Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 8

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 8
Friðþjófur Nansen Friöþjófur Nansen var Norö- maöur, fæddur aö Stóru-Frön á Vestur-Akri hinn 10. október 1861. Faöir hans var málafærslumaö- ur, kunnur fyrir menntun og sám- vizkusemi 1 öllum viöskiptum. Strangur var hann sem heimilis- faðir, bæöi viö sjálfan sig og aðra, en ljúfmenni i raun og var orð á þvi haft, hve alúðlegur og prúður hann var I framkomu við hvern sem I hlut átti. Móöir Friðþjófs var dóttir Wed- els baróns að Fornabúi. í þeirri ætt höföu margir verið hraust- menni og fullhugar, þeirra á með- al herforingjar, er getið höföu sér frægð i orustum. Sjálf var hún kjarkmikil, dugleg húsmóðir og fróð vel. Friðþjófur Nansen var sjötti maður i beinan karllegg frá Hans Nansen, er var yfirborgarstjóri Kaupmannahafnarborgar á ár- unum 1658 og 1660: frægum manni fyrir hugrekki, snarræði, hreysti og gáfur. Bráðþroska hef- ur Hans verið, þvi það er i frásög- ur fært, að hann fór sextán ára að aldri á skútu með föðurbróður sinum norður til Hvítahafs, nam rússnesku, er þeir höfðu vetur- setu á Kólaskaga, fór siðan um vorið einn sins liðs I ferö um Rússland þvert og kom til Kaup- mannahafnar að áliðnu haustí. Tvitugur að aldri tók hann að sér forustu leiðangurs, er afla skyldi loðskinna i Petsjórahéruðunum fyrir Danakonung, en þegar þangað kom, bað sjálfur Rússa- keisari hann að takast á hendur rannsókn á strönd Hvitahafsins. Er Hans Nansen kom heim úr þeirri för, gekk hann I þjónustu tslenzka verzlunarfélagsins og varð siðan forstöðumaður þess um áratuga skeið. Hann reit og bók eina, nokkurskonar handbók er fjallaði um landafræði, eðlis- fræði og timatal, en hafði auk þess aö geyma sjávarfallatöflur, greindi frá misvisun sólar og stjarna og aðferðum við mælingu sólarhæöar. Þótti mörgum, en þó einkum sjófarendum, bók þessi hið mesta þarfaþing, enda kom hún út i mörgum útgáfm. Fræg- astur varð þó Hans Nansen fyrir þann þátt, sem hann átti að vörn Kaupmannahafnar, þegar Karl Gústaf Sviakonungur fór með strlð á hendur konungi Dana og setti her á land á Sjálandsströnd. Þótti öll stjórn og athöfn yfirborg- arstjórans þá hin frækilegasta. Þaö var og hann, sem loka lét hliðum borgarinnar og setti við þau vopnaða verði, er þingmenn ætluðu að laumast á brott úr borginni I þvi skyni, að konungur og borgarastéttirnar kæmu ekki I framkvæmd þeirri fyrirætlun sinni, að hnekkja valdi aðals og klerka þar i riki. Atti Hans Nan- sen þvi drjúgan þátt að sigri kon- ungs og borgarastéttanna i þeirri sennu, er I raun réttri mátti stjórnarbylting kallast. Margt var þaö I skapgerö Frið- þjófs Nansens, er benda þótti til, að ýmislegt I fari hans væri sótt að erfðum til þessa fræga forföð- ur. Þegar á æskualdri vandist Friðþjófur við útiiþróttir, göngu- ferðir og veiðar. Hann skaraði skjótt fram úr flestum jafnöldum slnum að likamlegu atgervi og fræknleik. Einkum lagði hann stund á skiðastökk, skiðagöngur, skautahlaup og sund. Vann hann mörg ágæt afrek i þeim Iþrótta-' greinum, einkum þó skiðagöngu. Skólanám stundaði hann og með mestu kostgæfni og tók inntöku- próf i Oslóarháskóla með ágætis- einkunn. Þá tók hann og að iðka fjallgöngur af kappi og dirfsku. Árið 1882 sigldi Friðþjófur Nan- sen norður i Ishaf með selveiði- skipi er „Vikingur” nefndist. Þá för fór hann i rannsóknaskyni, að áeggjan R. Collets prófessors i dýrafræði. Vikingur hreppti