Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 46
Linguaphune Þú getur lært nýtt tungumdl á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú lærðir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síðan. Þú hef ur meðfædd- an hæfileika til að læra að taia á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannað það. — Við sendum þér að kostnaðarlausu upplýsingapésa um námið. — Þegar þú hefur tekið ákvörðun, — sendum við þér linguaphone námskeið í því tungumáli, sem þú ætlar að læra. Paydov^, &st- I cuujro vVJta \CÁ ? “ UNGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóðfærahús Reykjavíkur • Laugav.96 -sími 13656 HjLj>.ii ».TSTTWMT Fullnaóargreiðsla kr 5.200.- fylg Sérstakir greiásluskilmáli afborganir á víxlum — 3x 1000- Póstkrafa kr. 5.400.- kr. 2.500.- þrjár mánai sarrtals kr. 5.500.- LINGUAPHONE Hljóðfærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK drykkju. Nokkrir þeirra komu um borft i Fram. Skipverjar máttu lengi muna heimsókn þeirra, þvi ilúsin, sem þeir skildu eftir i skip- inu, reyndist bæöi hvimleiö og þaulsætin. Návatnspollar og rostungar Frá Kjabaróva lögöu þeir út á Karahaf, en þaö haf er illræmt meöal Noröurfara, sökum isreks, storma og strauma, en þó-einkum vegna hinna svonefndu „návatns- polla”. Návatnspollar eru grunnt lag af fersku vatni, er sumstaöar safnast ofan á saltvatniö og dregst meö skipum þeim er i poll- ana sigla. Þykir slikt heldur óskemmtilegur djöfull i dragi, og öröugt er aö losna viö hann. Er þeir létu úr höfn i Kjabaróva, vildi þeim til sú óheppni, aö eldur var laus i vél- bátnum, sem fór á undan skipinu til aö mæla dýpiö, en Nansen var sjálfur i vélbátnum. Munaöi minnstu, að báturinn brynni, og var lán mesta, að ekki skyldi hljótast klys af. A Karahafi hrepptu þeir storma ööru hverju, og ekki fóru' þeir heldur varhluta af baráttUnni viö straumana og isrekiö, en Fram reyndist hiö ákjósanlegasta og traustasta skip. Þeir fundu eyjar, áöur ókunnar, gengu þar á land, fóru á bjarndýraveiöar og skutu fugla, en störfuðu auk þess að vis- indálegum athugunum á jurta- gróöri og jarðlögum. Hinn 9. og 10. sptember sigldu þeir fyrir Tséljuskinhöfða og fóru hinn 19. september framhjá nyrzta odda hins gamla heims, sem þeir kvöddu með fallbyssuskotum og veizluhaldi. Þaðan var stefnt til rekissins við Ný-Sfberlueyjar. öll segl voru höfö uppi, og var drjúg- ur skriður á skútunni. Þegar þeir komu inn i rekisinn, lentu þeir i veiöiævintýri, sem mörgum þeirra þótti hið nýstár- legasta. Það var árla morguns. Henrik- sen Ishafsskipstjóri, sem var þrautreyndur veiöimaöur, kallaöi til skipverja og sagði, að rost- yngshópur lægi á isjaka skammt frá skipínu. Nansen, Henriksen og Juell matsveinn stigu'i bát,al- vopnaöir skutlum og byssum, og reru að jakanum. „Hamingjan hjálpi mér! En þau býsn af kjöti!” varð matsveininum aö oröi, er hann sá ferlega rostunga- na liggja i þéttri þvögu á jakan- um. Henriksen gerði tilraun til aö skutla einn rostunginn, en skut- ullinn geigaöi hjá marki. Hvinur- inn af honum varð til þess aö vekja athygli rostunganna á hætt- unni, og þá voru þeir ekki svifa- seinir, þótt þeir virtust stirölega vaxnir, allur hópurinn brölti aö skörinni og steypti sér i hafiö, en samt tókst Nansen aö fella tvo þeirra meö skoti, um leiö og þeir bröltu fram af. í næstu andrá kom hópurinn úr kafi, og þá umhverfis bátinn. Lét hann heldur