Vikan


Vikan - 14.12.1972, Page 29

Vikan - 14.12.1972, Page 29
. . . ..iarðvegur fyrir raunhæfari skoðanaskipti um aðstöðu þessa sjómanns i veröldiiim. . . .að fá breidd i persónugalleriið .... . . ,og finna . . .einhver skáldskapargildi i sambandi manns og umhverfis. — Það yrði undir ýmsu komið, miðaðist við það fjármagn sem fyrir lægi. Mest um vert að ráðast ekki i meira en við- ráðanlegt er hverju sinni. — Myndin er fyrst og fremst hugsuð fyrir sjónvarp? — Já, i þessum búningi meir að segja fyrir erlent sjónvarp þvi hún er i litum og skýringar- textalaus með það fyrir augum að hver sjónvarpsstöð geti þá gert við hana þær talaðar skýringar sem talið yrði nauð- synlegt i hverju landi. Sumar þjóðir eru kunnugri sjómennsku en aðrar. Vonandi fær hún þó að standa skýringarlaus sem viðast. — Er myndin ef til vill að ein- hverjum parti hugsuð sem kynning erlendis á undirstöðu- atvinnuvegi okkar, ekki sizt þá viðvikjandi landhelgismálinu? — Það hafa nú aðrir séð fyrir þeim beina áróðri i þvi sam- hengi. Þessi mynd heitir bara ,,Róður”, ekki „Áróður”, og er ekki af þeirri gerð sem ætluð er til þess beinlinis að sannfæra einn eða neinn um nokkurn mál- stað. Þó má hugsa sér að svona mynd vinni lika sitt gagn — ef fólk hefur gaman af þvi að sjá og kynnast umhverfi sjómanna, lifi þeirra og vinnu þá getur það orðið jarðvegur fyrir raunhæfari skoðanaskipti um aðstöðu þessa sjómanns i veröldinni. Liggi okkur áróðurinn á hjarta þá mætti kannske segja að þessi gerð mynda sé jarðyegurinn þar sem siðar mætti sá i fræi áróðurs eða frekari upplýsinga. Hver veit? — Hvað er fyrirhugað um sýningu myndarinnar hér á landi? — Það er margt skrýtið i kýr- hausnum. Til þessa hefur sjón- varpið hér ekkert viljað við mig verzla. Meðal annars þess vegna hef ég miðað gerð þessarar seinustu myndar einvörðungu við erlendar sjónvarpsstöðvar með litsendingum. En þá bregður svo við að áhugi þeirra hérna við Laugaveginn vaknar skyndilega eftir öll þessi ár. Sjónvarpið hérna er búið að h'rciwhnld á hls. 50. 50. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.