Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 40
] Borð undir sýningarvélar. Falleg, ódýr - 1298.— og 1715.— Sýningartjöld (Silverscreen). Stærðir lxl m, 1.25x 1.25 m, 1.45x 1.45 m. Litið inn og sjáið beztu tjöldin i bænum. \JerzL erzlunia mmwMwmTm? J/íus sturstrœti 6 Súm 22955 get ekki meira gert hér. Ég ætti ah fara og segja systur hans tið- indin, eins vægilega og ég get. Hann fór síðan út og Everley á eftir, muldrandi um eitthvað, sem hann þyrfti að gera i sam- bandi viö þetta. Jafnskjótt sem þeir höfðu lokað dyrunum á eftir sér, sneri Hanslet sér að dr. Priestley og horfði fast á hann. — Þetta er auðvitað greinilegt sjálfsmorð, sagði hann, — en ég er nú ekki viss um nema ég gæti nefnt einn mann meðsekan i þvi. — Ef þér haldið, að ég hafi bent Partington á að drepa sig, eða ég hafi á einhvern hátt hjálpað honum til þess, þá skjátlast yður, svaraði dr. Priestley rólega. — Hinsvegar skal ég ekki neita þvi, að þegar ég skildi við hann, gat <}g mér til um, hvað Sinclair mundi finna, þegar hann kæmi hér inn. — Hversvegna I dauðanum kölluðuð þéí þá ekki á hjálp, til þess að afstýra þessu? spurði Hanslet, skapillur. — Afþvl aö ég vildi heldur láta þaö hafa sinn gang. Ég ætla að segja yöur það, sem hann sagði 'viö mig, þegar ég var inni hjá honum. Það fer varla hjá þvi, að yöur þyki það merkilegt. Þeir settust nú sinn á hvorn stólinn f þessu merkilega svefn- herbergi, og dr. Priestley endur- tók þvi sem næst orörétt játning- una, sem hann var nýbúinn að heyra. Hanslet hlustaði á hana til enda, með sýnilega vaxandi óþolinmæði. — Já, en hver djöfullinn sjálfur! sagði hann loksins. Þér virðist ekki skiíja ábyrgð þá, sem stöðu yðar fylgir. Þér hlustið, eins og ekkert sé, á játningu mannsins um að hafa framið tvö morð og auk þess smyglað eiturlyfjum, og látið hann svo eiga sig, vel vitandi, eins og þér sjálfur hafiö sagt, að hann ætlaði að fremja sjálfsmorð. Dr. Priestley brosti ofurlitið. — Þaö er enginn vafi, svaraði hann — að ég hefi syndgað gegn bók- staf laganna, og ef þér viljið taka mig fastan, skal ég ekki veita neina mótspyrnu. En við nánari athugun munuð þér sjá, að þér hafið enga ástæðu til að áfellast mig. Ég er sannfærður um, að sjálfsmorðið hefur verið ákveðiö, þegar flóttatilraunin misheppn- aðist. Hingaðkoma okkar gerði ekkert annað en flýta ofurlltið fyrir þvi. Og ennfremur heföi hann alls ekki játað þetta fyrir mér, hefði hann ekki vitaö, að ég mundi gefa -sér tækifæri til að fremja sjálfsmorðið. Og hefði hann ekki játað, hver væri þá árangurinn handa yður að státa af? — Nú, én þér höfðuð þegar sagt mér nægilega mikið á leiöinni hingáð, til aö sanna, aö hann var eiturlyfjasmyglari, og eins, aö hann hefði myrt "flugmanninn, sagöi Hanslet. — Já, en hefðuð þér getað sannað þetta nægilega til þess að fá hann dæmdan? Égheldvarla. Eina beina sönnunargagnið, hvað 40 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.