Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 8
Glenda Jackson leikur Elisabeth I. drottningu Breta í sjónvarpsþáttunum frá BBC, sem sýndir eru hér í sjónvarpinu á sunnudagskvöldum. Hún er nú oröin ein af þekktustu leikkonum í heimi, hefur leikið mörg og breytileg hlutverk, bæði á sviði og í kvikmyndum, fékk Oscarsverðlaun árið 1970, fyrir leik sinn í kvikmindinni „Women in Love“. Hér fer á eftir ágrip af viðtali við hana, sem þekktur blaðamaður tók, meðan á upptöku sjónvarpsþáttanna stóð ... „ÉG VONA, AÐ ÉG VERÐÍ ALDREI VERZLUNARVARA" — Við Glenda Jackson hittumst fyrst á eyðilegum akri í Bucking- liamshire. Nístandi haustvindur þaut í gegnum nokkra runna við árbakkann rétt lijá og þyturinn rann saman við vélasuðið og há- Glenda Jackson í „Bloody Sunday", sem er ein af nýjustu kvikmyndum sem hún leikur í. vaðann frá liópi kvikmyndatöku- manna frá BBC, sem voru að taka upp atriði fyrir einn þátt myndar- innar um Elisabeth I. Bretadrottn- ingu. Þessi hljóð runnu öll saman, eins og framúrstefnu sinfónia náttúr- unnar, sem náði liámarki sínu, þeg- ar Glenda kom þeysandi á glæsi- legum fáki, sneri prjónandi hestin- um fyrir framan kvikmyndavélarn- ar, ólc fast í taumana og stöðvaði löðursveitta skepnuna. — Ó — hó! hrópaði Glenda, þeg- ar liesturinn tölti í áttina til mín. — Ó, þvílíkt æði! sagði hún um leið og ég reyndi að vera riddaralegur og losa fót hennar úr lclunnalegu ístaðinu. Ég lijálpaði henni af baki. Hún var orðin lireinn snillingur í að ríða söðulvega og það var að- dáunarvert, þar sem Glenda hafði aldrei setið hest áður en hún fór að æfa sig fyrir kvikmyndatökuna. Hún ruddi sér braut gegnum þvögu kvikmyndatökumanna og tæknifólks og lilammaði sér, Ijóm- andi af ánægju, í garðstól undir Atriði úr kvikmyndinni „Music Lovers", en þar leikur Richard Chamerlain (doktor Kildair) tónskáldið Tchaikovsky. 8 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.