Vikan - 23.11.1972, Blaðsíða 5
engin samtök, og þess vegna er
eitthvað breytilegt eftir stofum,
hve námstíminn er langur, en
hann er 12—16 mánuðir auk
reynslutíma.
4) Já.
5) Þátttaka í fyrrnefndu nám-
skeiði hefur kostað rúmar 20
þúsund krónur, og nemar vinna
kauplaust á stofunum.
Skriftin er Ijómandi falleg og
ber vott um geðprýði og gætni.
Svar til X
Osköp er leiðinlegt að mega
ekki birta þetta skemmtilega
bréf, en við skiljum sannarlega
ástæðurnar. Tveir hrútsmerking-
ar geta vissulega átt skemmti-
legt líf fyrir höndum saman. A
milli þeirra ríkir nefnilega eng-
in hálfvelgja, heldur annað
hvort logandi ástríður eða jafn
svæsinn fjandskapur. Skriftin er
falleg, stafsetning góð, og við
þykjumst lesa úr skriftinni, að
þú sért tilfinningarík og fjölhæf.
Með loðna fótleggi
Kæri Póstur!
Ég ætla að skrifa þér í þeirri
von, að þetta lendi ekki í rusla-
körfunni. Vandamál mitt er mér
mikil raun, og ég hef mikla
minnimáttarkennd út af þessu.
Þannig er mál með vexti, að ég
get aldrei verið í pilsi, eins og
mig langar mikið til þess, þvf
að ég er eins og karlmaður á
fótunum, oll í hárum. Ég hef
tekið þau af mér með háreyð-
ingarkremi, en ekkert dugar, ég
fæ svo miklar bólur af því og
þarf að gera það svo oft, og
það er svo dýrt. Elsku Póstur,
geturðu gefið mér góð ráð?
Hvernig eiga steingeit, dama,
og tvfburi, herra, saman? Hvað
lestu úr skriftinni? Hvernig er
stafsetningin? — Með fyrirfram
þakklæti. Ein 17 ára.
Satt er það, loðnir leggir eru
til lítillar prýði, en okkur finnst
þú mikla þetta alltof mikið fyr-
ir þér. Allir hafa við einhvern
útlitsgalla að striða, og þinn er
ekki verstur við að eiga. Fáan-
legar eru fleiri en ein tegund af
háreyðingarkremi, misjafnlega
sterkar, og miklu skiptir, að
leiðbeiningum sé fylgt út i æsar.
Fáðu ráðleggingar hjá snyrtisér-
fræðingi, e. t. v. er hægt að
lýsa hárin, svo að þau verði
minna áberandi. Svo er nú tizk-
an þér hliðholl. Ungar stúlkur
nú á dögum eru ekki í vand-
ræðum með að fela leggi sína í
hnéháum stígvélum eða munstr-
uðum sokkabuxum.
Steingeit og tviburi geta haft
góð áhrif hvort á annað. Staf-
setningin er ekki nógu góð, en
skriftin er ekki sem verst. Ur
henni þykjumst við m. a. geta
lesið, að þú sért bliðlynd, ein-
læg og dul.
Um blaðamennsku
Elskulegi Póstur!
Seint hefði mér dottið í hug, að
ég færi að skrifa þér, eins og
ég er oft búinn að hlæja að
þessum bjánalegu vandamála-
bréfum frá stelpunum, sem þú
birtir alltaf. En þar kom þó, að
ég sá ekki aðra leið en að snúa
mér til þfn. Mig langar nefni-
lega heil ósköp til að verða
blaðamaður, en ég veit ekki,
hvert ég á að snúa mér, því ekki
þori ég að hringja bara beint í
einhvern þessara háæruverðugu
ritstjóra. Þeir gætu bara skellt á
mig. Ég er 16 ára með lands-
próf og er núna í leiðindadjobbi
á skrifstofu. Hvað á ég að gera?
Hvaða menntunar er krafizt af
blaðamönnum? Er langur
reynslutími? Ingi.
Ef þú ekki þorir að hringja bara
í einhvern þessara háæruverð-
ugu ritstjóra, þá ertu ekki efni í
góðan blaðamann, því sam-
skipti við annað fólk er mjög
ríkur þáttur í starfi blaðamanns-
ins. Annars ertu of ungur til að
byrja strax í blaðamennsku, og
eftir 4—5 ár verðurðu áreiðan-
lena búinn að safna kjarki til
að hringja í einhvern ritstjór-
anna, enda eru þeir ekkert ákaf-
lena hættuleqir. Stúdentspróf
hefur verið talin æskileg lág-
marksmenntun blaðamanna, og
sum blöðin eru farin að setja
það sem skilyrði. Siðan vinna
menn ákveðinn reynslutíma, yf-
rrle'tt 3 mánuði, áður en þeir
v-'ða f’illnildir blaðamenn. Oq
að lokum: það er ágætt, að þú
aetur skemmt þér við lestur
Póstsins, en mundu. að stærð
vandamáls verður aðeins metin
af þ°im. sem við það olímir.
47. TBL. VIKAN 5