Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 9
lagið leitaði til hans um forustu alþjóðlegrar hjálparstarfsemi, er mikill hluti Evrópuþjóða leið i viti þjáninganna, sem sigldu i kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Þar vann Nansen starf , sem halda mun nafni hans lengst á lofti og varð til þess, að þúsundir manna blessa minningu hans. Ber hann ekki lægra I sveit friðarsinna og mannvina en meðal landkönnuða. Af öllum þeim góðu hæfileikum, sem hann var gæddur, hlaut hann ef til vill i rikustum mæli þann hæfileika að þroska þá til hins ýtrasta, hagnýta þá til afreka i hverju þvi starfi, er hann hafði með höndum og einbeita þeim með öllu sinu mikla þreki og viljastyrk til gagns og blessunar. Nansen var hár maður vexti, vel limaður, hvatur i hreyfingum, en stilltur og gætinn i framkomu. Hann var ljóshærður, langleitur, svipmikill og sviphreinn. Augu hans voru gráblá, augnaráðið ihugult og hvasst, en þvi gat þó brugðið til viðkvæmni og mildi, einkum er hann ræddi við börn. Rödd hans var djUp, sterk og hljómmikil. Hann var og vel máli farinn, og þegar hann hélt ræður, var allur málflutningur hans þrunginn alvöru og einlægri hrifningu. A unglingsaldri var hann fifldjarfur til afreka, en með árum óx honum gætni og raun- hæft mat á örðugleikum. og manna bezt kunni hann að hag- nýta sér reynsluna, er hann hlaut iglimunni viðþá. íþróttum og Uti- lifi unni hann alla ævi, og hvergi kunni hann betur við sig en Uti i skógum eða á háfjöllum uppi. Nansen lézt 13. mai 1930 og var borinn á bál á þjóðhátiðardegi Norðmanna, 17. mai. Framleiðangurinn Tildrög Arið 1884 ritaði Mohn nokkur prófessor grein i norskt dagblað um afdrif Jeanetteleiðan'gursins svonefnda. Fimm árum áður hafði Ame- rikumaður einn, De Long að nafni, stefnt leiðangursskipi sinu, „Jeanette”, inn á Beringssund. Skipið festist i isnum, rak með honum i 22 mánuði samfleytt, unz það brotnaði og sökk 12. jUni 1881 i rekisnum á 77 gr 15’ norðlægrar breiddar, eða norður af Ný- Slberiueyjum. Nokkrir leiðang- ursmanna, þeirra á meðal De Long, náðu landi við Lenafljót eftir hrakninga mikla og þrautir, komust spölkorn inn á sléttuna, en fórust þar Ur húngri og kulda. En grein Mohns prófessors fjaliaði ekki aðeins um hin ömur- legu afdrif leiðangursmanna, heldur og einnig um þá furðulegu staöreynd, að ýmislegt var nU tekið að reka Ur „Jeanette” á suðvesturströnd Grænlands, þess á meðal einar oliubuxur. Mohn prófessor áleit aöeins eina skýr- ingu koma til greina á þessari ráögátu: að rekaldið Ur „Jeanette” hefði borizt með Is- jaka yfir þvert Norður-lshaf, meðfram austurströnd Græn- lands, suður fyrir Hvarf og til Juiianehaab. Þótt einkennilegt kunni að virð- ast, réðu fyrrnefndar ollubuxur miklu um framtið og áætlanir Friðþjófs Nansen. Þegar hann fór selveiðiförina meö „Vikingi”, vaknaði með hon- um sU þrá að fara með leiðangur norður I höf, norður á Isauðnir heimsskautshjarans. Marga nótt- ina, eftir að hann kom heim, lá hann andvaka og rifjaði upp end- urminningarnar Ur Vikingsför sinni. Þá heyrði hann skvamp ts- hafsöldunnar, dult og seiðmagn- aö, við skipssUð og skarir: elti hvitabirni um hafishröngl og vak- ir, eða hann sat i hásetarými „Vlkings” og hlýddi á hrjUfa en hreingeðja og skaptrausta sela- bana segja frá ævintýrum sinufn og svaðilförum á Utjöðrum hinar þöglu, köldu auðnar. Fyrir