ófriölega, öskraöi og bylti sér, en gusurnar gengu yfir veiðimennina i bátn- um. Leit helzt út fyrir, aö rost- ungarnir hygöu til árásar á bát- inn, og heföi það getað reynzt af- drifarikt, þvi þeir eru þunghögg- ir, ef þeir koma tönnum viö. Ekki varö þó af árásinni, en Nansen tókst enn aö drepa tvo rostunga meö byssuskoti. Henriksen festi skutla I þá, og gátu þeir félagar dregiö þá aö skútunni og innbyrt þá, er óíátunum linnti. Seinna þennan sama dag veiddu skips- menn tvo rostunga til viöbótar. Þessar veiöar voru þeim ekki aö- eins tilbreytingarrikt ævintýr, heldur og einnig mikilsverö vista- öflun, þvi loft er kalt og geril- snautt á þessum slóöum, svo auö- velt er aö geyma kjöt og önnur matvæli von úr viti, án þess aö rotnunar eöa annarra skemmda veröi vart. Lagzt til reks Um langt skeiö var siöan siglt i noröur. Sjór varö auöari, eftir þvi sem norðar dró. Skútan gekk vel, enda var byr góöur og vélin látin auka skriöinn, þótt öll segl væru uppi. Hinn 20. september náöu þeir aö isröndinni á 77 gr. 44’ norðurbreiddar. Hinn 22. sama mánaðar lögðust þeir viö akkeri i Isbreiðunni, en þá voru þeir staddir á 77 gr. 43’ n. br og 134 gr. austl. lengdar, Þar hófst rekiö, og nú valt allt á þvi, hvort kenningar Nansens um hafstrauma á þess- um slóðum reyndust réttar eða ekki. Þeir félagar fengu nú ærið aö starfa, þar eö hin langa heim- skautsnótt fór i hönd og ekki dugöi aö mæta heimsókn hennar án þess að hafa nokkurn viöbún- aö. Skútunni varö að breyta úr skipi i langdvalarheimiM,i vinnu- §tað og rannsóknarstöö leiöang- ursmanna. Vélarnar voru teknar sundur og hver hluti þeirra hreinsaður, smurður og lagöur til geymslu. Herbergjunum i skipinu var breytt i trésmiðjur, málm- smiöjur og vinnustofur fyrir seglasaum. Sumir skipverja unnu aö smiði skiöa, sleöa og húðkeipa, en þeir, sem óhagari voru telgdu tréskó eða smiðuðu axarsköft. Allir voru önnum kafnir, þvi nú reiö á að búa sig sem bezt undir hina langvinnu orustu viö myrkr- iö, kuldann og rekisinn, svo aö ekki sönnuöust hrakspár þeirra, er vantrúaðir voru á, aö förin mætti takast. Auk þess vita heimsskautafarar, að likamleg áreynsla og starfshugur er ein hin bezta vörn gegn ásókn erkifjanda allra þeirra, er um noröurslóðir feröast: skyrbjúgsíns. Þeir, sem önnuöust visindaleg- ar rannsóknir, höföu og nægum verkefnum aö sinna. Veöurathug- anir voru geröar á tæpra f jögurra klukkustunda fresti allan sólar- hringinn og stjarnfræöilegar at- huganir annan hvern dag. Auk þess framkvæmdu þeir athuganir á seltu og hita sjávar, is, raf- magni loft og noröurljósum, mældu hafdýpt og strauma og unnu aö sjávarbotnsrannsóknum. Löng sambúö fárra manna viö algera einangrun er eitt af þeim mörgu vandamálum, sem for- ustumenn könnunarleiöangra eiga viö aö fást. Aö visu er ekki svo mjög hætt viö, aö til sundur- þykkju dragi á sjóferðum eöa landferöum, þótt langar séu, þvi veörabrigöi skapa fjölbreytni I störfum og hugsunum á sjó, og umhverfið tekur alltaf nokkrum stakkaskiptum, þegar um land er fariö, jafnvel þó slétt sé. En þegár fáir menn dvelja einhvers staðar langan tima um kyrrt, fjarri um- heiminum og án sambands viö hann, vill tlöum fara svo, aö ein- angrunin og fábreytnin veikja taugar þeirrá og skapþrek. Þeir veröa leiöir hver á öörum, upp- stökkir og uppnæmir fýrir smá- munum, eöa þeir hneigjast til 46 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.