Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 32
LÁRUS JONSSON EFTIR LÚPUS Ræðst aldrei í tvísýn stórræði, en laumast oft fram úr keppinautum sínum Sjálfstæðisflokkurinn temur sér varfærni i breytingum á forustuliði sínu og virðist fylgja í þeim efnum gömlum en óskráðum reglum um íhaldssemi, þó að stundum komi til óvæntra og sögulegra átaka, sem raski þeirri aðferð. Vakti þess vegna undrun margra, þegar hann gerði út af örkinni tvo nýja framherja i Norðurlandskjördæmi eystra við síðustu alþingiskosningar án þess fyrirgangs, sem einkenndi prófkjör- ið í Reykjavík. Jónas G. Rafnar og Rjartmar Guðmundsson drógu sig báðir í hlé og hættu þingmennsku, svo að Magnús Jónsson frá Mel þurfti nýrrar samfylgdar við. Völd- ust þá til liðsbónar með honum á þessar norðurslóðir Lárus Jónsson og Halldór Blöndal. Varð Lárus fyrri upp metorðastigann en líkur höfðu sýnzt á, því að maðurinn er prúður og kurteis. Hins vegar duld- ist engum, að hann var í pólitískum veiðihug og naut fulltingis áhrifa- mikilla og ráðríkra aðila. F'Ijótt á litið virðist upphefð Lár- usar Jónssonar ólík frama Jónasar Rafnar og Magnúsar Jónssonar á sinum tíma, en svo mun eigi, ef betur er að gætt. Lárus er atvinnu- maður í stjórnmálum alveg eins og þeir og alinn upp til ætlunarverks- ins, sem varð hlutskipti lians í fyrra- sumar. Lárus Jónsson fæddist í Ólafsvík 17. nóvember 1933, sonur Jóns Sig- urpálssonar skipstjóra þar og konu hans, Unnar Þorleifsdóttur. Hugði hann eigi á sjósókn og fiskiveiðar eins og flestir ungir sveinar norður þar, en gekk menntaveginn. Sótti Lárus þó ekki menntaskólanám á Akureyri, heldur fór rakleitt til Reykjavíkur í þeim erindagerðum og varð stúdent þar 1954. Hóf hann svo nám í viðskiptafræðum við Há- skóla íslands og lauk prófi 1960, en hafði jafnframt starfað á veð- urstofunni og þótti brátt seigur verkmaður, enda vanur úr upp- vextinum að taka til hendinni. Lár- us réðst bæjargjaldkeri heima í Ól- afsfirði strax að námi loknu og varð brátt umsvifamikill í sveitar- stjórn. Hann fluttist til Akureyrar 1968 og gerðist deildarstjóri Efna- hagsstofnunarinnar til að vinna að byggðaáætlun norðan lands. í árs- byrjun 1970 varð Lárus síðan fram- kvæmdastjóri Fj órðungssambands Norðlendinga með aðsetur á Akureyri, én gegndi því enibætti aðeins árlangt, enda þegar önnum kafinn við stjórnmál í höfuð- slað Norðurlands. Gerðist hann framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri og erindreki á Norðurlandi i febrúar 1971 og hafði þau störf á hendi, unz honum gaf á þing. Lárus hefur og verið rilstjóri að málgagni sjálfstæðis- manna norðan lands öðru livoru. Stjórnmálaferill Lárusar hefur verið beinn og breiður vegur. Hann varð ungnr sannfærður og áliuga- samur sjálfstæðismaður og einn af foringjum í ungliðasveit flokksins. Ólafsfirðingar kusu Lárus i hæjar- stjórn 1966, en Akureyringar 1970. Ski])aði hann sjötta sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra við alþingiskosningarnar 1963, en fimmta sæti 1967 og varð þá ann- ar varaþingfulltrúi sjálfstæðis- manna þar á eftir Gísla Jónssyni menntaskólakennara og hæjarfull- trúa á Akureyri. Spáðu flestir, að Gisli yrði þingmaður, er Jónas Rafn- ar og Bjartmar á Sandi þokuðu, en slíkt freistaði hans lítt. Magnús Jónsson valdist til forustu sjálf- stæðismanna í kjördæminu við sið- ustu alþingjskosnirigar, en annað sætið á framboðslistanum kom í hlut Lárusar Jónssonar, og Halldór Blöndal lireppti liið þriðja. Mun val nýliðanna hafa kostað einhverjar sviptingar að tjaldabaki á leiksviði Sjálfstæðisflokksins, en litill gnýr var af samanborið við stór- orrustuna í höfuðstaðnum. Töp- uðu Magnús og Lárus noklcrum at- kvæðum i kjördæminu, en náðu báðir auðveldlega kosningu. Upp- bótarsætið, sem Bjartmar Guð- 32 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.