Vikan


Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 37

Vikan - 14.12.1972, Qupperneq 37
Smári Kristjánsson. enda hljómsveitarinnar, fór í skóla og svoleiðis, en byrjaði aftur ‘68 og var fram á haust, hætti aftur og kom endanlega inn aftur ‘71. „Ég byrjaði sem gítarleikari, en dútlaði síðan dálítið á orgel. En ég er nú aðallega með rafmagnspíanóið, auk þess sem ég gríp öðru hvoru í gítarinn.“ Guðmundur hefur lokið fyrsta bekk í söng- kennaradeild Tónlistarskólans og hyggur á frekara nám. Hann er annar aðalsöngvari hljóm- sveitarinnar. Það fer ekki á milli mála, að það gefur hljómsveitinni meiri fyllingu að hafa bæði orgel og rafmagnspíanó. Skil- yrði þess þó, að aukahljóðfæri komi vel út í einni hljómsveit, er að grunnhljóðfærin og leik- ur á þau sé í góðu lagi. Grunn- hljóðfæri eru bassi og tromm- ur. Smári Kristjánsson spilar á bassann. Hann byrjaði með Mánum ‘67 og hefur verið óslitið síðan. A,ðspurður um, hvort honum fyndist mikill munur á að spila með Gunn- ari Jökli á trommunum, kvað hann já við. Það heyrist líka greinilega, að taktur hljóm- sveitarinnar er orðinn miklu fastari og ákveðnari en áður var. Gunnar Jökull tók við trommunum fyrir rúmum tveimur mánuðum af Ragnari Sigurjónssyni, sem er nú með hljómsveitinni Brimkló. Gunn- ar hefur lengi verið þekktur sem einn okkar bezti trommu- leikari, og án efa á hann eftir að hafa áhrif á hljómsveitina til hins betra. Nú þegar allir meðlimir hljómsveitarinnar hafa verið kynntir til leiks, er ekki úr vegi að reyna að fræðast um eitt- hvað varðandi hljómsveitina sjálfa. Hún hefur látið þrjár plötur frá sér fara, tvær litlar og eina L.P. plötu. Þeir eru ánægðastir með útkomuna á L.P. plötunni og er það ekki að undra. Þó mun pressunin á þeirri plötu hafa verið sl,æm, en upptakan mun hafa tekizt þokkalega. Þeir höfðu þá að vísu takmarkaðan tíma (alltaf sama sagan), auk þess sem — „við vorum algjörir sveita- menn í þessu öllu saman“. En gerðar plötur eru liðin tíð og því ekki ástæða til að fjölyrða um þær frekar. Ef til vill fá- um við plötu frá þeim á ári komanda. „Við reynum að hafa kraft- mikla og góða músík á dans- leikjum, músík sem fólkið get- ur skemmt sér við, því dans- hljómsveit er jú til þess að skemmta fólki á dansleikjum. Við gætum eðlilega verið með Framhald á bls. 51. Mánar. TaliS frá vinstri: Gunnar Jökull, Smári, Ólafur (Labbi), Björn, Gúðmundur. edvard sverrisson 3m músik með meiru 50. TBl. .VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.