Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 39
iMirbergur Þórftarson.
stjórnaBi tökunni á Young
Winston, segir aö „vöxtur”
Wards inn i hlutverkið sé eitthvað
það athyglisveröasta, sem hann
hafi séð af því tagi.
„Frá þvi að við byrjuðum á
myndatökunni,” segir
Attenborough, „skipti hann
raunverulega um andlit. Sumum
leikurum þarf ekki annað en að
gefa merki. þá stökkva þeir beint
inn I hlutverkið. ABrir þurfa tima
til aö iklæöast persónuleika þess,
sem þeir leika, setja sig inn I þær
tilfinningar og kringumstæður,
sem við eiga.
„Simon þurfti þrjátiu eöa
fjörutiu sekúndur fyrir hverja
myndatöku. Maður sá hann um-
myndast, vöðvana spennast,
augnaráðið veröa annað. Þaö var
furðulegt.”
Mýndatakan tók marga mánuöi
og fór fram hingaö og þangað, þar
á meðal i Vels og Marokkó. A
þeim tlma ger-ði Simon sjálfur sér
ljóst, aö athyglisverö breyting
hafði orðið.
, ,Ég held ég skálmi öllu hvat-
legar niður götuna nú en ég geröi
áður. Gerð myndarinnar breytti
mér - sjálf hin likamlega fyrir-
höfn. Mér fannst ég ypxa, veröa
meiri og athafnasamári persónu-
leiki en> ég haföi nokkurntima
áður veriö. Það er ekki hægt að
leika Winston Churchill
mánuðum samanánþess að veröa
sér sterklega meövitandi um
eiginleika hans.”
Kvikmyndin Young Winston
fjallar.um mótun eins af mestu
leiðtogum Stóra Bretlands fyrr og
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON:
FRÁSAGNIR
Nýtt bindi i útgáfu Máls og
menningar á ritum Þórbergs
Þóröarsonar.
Hinar styttri frásagnir Þórbergs,
sem saman eru komnar i þessari bók,
bera allar meistaranum vitni, hinum
þróttmikla stil hans og þeirri eðlis-
gáfu islenzks máls sem honum er léð,
en annars eru þær af margvislegu
tagi. Frásagnir af sjóslysum og
svaðilförum eins og Ströndin á Horni
og Með strandmenn til Reykjavikur,
myndir úr evrópskri miðaldasögu
(Barnakrossferðir og Múgvit-
Urringarnar þrjár), hin geysifróð-
lega ritgerð um Lifnaðarhætti i
Reykjavik á 19. öld, hin óviðjafnan-
lega menningarsögulega heimild,
Indriði miðill, og hinar römmu
draugasögur i Viðfjarðarundrunum.
Smásagan Uppskera lyginnar er sér
á parti, og siðast en ekki sizt er
ástæða til að minna á þær tvær
nostursamlegu og undirfurðulegu
mannlýsingar sem bókin endar á:
Björn á Reynivöllum og Gamli-
Björn.
Margar þessara frásagna hafa ekki
komið áður út i bókarformi og verið
óaðgengilegar öllum almenningi.
Bókin er ómissandi öllum aðdáend-
um Þórbergs.
MÁL OG MENNING, Laugavegi 18.
slðar. Kannski hefur myndin
aukheldur leitt i ljós að heimurinn
hafi eignast stórstjörnu á sviöinu
og hvita tjaldinu.
KONAN I SNÖRUNNI
-------------—-----------v
Framhald af bls. 37.
Pristleý og dró léttar andann.
Hinir sneru sér við og að dr..
Priestley, sem nú var kominn
niöur stigann. — Nú, þarna eruð
þér, prófessor, sagöi Hanslet. —
Við misstum af yður þarna úti I
þrönginni, og gátum hvergi
fundiðyður. Brytinn segir okkur,
að þér hafið verið hjá Partington.
— ABur en hinn gat svarað, tók
Everley fram i: — Ég vil fá að
vita eitthvað nánar um þennan
eldsvoða, sagði hann hvasst. —
Yfirmaður minn hérna lét mig
vita, að hann væri eitthvað grun-
samlegur, svo að ég flýtti mér
hingað. Ogmeðanégvaraðgá að
yður, sagöi Hanslet mér frá ýmsu
skritnu, sem þér heföuö verið aö
segja honum á leiðinni. Við
viljum tala við Partington, tafar-
laust.
