Vikan


Vikan - 14.12.1972, Side 17

Vikan - 14.12.1972, Side 17
Hún var búin að biða lengi eftir þeim eina rétta - og svo var hann allt i einu kominn, og ekki einn, heldur þrir! Sá á kvölina sem á völina. Hverjum þeirra ætti hún að giftast? ÞRÍR Ellery Queen er eiginlega þrjár persónur. i fyrsta lagi er þetta höfundarnafn á tveimur höfundum, sem jafnframt eru ættingjar og vinna saman, Frederic Danny og Manfred Lee. í öðru lagi er Ellery Queen önnur aðal- persónan i svo að segja öllum skáldsögum þeirra og smásögum. Sjálfur er Ellery einka- lögreglumaður, og faðir hans kommissar i glæpadeild lögreglunnar i New York. Þessi smásaga ber snilld þeirra ljóst vitni! UTVALDIR Það» var ekki á neinu sviðanna á Broadway, sem leikkonan Modesta Ryan lék stærsta hlutverk ævi sinnar. Það gerði hún i þakibúð I hliðargötu nálægt Madison Avenue. Sýningin átti sér stað sumarnótt eina og undirleikurinn var regnbuldur, þrumur og eldingar. Rafmagnið fór af nokkrum bygg- ingum kríngum Central Park — og Athenia- ibúðirnar voru auðvitað þeirra á meðal. Svo að Modesta Ryan varð að leika sitt mikla hlutverk i öðru ljósi og heppilegra — og það hlaut að takast. Ellery Queen varð ekkert hissa á þessu. Modesta Ryan var aldrei betri en þegar meló- drama var annarsvegar. Allt sem hún hreyfði við sló gneistum. Hún gat ekki einu sinni farið út með hundinn sinn án þess að lenda i fréttunum. Siðasta kelidýrið hennar hafði slitið sig laust i Fimmtu tröð og yfir það keyrt bill, og i þeim bil þurfti endilega að vera ambassador frá einu rikjanna handan járn- tjaldsins. í ástum var Modesta eindæma óláns- skepna. Hún hafði aldrei gifzt. Karlmenn þeir er hún lagði hug á virtust alltaf taka framyfir t)laðrandi smápikur eða svokallaðar dans- meyjar, hverra dans var ekki annað en klúrt likamsið með eitthvað af glitrandi hröngli utan á sér. Og ef einhverjir lögðu hug á hana, þá þoldi hún þá ekki. Biðlar hennar voru af þeirri tegundinni sem, kyssir á hendur kvenna t eykir gegnum munnstykki, einnig þeir sem klæðast reiðbuxum og þunglyndir mennta- skóladrengir með móðurflækjur. En svo var hann allt i einu kominn. Það var of dásamlegt til að vera satt. Og meira að segja i þrennu lagi. Þvi að auðvitað gat ekki öðruvisi farið, að þegar sá rétti loksins skaut upp kollinum, þá sýndu sig um leið tveir aðrir jafnréttir. Þetta var svo sem ekki annað en búast mátti við, þegar Modesta Ryan átti i hlut, og i nokkra mánuði var það helzta umræðuefnið á' Broadway. Hverjum þeirra þriggja skyldi hún nú giftast? Jock Shanville hafði aðalhlutverkið i leiknum, sem Modesta æfði þá einmitt undir, miðaldalegu stykki frá Feneyjum þar sem búningar voru skrautlegir og miklir fyrir- ferðar. Hlutverkið lét honum prýðilega, hann hafði klassiskan hliðarsvip, var fráneygur og snotrir fætur hans nutu sin vel i aðskornum buxum. Jock var að visu kvæntur, konan hét Pauline og var fyrrverandi sýningarstúlka, en hún var ekki til trafala. Hann hafði verið farinn að hugleiða skilnað löngu áður en hann ákvað að Modesta Ryan skyldi taka við af henni. Þótt hugsanlegt væri að Pauline liti öðruvisi á málin, þá lét hann sig það §ngu skipta. Svo var það Kid Catt, risi með kolsvartar augabrúnir, sem heillaði fólk gersamlega með ætið fersku brosi i sjónvarpinu. Þetta bros, sem annars var heldur kalt, var orðið hans vörumerki. Kid hafði likama sinn fyrir sinn guð, sjálfsafneitun var trúarjátning hans Framhald. á næstu síðu. 50. TBL. VIKÁN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.