Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 43
GLENDA JACKSON Utgáfubækur 1972 Auk Almánaks gefur Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins út eftiraldar bækur og rit Andvari, tímarit, ritstjórar: Finn- bogi Guðmundsson og Helgi Sæmundsson. Islenzk Ijóð 1954—1963, á þriðja hundrað kvæði eftir una 40 liöf- unda. Af skáldum, safn ritgerða eftir Hall- dór Laxness. Bréf til Stephans G. Stephanssonar, II. bindi, dr. Finnbogi Guði mundsson sá um útgáfuna. Tryggvi Gunnarsson, III. bindi, ævi- saga eftir Bergstein Jónsson. Fást, sorgarleikur eftir J. W. Goethe. Yngvi Jóhannesson þýddi. Landið týnda, skáldsaga eftir Jó- hannes V. Jensen. Sverrir Kristj- ánsson þýddi. Seint á ferð, sögur eftir Ólaf Jó- liann Sigurðsson. Börn og bækur, lestrarbókakönnuiF eftir dr. Simon Jóh. Ágústsson. Frá endurskoðun til valtýsku, sagn- fræðileg rannsókn eftir Gunnar Karlsson. All'ræði Menningarsjóðs: Bókmenntir, eftir Hannes Pctursson skáld. Stjörnufræði, Rímfræði, eftir dr. Þorstein Sæmundsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Framhald af bls. 9. vegna hún væri yfirleitt valin í, nokkurt hlutverk. Ég sagði að mér þætti þetta nú of mik- ið lítillæti. —- Alls ekki, mér er alvara. Ég er sjálf undr- andi. En var Elisabeth ekki freistandi? — Jú, það veit guð. Ég hef heldur ekki áður leikið manneskjú á aldrinum fimmt- án til sjötíu ára. Hún losaði um reiðstígvélin og fór svo alveg úr þeim. — En sú sæla, sagði hún og hvíldi fæturna á rótarhnyðju, sagði margt um Elisabeth drottningu. Hún var mjög sniðugur kvenmaður. Glenda greip kjúkl- ingslæri úr matarpakkanum. — Hún vissi hvenær hún átti að gráta, og það er mjög rnikil- vægt. En það er alltaf gaman að leika konu, sem hefur mik- ið vald og Elisabeth trúði því að hún hefði mikið vald, trúði því að hún væri hin útvalda, af guði kjörin til að vera drottning Englands. Nú kom framleiðandinn, Ro- derick Graham til okkar og út- skýrði atriðið, sem tekið var þennan dag; Blóð-Maria var látin og Elisabeth orðin drottn- ing og rétt um það að flækja sér í ástasamband við Robert Dudley, jarl af Leicestre (leik- inn af Robert Hardy, sem ein- mitt þá fékk sér blund á ár- bakkanum). Sálfræðileg uppbygging aðalpersóna og atburða er mjög nútímalega hugsuð, sagði Ro- derick Graham, — og við von- um að það sé leið í þá átt að skilja hvað raunverulega hélt þessari furðulegu konu lifandi. Og sú mynd, sem Glenda Jackson sýnir okkur af Elísa- beth, sem strax, fimmtán ára gömul er seig, slóttug, ákveð- in og hörkuleg, er vissulega í þá átt. En sú Glenda. sem sýnir okkur drottninguna, er ákaf- lega ólík hinni raunverulegu Glendu og Glendu úr hinum kvikmyndunum, þar sepi hún sýnir brjálæðiskennda opin- berun í Marat/Sade. Það er reyndar óverulegt samanborið við þau kynferðilegu vanda- mál, sem hún var látin skella á okkur í Women in Love, The Music Lovers og Bloody Sun- day, sem er síðasta kvikmynd- in hennar. En hún neitaði harð- leva að taka að sér sams konar hlutverk The Deviis, sem Ken Russel stjórnaði, eftir að hann hafði lokið við The Music Lov- ers. Russel var ekki ánægður. — Hann er ekki beint ánægður með mig þessa stundina, sagði Glenda, þegar ég hitti hana aftur á heimili hennar í Lond- on. — Honum datt aldrei í hug að ég neitaði þessu tilboði. Hún var búin að fá meira en nóg af þessum þrem kvikmynd- um, nóg af að sýna kynferði- leg vandamál og önnur, þessara þriggja kvenna. Og Glenda sat svo þarna, ósköp venjuleg kona á sínu fagra heimili, ákveðin í að láta öðrum leikkonum eftir að sýna þessa taugasjúklinga. — Ó, já, segir hún, ósköp eðlilega, — ég hef leikið margar taugaveikl- aðar konur, en mér finnst ekki að ég sé sjálf neit tí þá veru. — Taugaveiklun er oft eftirláts- semi við sjálfan sig, ég vona að ég sé ekki þannig. Við komum okkur saman um að það sé mjög ólíklegt. En ég varð að viðurkenna að mér finnst það mjög furðulegt hvernis sama leikkonan getur leikið í svo umdeildum mynd- um, hverri eftir aðra. Það var ekki lítið sem gekk á, þegar Women in Love fyrst kom fram á tjaldinu, með öllum sínum nektaratriðum. Hún sagði að engin af þeim kvikmyndum, sem hún hefur leikið í, hafi orsakað eins mikl- ar deilur og Music Lovers, þar sem hún lék Ninu Milukovu, eiginkonu rússneska tónskálds- ins Tshaikovskys, en það hjóna- band var undanfari geðveiki hennar, sem lauk með ömur- legum dauðdaga á geðveikra- hæli. — Við vissum frá upphafi að fólk myndi hvorki viðurkenna eða trúa á túlkun okkar á sál- fræðilegum vandamálum þeirra hjóna, sagði Glenda. — Við vis6um að fólki myndi finnast kvikmyndin öfgakennd, en samt vorum við ekki viðbúin svo miklum mótmælum, eins og raun varð á. Glenda er mjög greind og segir vel frá, hún hefði getað talað óendanlega um álit sitt á hlutverkum og daglegum vanda málum, en Daniel sonur henn- ar, sem er tveggja ára, vildi lík láta ljós sitt skína. Ég sá að drengurinn var mjög líkur móður sinni, en eitthvað hafði hann frá föðurnum líka. Eiginmaður Glendu, Roy Hod- ges, sem áður var leiksviðs- stjóri, en rekur nú listasafn í Blackheath, kom inn í stofuna og leiddi son sinn með sér út í garðinn. Sólargeislarnir leika um and- lit hennar gegnum opin glugg- ann. Hárið er rauðbrúnt og klippt í styttur. Hún er í hvítri bómullarpeysu frá Marks og Spencer, blárauðum flauelsbux- um og ódýrum strigaskóm. En þrátt fyrir allan þennan einfaldleika var eitthvað stór- brotið við hana, eitthvað sem söng í höfðinu á mér allan dag- inn. Ég mundi eftir því, sem einn mótleikari hennar sagði um hana, hann sagði að kyn- þokki hennar væri eins og eld- fjall — stöðug hótun. Hún á þrjár systur, allar yngri en hún er sjálf og þær eru fulltrúar þeirrar kynslóðar, sem ekki lætur hneykslast af hlutunum, en hvað segja for- eldrar hennar? — Já, pabbi fór að sjá Wo- men in Love, sagði Glenda, — og ég verð að segja að ég var 47. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.