hug- skotssjónum hans risu tindar borgarissins Ur myrkum hafdjUp- um, sveipaðir nóttleysu heims- skautssumarins. Þaðan barst honum seiðþrungið kall hinnar ókunnu og ókönnuðu viðáttu, raustin, sem frá aldaööli hefur kallaö viljasterka, harðfenga og afrenda menn á brott frá arineld-- um og ástUðlegri vernd heimilis- ins og öryggi byggöalifsins: stefnt þeim um sollinn sæ til móts við örlög sin á heljarslóö óravlðra auðna hafs eða hjarns, en siðan vlgt slóð þeirra gleymsku, ef þeir biðu lægri hlut I baráttunni við einangrun, frosthörkur, hungur, myrkur og miskunnarleysi ts- hafvesturins. Og á slikum andvökunóttum varö Nansen ljóst, að ekki mundi hann lengi mega seið auðnanna viðnám veita. En andvökunæturnar seiddu einnig aðrar sýnir fram Ur djUp- um hUms og þagnar. Þarna fara þrir menn um hjarn. Þeir draga sleða og á hon- um liggur maöur. Ekki verður séö, hvort hann er lifandi eða dauöur. Augu hans eru lokuð, hungurtært andlit hans helstirðn- að, en þó meitlað djUpum rUnum ólýsanlegra þjáninga. Og þegar Nansen virðir fyrir sér andlit þeirra, sem sleöann draga, sér hann, að þau eru aðeins endur- tekning á svipfari mannsin, er á sleðanum liggur... hungur... þjáningar... vonleysi. Einn þeirra fellur á helkaldan klakann... fell- ur — og gerir ekki minnstu tilraun tii að risa á fætur aftur. Félagar hans láta sig það engu skipta, en reika áfram eins og svefngenglar. Eftir skamma stund fellur annar þeirra á hjarnið, og sá eini, er uppi stendur, reynir að draga sleöann einn.. skjögrar áfram nokkur spor, en hnigur siðan einn niður, og maðurinn, sem á sleð- anum liggur, hreyfir hvorki legg né liö, þótt sleðinn stöðvist. Þannig lauk Franklin-leiðangr- inum, sem lagði af stað norðvest- urleiðina inn á heimsskautssvæð- in árið 1845. Þeir voru 135 saman og fórust allir. „Þeir dóu gang- andi,” sögðu Eskimóarnir. Eng- lendingar sendu hvern leiðangur- inn á eftir öðrum norður I höf, til þess að leita þeirra, en leiðang- ursmennirnir fundu aðeins grafir þeirra og llk. Eskimóar sögðu, að kona ein hefði séð mann, er sat á isjaka og faldi andlitið I höndum sér. Þegar konan talaði til hans, leit hann upp, en féil siðan dauður niöur. Sennilegt er, að þar hafi hUn séð þann, sem lengst lifði þeirra Frankllnsmanna. Já, Nansen var ljóst, hvaöa hættur og örðugleikar biðu þeirra, sem freistuðu að kanna auðnir Norðurhjarans. En hann var ungur, efldur og hugdjarfur. Auk þess hafði hann það skap, að öröugleikar og hættur gerðu fremur að stæla kjark hans en telja honum hughvarf. Nansen var góðum gáfum gæddur, og þó hann ætti það til að vera fifldjarfur I raun, vanmat hann hvorki hættur né örðugleika. En hann ofmat hvorugt að heldur. Einmitt þess vegna ber hann hæst ihópi landkönnuða. Karlmennska hans og viljafesta neitaði að við- urkenna, að til væru nokkrit- þeir öröugleikar eða nokkrar þær hættur, sem ekki væri hægt að sigrast á, ef maður aöeins þekkti hvort tveggja til hlítar og legði ekki til átaka, fyrr en maður hefði bUiö sig svo vel undir þau, að Ur- slitin gætu einungis orðiö manni i vil. En til þess varð maöur að vita, hvað valdiö hafði ósigri ann- arra á þessum vettvangi, hagnýta' sér hina ömurlegu reynslu þeirra og finna ráð til varnar. Og fyrst og fremst varð maður að gjör- þekkja sjálfan sig, meta mátt Framhald á bls. 43 22. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.