Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 21
Þetta var eina loforðið, sem
ég gat harkað út úr honum og
það róaði mig ekki mikið. Ef
einhver í raun og veru óttað-
ist drenginn, þá var það hrein
geggjun að storka þeirri mann-
eskju. Ég hefði helzt viljað
sofa inni hjá honum, til að hafa
gát á honum dag og nótt, en
það hefði áreiðanlega sært
stolt hans, að minnsta kosti
meðan Ann var á heimilinu. En
fyrstu nóttina svaf ég varla dúr
og ég veit ekki hve oft ég laum-
aðist inn til hans, til að gá að
hvort allt vaeri í lagi.
Ég hefði ekki þurft að hafa
áhyggjur af því að finna börn-
unum eitthvað til dundurs, það
sýndi sig að þau gátu það sjálf,
án minnar hjálpar. Eg segi
ekki að bókmenntasmekkur
Ann hafi verið alveg eins hroll-
vekjandi og hjá Claes, en hún
var líka bókaormur og allt að
því alæta á þvi sviði. Þau spil-
uðu líka á spil og telfdu og
þegar Claes var búinn að
iafna sig, gátum við farið að
stunda sundlaugina. Claes fékk
þá tækifæri til að sýna dýf-
ingar sínar og gerði það óspart,
til að ganga í augun á henni.
— Þér höfðuð á réttu að
standa, systir, sagði doktor
Renfeldt. — Drengurinn er
eins og annað barn, síðan Ann
kom. En hún er líka nokkuð
skemmtileg hnáta og hefur
áhuga á mörgu, sem maður
annars gæti ímyndað sér að
stúlkur hefðu ekki ánægju af.
— Það er gott hve þeim kem-
ur vel saman, sagði ég. — Ann
vill endilega bjóða Claes með
sér heim, þegar hún fer héð-
an. Hún vill endilega að hann
kynnist lífinu í skerjagarðin-
um, þar sem foreldrar hennar
dvelja oft á sumrin. Ég held
hann hefði ákaflega gott af
því.
Hann varð alvarlegur á svip-
inn. — Því miður kemur það
ekki til mála. Við getum ekki
hætt á það.
Hvað átti hann við? Sjúkdóm
drengsins? — Eða kannski eitt-
hvað annað. Hann skýrði þetta
ekki nánar og ég gat ekki feng-
ið mig til að spyrja. Það hefði
líklega örugglega verið til-
gangslaust.
Það var Ann sem átti frum-
kvæðið að því að tala um
fangaklefana í kjallaranum við
matborðið nokkrum dögum
síðar og spurði hvort ekki væri
hægt að skoða þá.
— Nei, vina mín, sagði dokt-
or Renfeldt. — Þið getið ekki
leikið ykkur þar, loftið er ekki
heilsusamlegt.
En við ætlum bara að
skoða klefana, sagði Claes. —
Ann hefur aldrei séð svona dýf-
lissur.
— Það er rakt loft og ryk-
ugt þarna niðri, Claes, og
ábyggilega fullt af rottum. Þú
mátt ekki fara þangað, dreng-
ur minn, þú þolir ekki loftið,
það veiztu. Þið megið leika
ykkur alls staðar annars stað-
ar.
Ég lagði ekkert til málanna,
en ég sá augnagoturnar milli
barnanna og ákvað að hafa
strangar gætur á þeim. Claes
ætti að vera síðasta áfallið í
fersku minni. En það er aldrei
að vita hverju drengir geta tek-
ið upp á til að ganga í augum
á stúlkum.
— Hvenær ætlið þið að
leggja af stað í fyrramálið?
spurði Gabriella. — Er nóg að
morgunverðurinn verði tilbú-
inn klukkan sjö?
Axel ætlaði til Genf og Klem-
ens ætlaði að aka honum til Ar-
landaflugvallarins og svo ætl-
aði hann að dvelja í Stokkhólmi
í einn eða tvo daga. I viðskipta-
erindum, sagði hann og sjötta
skilningarvit mitt vissi strax
hvers konar ,,viðskiptaerindi“
það voru.
Að venju fórum við, ég og
börnin, síðust út úr borðstof-
unni og Klemens beið í gætt-
inni, þar til við vorum ein.
— Eigum við ekki að koma
í smá ökuferð? sagði hann. —
Ungu' hjúin geta án þín verið í
einn eða tvo klukkutíma. Ég
þarf að tala við þig.
— Ég þarf líka að tala við
þig um ákveðið mál, sagði ég.
— Ég vona að það sé ekki um
Claes.
— Jú, einmitt.
47. TBL. VIKAN 21