veð- ur ill I för sinni. Við selveiðarnar reyndist Nansen þaulvönum sela- bönum slyngari, og enginn skip- verja komst i hálfkvisti við hann i aflraunum og iþróttum. t júni- mánuði festist Vikingur i Isnum og rak með honum til Grænlands og suður með strönd þess. 1 þeim hrakningum komst Nansen i kynni við Isbirnina, felldi nokkra og sýndi frábært harðfengi og rannsóknum af kappi miklu, reit greinar og bækur um liffræðileg efni og hlaut viðurkenningu þeirra, er dómbærastir voru. Er talið vist, að honum mundi hafa auönazt að vinna merkileg afrek á sviði visindarannsókna, ef hug- ur hans hefði ekki tekið að beinast að öðrum viðfangsefnum, sem þó að vissu leyti hljóta að teljast vis- indalegs eðlis. Arið 1888 vann Nansen sér heimsfrægð fyrir það afrek, að ganga á skiðum yfir Grænlands- jökul þveran. 1 þeirri för voru með honum þrir Norðmenn og Tveir Lappar. Nansen hafði sjálf- ur annazt allan undirbúning leið- anbursins. 1 förinni vann Nansen að jöklarannsóknum og uppgötv- aði ýmsar merkar staðreyndir á þvi sviði, er mönnum höfðu áður verið ókunnar. Mikilsverðust var samt för þessi fyrir sjálfan hann: I henni hlaut hann reynslu við- vikjandi ferðalögum um heims- skautssvæði og öðlaðist þekkingu um margt, er snerti fararbúnað og tilhögun, og kom sú þekking honum að góðum notum siðar meir. Friðþjófur Nansen dirfsku i viðureign við þá. Árið 1924 reit hann bók um þessa för: ,,Á slóðum sela og bjarndýra”. Ariö 1884 gekk Nansen á skiðum einn sins liðs frá Björgvin til Oslóar, keppti þar á skiðamóti og hélt síðan aftur til Björgvinjar, einn I för sem áður. Um þetta leyti hafði Nansen fengið stöðu við dýrasafn I Björg- vin. Þar vann hann að visinda- 1893 lagði Nansen af stað til Noröur-lshafsins i för þá, er frá veröur sagt hér á eftir. A meðal landkönnuða og heimsskautafara ber Nansen hæst. Ekki aðeins fyrir afrekin, er hann vann á þeim vettvangi, heldur og einkum vegna þess, að hann var göfugmenni og mikil- menni: garpur, er skaraði fram úr flestum að hreysti, dirfsku, iþróttum og öllu lik'amlegu at- gervi, en samt gætinn vel, — gáfumaður, búinn hæfileikum, elju og þrautseigju visinda- mannsins, enda tókst honum að vinna afrek á sviði visinda, þótt ekki helgaði hann þvi starfi nema nokkur ár sinnar löngu og dáðriku ævi. Og hann var hugsjónamaður og skáld, hugsjónamaður, sem ekki hikaði við að fórna öllu, jafn- vel lifi 'sinu, i baráttu fyrir hug- sjónum sinum: skáld, sem orti i dáðum og klæddi hugsjónir sinar og frásagnir svo fögrum ljóðræn- um búningi, að ekki gera mörg orðsins skáld slikt betur, þau er snjöll eru talin. Hann var og ein- lægur unnandi ættjarðar sinnar og stjórnmálaskörungur, sem i ræðu og riti barðist fremst i fylk- ingu fyrir frelsi og sjálfstæði þjóöar sinnar og vann löndum sinum oftar en einu sinni ómetan- lega heillarikt starf, er þeim reið mest á. Er til dæmis álit manna, að hann hafi átt mestan þátt að þvi, hve giftusamlega tókst för nefndar þeirrar, er Norðmenn sendu til Ameriku 1917 I þvi skyni að semja um matvælakaup, en Nansen var formaður nefndar- innar. Hefði erindi nefndarinnar miður tekizt, er hætt við að þröngt hefði orðið i búi Norðmanna um skeið. Þótt Nansen léti stjórnmál til sin takatvar hann jafnan hafinn yfir allar flokkadei lur, smá- smugulegar hagsmunaskærur og blekkingaáróður. Þvi réð hug- sjónagöfgi hans og sannleiksást. Þvi var og það, aö Þjóðabanda- 8 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.