Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 4
:: UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 Teppin sem endastendast og endast á stigahús og stóra góíff leti Sommer teppin eru úr nælon. Þa5 er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúiegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæSi. PÓSTDRINN Svar til Söru Tvö Ijón dragast óneitanlega hvort að öðru, en þau geta átt mjög erfitt með að setja niður deilumál sín á milli, því hvor- ugt vill gefa eftir. Ef til vill sérðu þar skýringuna á vand- ræðum ykkar. Framkoma piltsins við þig er ekki falleg, og af frásögn þinni að dæma er hann orðinn þér afhuga. Þú þarft naumast að velta því mikið fyr- ir þér, hvort þú átt að segja honum upp, ef hann er farinn að vera með hinum og þessum stelpum í þinni fjarveru, eins og þú segir. Við fáum ekki séð, að þú sért honum skuldbundin á nokkurn hátt, en langi þig til þess að gera gott úr öllu sam- an, þá geturðu reynt að tala hreinskilnislega út um málið við hann. Hugsaðu þig samt vel um, það er svo margt skemmtilegra hægt að gera í lífinu en að elt- ast við strák, sem virðist ekki viija viðurkenna neitt annað en sinn eigin vilja og óskir. Handavinnunám Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en vona að ég fái svar. I hvaða skóla þarf ég að fara til að verða handavinnukennari? — Er þetta langt nám? Elsku Póstur, hvert á ég að snúa mér? Að síðustu: hvað lestu úr skrift- inni? Og hvernig fara saman bogmaður og tvíburi og bog- maður og 'hrútur? Með fyrir- fram þakklæti. Lillý. Námstími í handavinnudeild Kennaraskóla íslands var a. m. k. til skamms tíma tvö ár, og rétt til inngöngu áttu þeir, sem lokið höfðu námi í undirbún- ingsdeild sérnáms K. í., stúd- entsprófi eða almennu kennara- prófi. Einhverjar breytingar kunna að hafa verið gerðar á þessu, samfara öðrum breyting- um á rekstri skólans að undan- förnu. Leitaðu þér upplýsinga hjá skólanum sjálfum, Kennara- skóla íslands við Stakkahlíð, Reykjavík, sími 32290. Skóla- stjóri er dr. Broddi Jóhannesson. Ur skriftinni má lesa fjörlega skapgerð og félagslyndi. Bæði tvíburi og hrútur eiga ágætlega við bogmanninn. Svar til einnar áhugasamrar Við skiljum reyndar ekki, hvers vegna alls ekki mátti birta bréf- ið þitt. Það er ekki langt síðan auglýst var eftir konum í lög- regluna, en eitthvað hefur geng- ið illa að fá þær til þessara starfa. Talaðu við skrifstofu lög- reglustjóra í Reykjavík, þar færðu svör við öllum þínum spurningum. Við trúum ekki öðru en þér verði tekið með kostum og kynjum, því það er mikill áhugi á því að fá konur til löggæzlustarfa. Andlits- Og handsnyrting Kæri Póstur! Eg hef skrifað þér einu sinni áður, en ekki fengið svar, en nú vona ég, að þetta bréf lendi ekki í ruslakörfunni. — Ég hef mjög mikinn áhuga á að læra andlits- og handsnyrtingu, en ég veit bara ekki, til hverra ég á að snúa mér. Þar sem þú virðist geta svarað öllu mögu- legu, vona ég, að þú getir leyst úr þessum vanda með því að svara þessum spurningum: 1) Hvar er hægt að læra þetta? 2) Hvert er aldurstakmarkið? 3) Hvað er námið langt? 4) Þarf að fara erlendis til sér- menntunar? 5) Er námið dýrt? Að lokum vil ég svo þakka Vik- unni fyrir allt hennar góða efni. Hvað lestu úr skriftinni? Ein áhugasöm. Liklega hefurðu verið farin að óttast, að þitt bréf hefði hlotið sömu örlög og það fyrra, sem þú skrifaðir okkur. En við fáum alltaf heil ósköp af bréfum með fyrirspurnum úm framtíðarstörf og reynum að dreifa svörunum, svo að önnur vandamál fái líka sína afgreiðslu. 1) Margrét Hjálmtýsdóttir, fegr- unarsérfræðingur, hefur að und- anförnu haldið námskeið í snyrt- ingu, þar sem nemendur sækja tíma tvisvar í viku í .9 mánuði. Þetta námskeið er góður undir- búningur, en jafnframt er nauð- synlegt að komast að sem nemi á einhverri snyrtistofu. 2) Lágmarksaldur er 18 ár. 3) Fegrunarsérfræðingar hafa 4 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.