Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 20

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 20
AÐ GIFTAST? ,,Heyrðu, hvenær ætlar þú eiginlega að gifta þig?” Ógiftar stúlkur, sem komnar eru yfir tvitugt, fá ærið oft að heyra þessa spurningu. Þó vita all- ir, að sumum stúlkum væri það fyrir beztu að ganga aldrei i hjóna- band. öðrum kemur það bezt að skemmta sér vel og lengi og njóta þess að vera öllum óháðar, áður en þær giftast. Og enn aðrar eru bezt komnar i hjónabandi sem allra, allra fyrst. Hvernig er þessu varið með þig? Þú getur komizt að þvi með þvi að gangast undir þetta próf. Krossaðu einfaldlega við eftirfarandi stað- hæfingar, eina i hverj- um hluta prófsins, eftir þvi hver þeirra fer næst þinni eigin skoðun. I. HÚSGÖGN a) Þegar stúlka gengur i hjónaband og stofnar heim- ili, á hún að búa ibúð sina hús- gögnum eftir eigin smekk. Það er fyrst og fremst hún, sem býr i ibúðinni. b) Til þess að halda heim- ilisfriðinn á hún að fara eftir smekk mannsins»*sins i vali á húsgögnum. c) Þó smekkur hennar og manns hennar falli ekki saman, á hún að halda þvi til streitu, að hún ein fái að ráða öllu um innréttingar heimilis- ins. d) Hjón eiga að velja allt, sem viðkemur heimil- ishaldinu i sameiningu. Að öðr- um kosti kunna þau aldrei við sig á sinu eigin heimili. e) Eiginkona á i öllu að láta að vilja manns sins, hvað viðkémur húsbúnaði henn- ar og manns hennar, enda er það hann, sem á að borga hann. ir a) Nýgift stúlka á ein- göngu að haga matseldinni að eigin geðþótta og manni hennar ber að venja sig á að þykja maturinn, sem hún býr til, góður. b) Ekkert er jafn þýðingar- mikið hjónabandssælunni Og matreiðslusnilld eiginkon- unnar. Þess vegna á hún alltaf að vanda sérstaklega til mat- reiðslunnar. c) Hún á alltaf að hafa uppáhaldsmatinn hans á borðum. . d) Konan ein á að sjá um allt, sem lýtur að eldhús- störfunum. e) Margir karlmenn eru ágætir kokkar. Hjónin eiga þvl að sjá um matarinnkaup I sameiningu og jafnvel matr- eiðsluna lika. III. BÖRN a) Kona á þvi aðeins að eignast barn, að hang sjálfa langi til þess, sama hvað öllum öðrum finnst. b) Hjón ættu engin börn að eiga, ef þau hafa ekki að- stæður til þess (fjárhagslega til dæmis). c) Manninum er það mikil- vægt, að ættin haldist við og þess vegna eiga hjón að eignast börn. d) Það álit almennings, að aðeins giftar konur eigi að eignast börn, er úrelt. e) Börn eru hin eina sanna IV. KYNLÍF a) Konu ber að taka fullt tillit til kynlöngunar manns síns. Kynlöngun hennar er minni en hans. b) Hún hefur fulla heimild til að neita manni slnum um blfðu sina, ef henni býður svo við að horfa. c) Kona á að vera fullt eins opinská i kynlifi sinu og karlmaðurinn. d) Konu á að vera það kappsmál að falla manni slnum I geð kynferðislega. e) Fullkomið kynlíf bygg- ist fyrst og fremst á þvi að gefa og þiggja. V. SAMKVÆMISLÍF a) Sérhver eiginkona á að eiga sinn eigin kunningja- hóp, sem hún velur að eigin geð- þótta. b) Eiginmaðurinn á að gefa sig að öllum gestunum I samkvæminu og þó að hafa tíma til að hafa ofan af fyrir konu sinni. c) Þegar hjónin fara saman út að skemmta sér, á eigin- maðurinn að veita konunni sér- staka athygli. d) Það er la-ngt frá þvi að vera heppilegt, að hjónin fari saman út að skemmta sér. Betra er að konan fari ein út stöku sinnum. e) Hjónin eiga að gefa sig þvi nær eingöngu hvort að öðru, þegar þau fara út á meöal fólks. Niðurstööur eru á bls. 38 20 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.