Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 20
FRAMHALDSSAGA EFTIR W. D. ROBERTS 11. HLUTI Hefði ég heldur átt að vera heima - í stað þess að fara í þessa ökuferð með Klemens? Hefði það breytt nokkru? Hefði ekkert skeð, ef ég hefði verið sofandi í rúmi mínu? Það gat verið, en ósennilegt þó Ég fór með Claea til sjúkra- hússins. Ég fór í einkennisbún- ing og tók með mér nauðsyn- legt dót í tösku, svo það færi ekki milli mála að ég ætlaði sjálf að hjúkra honum. Ég sá ekki hverjir voru í forsalnum, þegar litli vesaling- urinn var borinn niður. Ég held ég hefði ekki einu sinni tekið eftir Klemens, þótt hann hefði verið þar. Hann hringdi síðar til sjúkrahússins og bauðst til að koma, en ég af- þakkaði það, ég hafði ekki kjark til að tala við hann að svo stöddu, — ekki strax. Ég hafði gott næði til að hugsa, meðan ég beið eftir að Claes kæmi til meðvitundar. Ég reyndi að einbeita hugan- um, þangað til mér fannst allt snúast í höfðinu á mér, en það eina sem ég hafði upp úr því var að Claes gæti ekki verið bæði fórnarlamb og sekur um glæpi. En hvernig sem ég reyndi, gat ég ekki nieð nokkru móti gert mér ljóst hver það var, sem vildi ryðja honum úr vegi. Venjulegasta tilefni til morða voru peningar, að minnsta kosti ef um fyrirfram morð var að ræða, en Renfeldtfjölskyldan var ein af ríkustu fjölskyldum í landinu. Jafnvel þótt Claes heíði erft allar eigúr föður síns, þá voru litlir möguleikar til að ættingjar hans hefðu áhuga á þeim eignum. Að vísu reyndi hann oft á þolinmæði þeirra, en það gat ekki verið ástæða til að myrða hann. É'g gat heldur ekki ímyndað mér að neinn af þjónustufólkinu hefði nokkra ástæðu til að ryðja honum úr vegi. — Malin . . . geitungarnir . . . ? Claes reyndi að setjast upp í rúminu, en var of veikburða, svo hann hneig aftur á kodd- ann — Vertu rólegur, elskan. Geitungarnir eru farnir. Andlit hans var ennþá mjög bólgið og augun sokkin, en hann var að jafna sig. Hættan var liðin hjá og ég þakkaði guði í hljóði. — Malin, það reyndi ein- hver að myrða mig! Ég tók í hönd hans og þrýsti hana fast, en ég gat ekki neit- að þessum staðreyndum, eins og í fyrra skiptið. — En hvers vegna, Claes? Hvers vegna heldurðu að ein- hver hafi ætlað að myrða þig? Ég veit það ekki. Stundarkorn sat ég þögul og hélt í hönd hans, en svo datt mér nokkuð í hug. — Veiztu eitthvað, sem get- ur verið hættulegt fyrir ein- hvern? — Ég veit það ekki? endur- tók hann. — Malin, það hefur enginn kallaði mig elskuna sína fyrr. — Þau halda kannski að þú sért of stór til að kalla þig gælunöfnum. En foreldrar þín- ir hafa eflaust gert það, þegar þú varst lítill, þótt þú sért bú- inn að gleyma því. — Pabbi hefur kannski gert það, hann kallaði mig svo mörgum skemmtilegum nöfn- um, Kinkong og svoleiðis. En mamma gerði það aldrei. Henni þótti ekki vænt um mig. Hún sagði að ég væri syndarefsing. Hann leit í kringum sig. — Jæja, ég er þá á sjúkrahúsinu. Verður þú ekki hjá mér, Mal- in? — Auðvitað, elskan. Ég ætla að sofa í rúminu þarna. — Fæ ég að fara heim á morgun? — Við heyrum hvað lækn- irinn segir. — Ann heldur auðvitað að ég sé aumingi, sem geispar gol- unni af geitungabiti? — Nei, það finnst henni ábyggilega ekki. Það var hún sem kallaði á mig. Heyrðu Claes, hefur þú tekið spraut- urnar og lyfin, sem ég lét í náttborðsskúffuna þína? Það var allt horfið. Nei, það var í skúffunni í gær. Ég sagði þér það, það er einhver sem ætlar að drepa mig. — Það er útilokað, Claes. Það hefur einhver fjarlægt þetta af misgáningi. É'g trúði því ekki sjálf og mér var ijóst að Claes trúði því ekki heldur, en hann talaði samt ekki nánar um það. — Heldurðu að ég vaxi upp úr þessu, eins og Ann sagði að mamma hennar hefði gert? snurði hann. — Verð ég þá eins frískur og áður en ég fékk þetta? Ég laeði við hlustirnar. — F^furðu ekki alltaf haft þetta ofnæmi? — Nei, þegar ég var lítill fékk ég aðeins svolítið exem við og við. — Hvenær fór þetta að verða svona slæmt, Claes? — Það er langt síðan, muldr- aði hann. Það var ijóst að hann var uppgefinn, hann lokaði augunum og ég breiddi vel of- an á hann. Svo lagðist ég sjálf upp í hitt rúmið. Hann var svo á sjúkrahúsinu í tvo daga, þá sagði læknirinn að ég gæti farið með hann heim, ef ég gætti þess vel að hann ofreyndi sig ekki fyrst í stað. Klemens sótti okkur og það var hann, sem sagði mér að lögreglurannsókninni væri lok- ið og að lögreglan væri horfin frá morðhugmyndinni. — Vegna þess að sannanir eru ekki fyrir hendi? Hann yppti öxlum. — Lem- ming gat ekkert um það, en það lítur út fyrir að við séum laus við þá lögreglumenn. Claes var of þreyttur til að vera á fótum, hann vildi helzt liggja í rúminu og lesa. En áð- ur en ég fór inn til mín, horfði hann á mig, íbygginn á svip. — Heyrðu Malin, hefur þú sagt þetta við nokkurn? Þú veizt, þetta að einhver hafi ætl- að að myrða mig. — Nei. — Gerðu það þá ekki. Eg hef verið að hugsa um þetta sem þú sagðir. Þetta, hvort ég viti eitthvað sem gæti verið hættu- legt fyrir einhvern. Það getur verið að það verði Ijóst, ef ég hugsa vel um það og hlusta vel. Það getur vel verið að mér detti eitthvað í hug! —• Nei, þú rétt lætur það vera! hrópaði ég, skelfingu lost- in. — Þú mátt ekki vera að hlera og njósna! Augu hans voru róleg bak við þykku gleraugun, ein- kennilega róleg og íhugul. — Þú þarft ekkert að óttast. Ég skal fara varlega. 20 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.