða eftir teikni. Hnén skulfu, þegar ég reis á fætur og gekk út að glugganum Eg stóö þar og horfði á fólkið, sem gekk fram og allur uin \ götuna i kvöldbliðunni, en ekkert gerðist. Eftir tiu minútur var ég orðinn sannfærð um, að þetta hefði a.llt verið imyndun, ég hefði ofreynt mig, fengið skriftar- krampa eða eitthvað þvi umlikt.Ég ætlaði að snúa frá glugganum, þegar ég skyndilegá sá eldhnött, rauðgulan hnött á sumarhimninum Hann færöi^t nær og staðnæmdist gegnt glugganum og sendi mér einhvers konar merki. Allt umhverfið breyttist, og hugsanir minar snerust um það eitt, að ef þetta væri allt saman satt og rétt, skyldi ég ekki bregðast þessum óskiljanlega krafti. Ég fékk ný merki frá hnettinum, svo lyftist hann og leystist upp i roðaslæðu Furðu lostin settist Lil aftur viö eldhúsborðið, og höndin tók aftur aö skrifa. Og á hverju kvöldi, þegarhljótt var orðið, skrifaði Lil - eða réttara sagt Lúkas. Tveimur mánuðum siðar lá fullbúið verk á borðinu, eins konar söngleikur. „Smám saman kynntist ég Lúkasi, og að sjálfsögðu spurði ég hann um allt milli himins og jarðar”, segir Lil. „Hann vissi allt um mig, sagði mér m.a. frá atvikum við fæðingu mina, sem ég gat siðar sannprófað. Hann útskýrði fyrir mér ráðgátu lifs og dffuða og hvernig manneskjan hefði orðið til I upphafi alda. Ég reyndi að skilja orð hans og útskýringar, en ennþá skil ég tæpast allt, sem hann segir mér.” Útskýringar Lúkasar á dauðanum eru á þessa leið: Það hreina og góða i manninum fer i það, sem kalla má æðri sál, en er raunverulega aðeins geislun. Það óhreina skilst frá og reikar um. unz það tekur sér bólfestu i nýju Hfi til þess að öðlast hreinsun. Eftir þessar upplýsingar vildi Lil fá að vita, hvort hún hefði lifað áður. „Já, sagði Lúkas, „Þú varst Ester Wallin, sem dó i Austurriki”. Lil, sem fæddist i nóvember 1932, hefur ekki tekizt að sannprófá, hvort Ester Wallin hafi verið til. E.t.v. hef-ur hún dáiö sama ár og Lil fæddist, e.t.v. Framhald á hls. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.