Vikan


Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST MARLON BRANDO Meðan Marlon var að leika í hinni frægu kvikmynd, Guðfaðirinn, sem hlotið hefur mikið lof um allan heim, varð hann að sætta sig við að sitja hjá förðunarmeistaranum í eina og hálfa klukkustund fyrir hverja upptöku. — Meistarinn, sem heitir Dick Smith, varð að gerbreyta andliti hans í hvert sinn, gera hann kjálkabreiðari, setja á hann fellingar og hrukkur og smyrja svo ólífulitum farða yfir allt saman. Hárið, sem annars er ljósskollitt, var gert grátt og Marlon þekkti varla sjálfan sig, þegar hann leit í spegil. Marlon Brando sem þekkist alltaf á götu, gat nú gengið eftir götunum í ítalska hverfinu í New York, án þess að nokkur maður sneri sér við. — Það var sannarlega þægileg tilfinning, sagði leikarinn. Þegar þetta er skrifað, er verið að sýna kvikmyndina „Guðföðurinn" í Reykjavík, og ber öllum saman um að bæði gervið og leikur Marlons Bran- do sé frábært. Framleiðendur gera lík- lega ráð fyrir að Oscarsverðlaununum verði sallað á hana, því að þær kvaðir eru á leiguskilmálum, að ekki má sýna hana utan Reykjavíkur, fyrr en eftir úthlutun Oscarsverðlaunanna. ASHTON-FJÖLSKYLDAN [ VANDRÆÐUM Við eigum ekki við þau vandamál sem við sjáum og heyrum á hverjum þriðjudegi í sjónvarpinu, heldur vand- ræði leikaranna eftir að hafa lokið leik sínum í þáttunum. Þeir eru orðn- ir svo fast mótaðir í hugum áhorfenda að það er lítil von til að þeir fái vinnu fyrsta kastið. Fyrir jólin í fyrra fóru margir af leikurunum í heimsókn til Noregs og þá voru þessar myndir teknar af pabba Ashton og dætrum hans tveim og fyrsta barnabarni. — Reyndar eru þetta leikararnir, Colin Douglas, sem á sjálfur fimm börn og Barbara Flynn (Freda), sem nú býr hjá móður sinni í Sussex. Freda var fyrsta hlutverk hennar, eftir að hún lauk við leiklistarnám. Svo er það Leslie Nunnery (nýgift í annað sinn) og Paul sonur hennar, sem er orðinn sex ára og lék John George son hennar í sjónvarpsþáttunum. Þau fengu líka vel borgað fyrir leik sinn, svo þau fara ekki á vonarvöl fyrsta kastið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.