Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 7
NÚ RANNSAKA ÞEIR LYKTINA Menn vita mikið um sjón og heyrn vegna vísindalegra rannsókna á þeim sviðum um langan aldur. Allt öðru máli gegnir um þefskynið, því ekki eru mörg ár, síðan farið var að gera sér fræðilega grein fyrir því, hvernig mismunandi lyktartegundir myndast og hvernig við skynjum þær og aðgreinum. Amerískur efnafræðingur, John Amoore, er brautryðj- andi á þessu sviði. Hann hefur veitt því athygli, að margar lyktartegundir, sem menn höfðu áður gert sér grein fyrir, voru kamfórukenndar, og því tók hann að skrá lyktróf þeirrar tegundar. Kom þá í ljós, að hún stafaði frá meira en hundrað mismunandi efnum og greindist í kamfóru-, moskus-, blómkennda-, piparmintukennde-, loftkennda lykt, sterka lykt og rotnunarlykt. En sérhver þessara 7 frumlyktartegunda stafaði frá mismunandi sameindamynd- unum. Amoore sýndi fram á, að þegar lykt frá þessum efnum berst að þeffærum okkar, er hægt að líkja sameindum þeirra við lykla, sem ganga að ákveðnum skrám þefskynj- unarstöðvanna. Þegar við skynjum miklu fleiri lyktarteg- undir en þessar 7, er það vegna þess, að sameindalyklarnir ganga inn í nokkur skráargöt samtímis. Af því leiðir, að margbreytni þefskynjunarinnar er óendanlega víðfeðm. Er þetta talin sennilegasta ályktun um þefskynjun, sem fram hefur komið. Lyktarrannsóknir hafá leitt í ljós, hve bráðnauðsynlegt er, að loftræsting í húsakynnum sé fullkomin. Hún á að miða að því að hreinsa óþægileg lyktarefni úr andrúms- loftinu. Loftræsting sú, sem tíðkast í dag, er talin mjög frumstæð. Verið er sí og æ að þynna andrúmsloftið með því að blása fersku lofti inn í vistarverurnar. Nær væri að hreinsa burt óþægilegu lyktarefnin. Þau stafa m. a. frá fólkinu í þessum húsakynnum. Menn hafa ekki gert sér til hlítar grein fyrir þessu viðfangsefni, fyrr en farið var að smíða kjarnorkuknúða kafbáta og geimför, þar sem áhafn- irnar verða að lifa í algerlega lokuðum vistarverum. Vonda loftið þarna olli þvi, að áhöfnunum leið ekki vel, en þá reynslu geta menn nú notfært sér, þegar reist eru hús, þar sem mikil þörf er á góðu lofti. Lyktarrannsóknirnar munu sennilega stuðla að því, að komið verði í veg fyrir sýkingu af ýmsum sjúkdómum og auðvelda mönnum að lækna þá. Vitað er, að ýmsum sjúk- dómum fylgir sérstök lykt. Af manni, sem er með sykur- syki á háu stigi, finnst acetónþefur, og nýrnasjúkdóma má þekkja af sérstakri lykt. Þessa þekkingu hafa læknar ávallt notfært sér við sjúkdómsgreiningu, en frekari þekking á efnafræði lyktarinnar mun leiða til þess, að unnt verður með tæknilegum áhöldum að finna og mæla lyktarefni, sem eru einkenni ýmissa sjúkdóma. Með tæknirannsókn- um mun takast að finna sjúkdómslyktina fyrr en ella; finna hvað er að og koma ef til vill í veg fyrir sjúkdóm- inn. Sérhver maður hefur sína eigin lykt. Hundar skynja þetta og geta þannig þefað fólk uppi. Skýringin á þessu er sú, að menn þekkja orðið 24 mismunandi lyktarefni í sam- bandi við fólk, en þessi 24 efni geta myndað hartnær ótelj- andi lyktarsambönd. Þess vegna er þefurinn af hverjum manni jafn sérkennilegur og fingraför hans. Það er ein- ungis af eineggja tvíburum, sem lyktin er svo lík, að hund- ar geta ekki aðgreint hana. Þefnæmið er geysimikilvægt í ríki náttúrunnar. Yfir- leitt má segja, að dýrin beiti þefskyninu til að velja sér maka og finna sér æti. ' Þefskynjun mannsins er mikilsverð. Hún ræður því að MIG DREYMDI BEINAGRIND OG HUNANG Kæri draumráðandi! Mig langar til að bðija þig að ráða fyrir mig draum. 1— Hann er svona: Mér fannst ég og tvær systur mínar og vinkona mín sitja á tröppunum við húsið heima hjá mér. Við sátum í næst efstu tröppunum, og ég var með gömlu, brúnu skólatöskuna mína. Nokkrir menn komu og settust á tröppurnar fyrir framan okkur. Úti í horni sáum við að sat beinagrind. Allt í einu dettur okkur í hug að hlaupa niður tröppurnar og gerðum það. Við stukkum yfir mennina og niður. Ég lít aftur fyrir mig og sé þá, að beinagrindin er horfin. Þá lít ég til hliðar og sé, að beinagrindin er að læðast að mér. Mér bregður og ég bið vinkonu mína að hjálpa mér heim. Allan tímann fannst mér beinagrindin vera fyrir aftan mig. Loks lít ég inn um eldhúsgluggann að utan, sé þar hun- angsglas og rétti beinagrindinni það. Þá fer hún. Og í því vakna ég. Með fyrirfram þökk. Guðrún. Þótt þessi draumur sé svolítið hrollvekjandi, þá teljum við að hann boði gott. Bæði tákn hans eru jákvæð: beina- grind fyrir langlifi og hunang er fyrir góðum launum og happafeng. BÍLL FRAM AF BRYGGJU Kæri draumráðandi! Mér fannst ég, maðurinn minn og systir mín vera í bíl. Maðurinn minn ók. Ég man ekki, hvernig bíllinn var á litinn. Við ókum fram á bryggjuna hér í bæ. Ég vissi, að maðurinn minn ætlaði að stöðva bílinn alveg á fremstu brún. Ég lít framan í hann, en um leið steypumst við í sjóinn. Við systir mín urðum mjög hræddar, en maðurinn minn var sallarólegur. Við sökkvum á bólakaf og maður- inn minn segir okkur að sitja kyrrar, þar til bíllinn sé kominn niður á botn. Við gerum það og spennum svo af okkur öryggisbeltin. Þá erum við allt í einu öll komin upp á bryggju og alveg skraufþurr. Mér fannst þetta ekki hafa verið neitt erfitt að komast upp úr sjónum. Lengri varð draumurinn ekki. Með þökk. H.R.Ó.S. Vatn er fyrir erfiðleikum, oftast veikindum. Ef þessi draumur rætist, er því líklegt, að einhver í fjölskyldu þinni veikist, en hver það er getum við ekki sagt um. Þessi veik- indi eru talin alvarlegs eðlis um tíma, en sem betur fer reynist svo ekki og viðkomandi batnar furðufljótt. Maður- inn þinn sýnir mikið hugrekki, meðan á þessu stendur. Hann er allan tímann sannfærður um, að þetta fari vel, og ykkur verður mikill styrkur að sannfæringu hans. verulegu leyti, hvernig mönnum geðjast að mat og drykk. Bragðið er í sjálfu sér ónákvæmt skilningarvit, sem gerir einungis mun á sætu, söltu, súru og beisku. Það er ekki fyrr en lyktarskynjunin eykur bragðnæmið, að fólk nýtur fæðunnar til fulls.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.