Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 29
fáum við með geislum. Við
verðum stöðugt fyrir geislun, sem
endurnýjar okkur, og þegar
geislunin hættir, föllum við
saman, dauðinn heldur innrejð
sfna, og lifskrafturinn fer frá
okkur til annarra dauðlegra, sem
erfa okkur.
,,Ég veit ekki, hvort þetta er
rétt”, segir Lil og les upp það,
sem Lúkas skrifar gegnum hönd
hennar. „Allt og sumt, sem ég
veit með vissu, er að ég, Lil
Hjártström, hef ekki skrifað
þetta. Éghef aldrei brotið heilann
um þessa Hluti. E.t.v. hef ég erft
eitthvað af minum lifskrafti frá
visindamanni og vangaveltur
hans hlaðist upp i undirmeð-
vitundi minni”
Ef til vill er það þannig?
TVEIR LITLIR
HERMENN
Framhcild af bls. 13.
,,Við keyptum dálitið handa
þér.”
Hún hrópaði strax upp: „Hvað
er þaö? Segiö mér það! ’
Jean, sem var kafrjóður út að
eyrum, tókst að ná i litla bréf-
pokann i vasa sinum og rétti
henni hann
Hún byrjaði að muðla brjóst-
sykurinn. Hún velti brjóst-
sy kursmolunum uppi i sér,
kinnanna á milli, svo að þær
tútnuðu út til skiptis. Litlu her-
mennirnir tveir, sem sátu fyrir
framan hana, störðu á hana,
hrifnir og glaðir.
Svo fór hún að mjólka kúna og
gaf þeim mjólk i heimleiðinni.
Þeir hugsuðu um hana alla
vikuna Nokkrum sinnum töluðu
þeir jafnvel um hana. Næsta
sunnudag • settist hún niður við
hiið þeirra og ræddi dálitið lengur
við þá Og þau sátu þarna öll
þrjú. hlið við hlið. störðu út i
fjarskann og studdi hand-
leggjunum á hné sér. Þau sögðu
hvert lra smáatvikum hins
daglega lifs i sveitaþorpunum,
þar sem þau höfðu fæðzt. Og
kýrin, sem sá, að mjaltastúlkan
hafði stanzað á leiðinni, teygði
þunglamalega haus sinn i áttina
til hennar og baulaði lágt og lengi
á hana.
Brátt fékkst mjaltastúlkan til
þess að borða brauðmola og
drekka vinsopa með þeim. Hún'
kom oft með plómur til þeirra i
svuntuvasa sipum, þvi að nú var
byrjað að skera upp plómurnar.
Návist hennar örvaði talanda og
hoila litlu Rretagne-búanna
tveggja, og þeir þvöðruðu nú
hvor i kapp við annan likt og
fuglar.
En þriðjudag nokkurn bað Luc
le Ganidec um aukaleyfi. Það
hafði hann aldrei gert áður. Og
hann kom ekki aftur i her-
búöirnar fyrr en klukkan tiu um
[@i Samband ísl. samyinnufélaga
INNFLUTNINGSDEILD V
TÍGRIS
\ͻllt
anttaöajý.
straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg-
um mynztrum og litum.
Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj-
um sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og
lífgið upp á iitina í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
kvöldið. Jean braut heilann um
þetta langa-lengi og var nokkuð
órótt innan brjósts. Hann var að
velta fyrir sér, hver gæti verið
ástæða þess að félagi hans færi
þannig út á óvenjulegum tima.
Næsta dag fékk Luc dálitið af
peningum lánað hjá Jean. félaga
sinum og bað aftur um aukaleyfi
til þess að fara frá herbútyunum i
nokkrar klukkustundir. Þegar
hann lagði af stað með Jean i
göngu næsta sunnudag, hagaði
hann sér mjög einkennilega og
óvenjulega. Hann var ókyrr og
breyttur. Kerderen skildi þetta
ekki, en i huga hans myndaðist
óljós grunur án þess að hann
skynjaði i rauninni, hvers eðlis sá
grunur var.
Þeir sögðu ekki aukatekið orð
hvor við annan, þar til er þeir
komu i skógarlundinn, þar sem
grasið var þegar farið að bælast
niður. Þeir borðuðu hægt
morgunverð sinn Hvorugur
þeirra fann til neinnar svengdar.
Brátt kom mjaltastúlkan i ljós.
Þeir virtu hana fyrir sér, likt og
þeir gerðu á hverjum sunnudegi.
Þegar hún var komin nálægt
þeim, reis Luc á fætur og gekk á
móti henni Hún setti mjalta-
fötuna á jörðina og kyssti hann.
Hun kyssti hann af ástriðu, þrýsti
handleggjunum að hálsi
þess að taka eftir Jean, án þess
jafnvel að muna, að hann var
þarna, án þess að sjá hann.
Framhald á bls. 38.
/1-7 TRI
VIKAN 29