Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 33
mundsson hafði borið úr býtum
alla tíð síðan liaustið 1959, rann hins
vegar undan Halldóri Blöndal, svo
að Sjálfstæðisflokkurinn beið nokk-
urn linekki.
Lárus Jónsson álítur stjórnmál-
in sér arðsaman atvinnuveg og met-
ur þau líkt og kaupmaður eða tann-
læknir starf sitt. Gerir hann sér
liarla ljóst, að honum lætur miklu
hetur vingjarnlegt samkomulag en
ófyrirleitin harátta. Græðir hann
óspart á þeirri málamiðlun, sem
iðulega verður að gera í stórum
flokki, þar sem margt er hagsmuna
og sjónarmiða. Lárus er jafnlyndur
og varfærinn, en eigi að síður fram-
gjarn og sjáifselskur. Iiann telst
enginn skörungur í orðasennum,
en kemur vel fyrir í ræðustóli og
ástundar sanngirni og rökfestu.
Hins vegar skortir allan tilfinn-
ingahita í málflutning hans, og
áheyrendur ætla, að hann sé drjúg-
um betur að sér í reikningi en æðri
íþrótt mælskulistarinnar. Nýtur
liann þannig menntunar sinnar,
sem er stjórnmálamanni næsta
heppileg, mun fremur en djafra
hugmynda eða nýstárlegra skoðana.
Þ'ó sker einkum úr um farsæld hans,
livað hann reynist vel í persónulegri
kvnningu. Fólki geðjast viðmót hans
svo, að Lárus vinnur jafnt liug lágra
sem hárra, þó að sú tekja sæti eng-
um undrum. Óbreyttir kjósendur
vænla af honum liðsinnis og fyrir-
greiðslu, en foringjarnir vita hann
trúan og dyggan. Lárus ræðst al-
drei í tvísýn stórræði, en hann
laumast oft frarn úr keppinautum
liægt og rólega og ætlar sér nokk-
urn lilut. Tilsýndar er hann væru-
kær, en hófsemi lians og stilling
telst eins konar yfirskin. Undir niðri
eV maðurinn skapmikill og sann-
færður um verðleika sína, þó að
liann vanti liugrekki til að beita sér
fyrir öðru en smáu og risi aldrei
gegn neinu nema því, sem lítið er.
Þingmennska Lárusar Jósnsonar
mun þannig til komin, að liðsoddar
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
ágirntust margir uppliefðina og
voru í vígahug. Ótluðust gætnir
menn þvílík ósköp og gengu á milli
fylkinga áður en saman laust. Varð
þá að samkomulagi að unna Lárusi
Jónssyni hnossins. Sú málamiðlun
sætli engum fögnuði, en þótti skást
úrræði eins og á horfðist. Var lmn
og Iiarla lík Magnúsi Jónssyni, sem
gerisl eins og miður sin, ef kapp er
haft i frammi, en trúir á sættir og
umhun. Ætlar hann Lárus Jónsson
þægilegan förunaut í fylgisleit um
austanvert Norðurland. Ferst Magn-
úsi þar hyggilega, en liætt er við, að
liæglæti þeirra félaga dugi lítt til
mikils fundar. Atkvæðasöfnun
Magnúsar og Lárusar minnir helzt
á berjatinslu í mjúkri og grænni
laut á jafnsléttu, en fjallið háa og
tigna, þar sem fjársjóðurinn dýri
er kannski fólginn, rís langt í hurtu.
Ókunnir ætla Lárus lipurt hand-
bendi — og má til sanns vegar færa.
Samt ber þess að geta, að maður-
inn telst hyginn; vildi ekki eiga
á liættu að hvei’fa eins og dropinn
í hafið og sneri þess vegna lieim í
Ólafsfjörð að námi loknu í stað þess
að setjast um kyrrt í Reykjavík og
treysta á flokksnáðina þar. Lárus
er vafalaust tryggur átthögunum
nyrðra og vill áreiðanlega vinna
þeim gagn, en sennilega hefur hann
setzt að undir múlanum bratta og
myrka mun fremur af liyggind-
um en sonarást. Ungur mennta-
maður með skaplyndi Lárusar Jóns-
sonar á sér góðrar framtíðar von
úti á landsbyggðinni, ef liann nenn-
ir að starfa þar og neitar sér um
ímynduð lífsgæði í fjölbýli höfuð-
borgarinnar. Lárus reiknaði rétt,
þegar liann fór aftur norður, og
varð sér úti um sýnu hetri kost
en lionum myndi ella hafa gefizt. 1
Reykjavík liefði tiann tæplega kom-
izt i borgarstjórn, en aldrei á þing.
Það veittist honum liins vegar af því
að liann kaus að eiga lieima norðan
fjalla.
Lúpus.
47. TBL. VIKAN 33