Vikan


Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 36

Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 36
I AÐ PRÍLA UPP GAFLINN Gunnar Jökull Hákonarson. Hefur nokkur séð Mána í tunglskini? Hefur nokkur séS Mána príla upp gafl í tunglskini? Þetta kann að hljóma undarlega, en það er nú einmitt það, sem hljómsveitin Mánar hefur gert að undan- förnu. Ég ræddi við þá fyrir nokkru og eru þessi skrif byggð á því, sem þar kom fram. 36 VIKAN 50. TBL. Björn Þórarinsson. alveg verið með þessi böll þarna fyrir austan.“ (Og það fer víst ekki á milli mála, hverjir hafa verið með böllin þarna fyrir austan). Aðsókn hefur verið mjög góð og það hefur lítið þýtt fyrir hljóm- sveitir af Reykjavíkursvæðinu að halda ball þarna fyrir aust- an, ef Mánar eru svo að segja á næsta bæ. „Það hefur jú kom- ið fyrir einu sinni,“ segir Gunnar Jökull, „að ég hef far- ið vel út úr því að spila fyrir austan, áður en ég byrjaði með Mánum. Það var þegar Mánar samþykktu að fara út af svæð- inu.“ Guðmundur Benediktsson spilar á rafmagnspíanó, auk þess sem hann hefur alltaf gít- ar við höndina. Spilar hann á hvort tveggja jafnt og syngur einnig. Hann var einn stofn- Guðmundur Benediktsson. Hljómsveitin Mánar hefur verið starfandi nú um sjö ára skeið. Þessum sjö árum hefur að mestu verið eytt fyrir aust- an fjall, en þó hafa Mánar lagt land undir fót og þá víða kom- ið við. Þeir hafa aflað sér vin- sælda og virðingar um land allt og þó svo þeir starfi lítið sem ekkert á höfuðborgarsvæð- inu, verður hljómsveitin að teljast ein sú vinsælasta á landinu. Lítið hefur borið á hljómsveitinni, en þeir hafa spilað óslitið í sjö ár eins og áður sagði, en ekki með sama mannskap þó. Það er aðeins einn þeirra, sem verið hefur óslitið frá upphafi. Það er Ólafur Þórarinsson eða Labbi, eins og hann er kallaður. — Labbi spilar á gítar og flautu, auk þess að vera einn aðal- söngvari hljómsveitarinnar. — Ólafur Þórarinsson. Björn Þórarinsson er bróðir hans og spilar á orgel og svo- lítið á gítar, svona í laumi. Einhver vildi bera upp á hann saxafóninn líka, en við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að hann hafði jú spilað á saxafón um ævina, en það var bara eitt lag, sem fór á eina af plöt- unum þeirra. Það var eins og hann vildi gleyma því sem fyrst, svo við skulum bara gera það líka. „Ég hef nú verið í þessu spiliríi í um 10 ár, þ. e. þrjú ár áður en Mánar urðu til. Eg hef aldrei lært neitt að spila, þangað til núna, að ég sæki einkatíma á gítar og flautu.“ Þetta sagði Labbi einnig: „Hljómsveitin byrjaði fyrst að taka við sér fyrir svona fimm árum, og hefur verið að príla upp gaflinn síðan. Við höfum

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.