Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 41
morði& ■ snerti voru girðingar-
stólparnir, og það segir enginn,
aö þeir séu nothæfir til þess nú,
eftir brunann. Þó yður heföi
grunað eitthvað — heföuö þér
kannski treyst yður til að sanna
nokkurn skapaðan hlut, um að
þeir hefðu verið notaðir til að
steypa flugvélinni? Þér vitið eins
vel og ég, að það var ekki hægt.
Og þó að ég væri búinn að finna
það út, að hann hefði myrt stúlk-
una, þá hefðuö þér aldrei getaö
sannaö það.
— Það hefðum við getað, ef þér
heföuö ekki ruglað fyrir okkur
meösnærisskrattanum, sem var i
tröppunni, svaraði Hanslet
ergilegur.
Aftur brosti Priestley og nú var
brosið breiðara en áöur. Ég gerði
ekki annað en benda á, hvaðan
snærið var komið. Jafnvel þó ég
hefði ekki gert það, hefði þaö
komið i ljós, hvort sem var. Til
dæmis hefði frú Chad strax séð
það, þegar hún hafði komiö auga
á tröppuna. Nei, ég held þvi
fram, aö ef ekki játningin lapgi
fyrir, gætuö þér I allra hæsta lagi
sannað eiturlyfjasmygl á hann,
og jafnvel það hefði útheimt af-
skaplega þolinmæði og lang-
dregnar rannsóknir, en á meðan
hefði hann getað komizt hvert á
land sem var.
— Það kann aö vera nokkuð til i
þessu, svaraöi Hanslet, sem þó
var enn ekki fullkomlega sann-
færður. —En þér höfðuö samt
engan rétt til að gefa honum
þessa bendingu i fyrradag, og svo
tækifæri til sjálfsmorðs I dag.
Þér hljótiö aö sjá, að þér hafið
verið að vinna gegn réttvfsinni.
— Nei, ég hef þvert á móti orðið
þess valdandi, aö rettvisin helur
náö fram að ganga, svaraöi dr.
Priestley af sannfæringu. Ég hef
sýnt yður fram á, að þér heföuð
aldrei getað komiö hopum i snör-
una. Ég gaf honum i skyn grun
minn, og þaö varö til þess, aö
hann reyndi að flýja frá hættu,
sem hann við nánari athugun
hefði séð, að var óveruleg. Til-
raun hans misheppnaðist og það
kom honum til að fremja sjálfs-
morð. Og það er alveg eins og
forsjónin hafi tekið þar i taum-
ana, þvi að hann fékk sama dauð-
daga og réttvisin heföi búið
honum, hefði hann verið i New
York. Þetta, aö hann hefði veriö
hengdur hér i Englandi, gerir i
minum augum ekki nema óveru-
legan mismun.
Hanslet yppti öxlum. — Það
þýðir ekkert að pexa við yður,
prófessor það hef ég reynt fyrir
löngu, sagðihann. —Maðurinner
dauður og þarmeð úr sögunni.
En dr. Priestley virtist ekki
hlusta á hann. Hann starði á likið
á rúminu, sem aðeins sást móta
fyrir undir ábreiðunni.
— Merkilegur maður! sagði
hann lágt. — Maöur, sem elskaði
vísindin svo heitt, að þau voru
honum eitt og allt. Jafnvel friö-
helgi mannslifsins gat ekki staðið
I vegi fyrir honum, þegar visindin
voru annarsvegar. Og hver getur
borið á móti þvi, að hann hafi haft
á réttu að standa? Milljónir
manna hafa verið drepnar i
ófriði, I miklu auövirðilegri til-
gangi. Og si&asta verk hans
varpar enn meiri ljóma á hugar-
far hans. Hversvegna haldiö þér,
aö hann hafi kveikt I rannsókna-
stofunni?
Hanslet hrökk við þessari beinu
spurningu. — Auðvitað til þess aö
eyðileggja þessa giröingarstólpa,
svaraðihann. — Efhann þá hefur
kveikt I, sem sennilegast er.
Slökkviliösstjórinn segir mér, aö
húsið hafi hlotið að fljóta allt i
bensini, til þess að geta brunnið
svona fljótt. Sennilega hefur
hann haft eitthvert klukkuverk til
a& kveikja i, eftir aö hann væri
farinn.
— Ég býst lika viö þvi, svaraöi
dr. Priestley. En ég held, að yöur
skjátlist um tilganginn. Ég held,
að þaö sama hafi vakaö fyrir
honum og manninum, sem drepur
ástmey sina, svo að enginn annar
fái aö njóta hennar.
— Atvikin höföu hagaö þvi
þannig, að hann heföi ekki getað
haldið áfram verkinu, sem var
honum fyrir öllu, og heldur en að
BJ
Electrolux
Nú VerÓur Fyrst
Þægilegt AÖ
Þrífa!
Yörumarkaðurinn hf.
ÁRIVIÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVÍK.
Eftirtaldar gerðir
vœntanlegar:
Amourette click
Amourette vivian D
Amourette color click
Amourette color D
Amor teeu
Amor stretch
Amor teeu HS
Mama Bel
Doreeu L
Poesie TN
Dorabella TN
Darling V
ST ÁRMANN
Sími 22100
47.TBL. VIKAN 41