Vikan


Vikan - 14.12.1972, Side 33

Vikan - 14.12.1972, Side 33
„Ég vil helzt ferðast ein”, segir Elin, ,,ég vil komast i náin kynni við fólkið á hvcrjum stað, kynnast siðuni heimamann'a, borða þeirra mat”. oft að yrkja um mig visur i sviðaveizlum Ferðafélagsins, sem ég var fastagestur i, og þær byrjuðu allar svona: ,,Elin Pálma að norðan”, og hann hlustaði ekki einu sinni á mig, þegar ég reyndi að koma Suður- nesjablóðinu minu að. — Hvaðan hefurðu svo þennan fróðleiksþorsta og ferðalöngun, sem hafa gert þig að blaðamanni og viðförlum ferðalangi? — Ég veit það ekki. Ég hef alltaf verið ógurlega forvitin. Ég hef eiginlega veriö á fartinni, frá þvi ég var litil stelpa. Ég man t.d. eftir þvi, þegar Bretar komu hingað og hernámu landið. Við áttum heima á Lindargötunni og sáum vel yfir ytri höfnina. Pabbi kom inn til okkar systranna um morguninn og sagði okkur, að það væru komin skip og bærinn fullur af hermönnum og ,, . . .héðan fer enginn út úr húsi”, sagði hann. En það leið ekki á löngu, áður en ég hafði smeygt mér út og við Ella, vinkona min á Vatnsstignum, komnar á hjólunum okkar niður að höfn og stuttu siðar upp i bæ og að þýzka sendiráðinu, þar sem verið var að sækja fanga, liklega Gerlach. Nei, við skyldum sko ekki missa af neinu. Og þannig hefur það alltaf verið. — Hvenær fórstu i fyrsta skipti til útlanda? — Ég fór á norrænt stúdenta- þing i Osló, þegar ég var i háskólanum. En fyrsta stóra ferðin var náttúrlega vera min hjá Sameinuðu þjóðunum i New Við rengum Ellnu til þess að sýna lesendum Vikunnar ögn af sinum mörgu skemmtilegu munum. Hún er klædd batikkjól frá Malasiu með armband úr filabeini og skurðgoð frá Nigcriu milli handanna. Niður úr loftinu hangir kinversk lukt, á veggnum cru leik- brúður frá Malasiu. Á boröinu er listaverk eftir vinkonu Elinar, Gerði Helgadóttur, fagurlega útskorin filabeinstönn frá Nigeriu, grænlenzk stytta, litill japanskur filabeins- guð og kínverskur karl úr rósaviði. York. Ég fór að vinna hjá utan- rikisráðuneytinu fljótlega eftir stúdentspróf 1947, og þegar ég hafði unnið þar i eitt ár varð að ráði, að ég færi á námskeið, sem haldið var fyrir ungt fólk frá ýmsum löndum heims til þess að kynna starfsemi Sameinuðu þjÓðanna. yrdtnhnlcl ó bls. .lá 50. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.