Rétt I bili svaraði dr. Priestley
þessu engu. Hann virtist vera að
hlusta, en ekkert hljóð rauf þögn-
ina, sem varö þarna i húsinu.
ABeins utan-frá heyröist kliðurinn
i fólkinu, sem þar var saman-
komiö, en var nú tekið að tvistr-
ast, eftir að bruninn var um garð
genginn.
— Já, yður væri rétt að hitta
hann, svaraði Priestley loksins, I
einkennilegum leiðslutón. — En
þér veröið að muna, að hann er
mikið veikur eftir slysiö. Kannski
væri betra, að Sinclair færi til
hans til að vita, hvort hann þarf
nokkurs með.
— Afsakiö mig, sagði brytinn,
— en ég held það væri betra, ef
ungfrú Partington vildi fara.
— Nei, ég held ekki, aö við
þurfum neitt að ónáða hana,
svaraði dr. Priestley ákveðinn. —
Þér munuö geta gert það, sem við
þarf.
Enginn vildi taka sig fram um
aö mó.tmæla þvi, sem dr.
Priestley sagði. Mennirnir I for-
salnum horfðu á eftir Sinclair upp
stigann, þangaö til hann hvarf
þeim. Sekúndu seinna heyröu
þeir hann klappa á dyrnar hjá
Partington, en siðan varð ofurlltil
þögn og loks opnuðust dyrnar
hægt. En rétt á eftir heyrðu þeir
einkennilegt rámt' öskur og þutu
þá allir upp.
Lögreglumennirnir uröu fyrstir
til að þjóta upp stigann, en dr.
Priestley, þótt tekinn væri að eld-
ast, náöi þeim á stigagatinu. —
Snertiö ekki á neinu, ef þið viljið
lifi halda, æpti hann, skipandi.
Um leið og svefnherbergið opn-
aðist hafði þögnin veriö rofin af
stööugum hávaöa, sem eins og lá I
loftinu, án þess að sagt yrði,
hvaðan hann kom. Hann var
likastur suði i býflugum, aðeins
miklu sterkari. Þetta hljóð fór
vaxandi eftir þvi sem þeir nálg-
uöust svefnherbergisdyrnar, en
rétt fyrir innan þær, staönæmdust
báðir lögreglumennirnir, afþvi að
dr. Priestley hélt aftur af þeim.
En þeir gátu nægilega, vel séð
það, sem þarna var inni. Hjá
rúminu stóð Sinclair náfölur og
horfði með skelfingu i augnaráö-
inu á mann, sem lá samanhnipr-
aöur hjá rafmagnsáhöldunum við
vegginn. Og nú var greinilegt.
hvaðan suðið kom. Hún kom frá
hamrinum á sterku riöstraums-
vélinni, sem dr. Priestley haföi
tekið eftir, og út frá honum gusu
bláir neistar.
— Biðið þiö viö! skipaði dr.
Priestley. SIBan athugaði hann
tengingarnar á vélinni og greip
siðanistóran slökkvara. Þá gaus
upp skær logi, en bláu neistarnir
hurfu I sama bili. Suðið minnk-
aði og dó siöati alveg út. Þá sneri
dr. Priestley sér aðmönnunum og
sagði: — Nú er öllu óhætt.
Hálftima seinna stóðu þessir
sömu menn og auk þeirra Heath
læknir viö rúmiö, þar sem lik
Charles Partingtons lá.
Læknirinn og lögreglumennirnir
voru snöggklæddir og höfðu verið
að reyna andardráttaræfingar.
— Við getum eins vel hætt
þessu, sagði Heath læknir og
hristi hofuðið. Hann er dauöur og
verður ekki llfgaður t þetta sinn
þarf ekki aö efast um, aö um
sjálfsmorö sé að ræöa. En þaö,
sem yfir mig gengur, er það,
hvernig hann hafði hörku i sér til
að komast upp úr rúminu', svona
meiddur, og skriða alla leiö^að
þe'Bsari vitisvél sinni. Þið viljið
kannski heyra það, aö undir eins
og hann komst lil meövitundar
eftir slysið, heimtaöi hann aö
verða fluttur hingað inn. Jæja, ég
47. TBL. VIKAN 39