Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 48
FRÁ RAFHA
56 LlTRA OFN MEÐ UÓSÍ, yfir og undirhita stýrt meS hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð
VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322
izt nóg að vera hrein og snyrti-
leg.
Á öðru ári í skólanum fór hún
að fá verðlaun fyrir frammi-
stöðu sínu og fólk fór að hæla
henni. En alltaf var það fyrir
góðan leik, enginn talaði neitt
um að hún væri neitt sérstök
í útliti. Þetta var síðast á
fimmta tugnum og þá leit helzt
út fyrir að leikkonur yrðu að
vera ljóshærðar og kjánalegar,
til að komast áfram í skemmti-
iðnaðinum.
Glenda passaði ekki sérlega
vel í þann ramma. Hún var
ennþá nokkuð feitlagin og síð-
ur en svo fríð. Einn þekktasti
umboðsmaður leikara í Lond-
on spáði: „Hún mun þurfa að
bíða lengi, en einhvern tíma
verður hún fræg leikkona“. —
Það urðu reyndar níu ár þang-
að til hún „sló í gegníí í fyrsta
sinn, en svo liðu tvö ár, sem
hún fékk ekkert hlutverk.
Þegar hún var tuttugu og
tveggja ára, lék hún gamla
ömmu, í síðum náttkjól með
mikið grátt hár. Árið 1965 lék
hún Ofeliu í Hamlet hjá David
Warner og árið eftir hlaut hún
frægð fyrir hlutverk sitt sem
Charlotte Corday í Marat/
Sade. Eftir vel heppnaða dvöl
í New York, fékk hún Variety
verðlaunin sem „efnilegasta
leikkona í heimi og sér ekki út
úr hlutverkatilboðum.
Hún er mjög umburðarlynd
og lýðræðislega sinnuð. Hún
segir að upp á síðkastið hafi
hún tekið eftir því að fólk
þekki sig á götu, en sjaldan
segist hún verða fyrir óþæg-
indum af því.
—• Það væri ákaflega óþægi-
legt að vekja alltaf eftirtekt,
segir á sinn látlausa hátt. —
Ef maður ætlar að halda áfram
á leiklistarbrautinni — og það
ætla ég að gera og lifa líka
mínu einkalífi, þá verður að
hafa sterkar rætur í hvers-
dagsleikanum. Hversdagsleikinn
þarf heldur ekki endilega að
vera leiðinlgur. Hann getur oft
verið erfiður og þreytandi, en
það er öllum manneskjum
nauðsynlegt að hafa einhverja
erfiðleika að glíma við. Ég gæti
ekki hugsað mér að láta úti-
loka mig frá því að fara sjálf
í kjörbúðina og ég vil líka fá
að þvo þvottinn minn sjálf, ef
mig langar til þess. Glenda
Jackson hallar sér aftur á bak
í stólnum. — S'g vona að ég
fái að vera ég sjálf, halda áfram
aðvera mannleg vera, ekki
verzlunarvara. *
3M -
Framhald af bls. 19.
B.J. Wilson sem er trommu-
leikarinn.
Procol Harum hefur staðið
sig þokkalega, þó ekki sé í dag
sá dýrðarljómi umhverfis
hljómsveitina, sem áður var.
Hljómsveitin hefur ekki dreg-
ið saman seglin ennþá og hef-
ur án efa ekki sungið sitt síð-
asta.
☆
RENSJÖHOLM
Framhald af bls. 22.
Og þá sá ég dyrnar, gamla
timburhurð járnslegna, eld-
gamla.
Birtan af vasaljósinu var
dauf, en samt sá ég að dyrnar
voru læstar! — kyrfilega gadd-
aðar með slagbröndum í sterk-
legum járnkengjum. Hann
hafði læst hana inni, var það
fyrsta sem mér datt í hug. Ó,
Claes . . .
ÍÉg hafði það á tilfinningunni
að hann væri að fela sig fyrir
mér, mér fannst ég heyra eitt-
hvað. — Claes, ertu þarna?
Ekkert svar. É'g lét dvrnar
s+anda opnar og gekk varlega
niður þrepin. Og þá heyrði ég
groinilega að hurðinni var skellt
að baki mér og ég heyrði að
slagbrandurinn var settur fyr-
ir.
fi* þaut upp þrepin og barði
á dyrnar. —• Opnaðu strax,
Claes!
En fótatakið sem ég hevrði
var ekki líkt fótataki Claes, það
voru ekki mjúkir inniskór hans.
Þetta var fótatak fullorðins
manns, sem gekk burt —
ákveðnum skrefum og án þess
að flýta sér.
Framhald í næsta blaði.
3M — BAN6LADESH
Framhald af bls. 19.
er nokkuð langdregin fyrir þá,
sem ekki eru henni kunnugir.
Myndin var tekin á 16 mm
filmu, en stækkuð upp í 70
mm. Tókst sú stækkun mjög
vel, en væntanlega verður það
35 mm útgáfa af myndinni sem
dreift verður. Myndin er í lit-
um og hljóðritun góð, eins og
heyra má af plötunum sjálf-
um. Sala á plötunum og mynd-
inni hefur gefið UNICEF um
140 milljónir ísl. króna í aðra
hönd og er ekkert lát á sölunni.
20th Century Fox tekur hins
vegar sinn venjulega toll af
kvikmyndinni, en allir aðrir
gáfu sitt. Ágóðanum var, eins
og flestum er kunnugt, varið
til hjálpar börnum í Bangla
Desh. Þar sem allir gáfu sína
vinnu við konsertinn og gerð
kvikmyndarinnar, stingur at-
vikið með 20th Century Fox
dálítið í augað, og minnir suma
á texta úr laginu eftir George
Harrison, Bangla Desh: Watch
out now take care, beware of
gready leaders. They‘11 take
you where you should not go.
☆
48 VIKAN 47. TBL.