Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 33
 Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaður á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um víða veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti. >\ Samband isl. samvinnufélaga J INNFLUTNINGSDEILD A Fjölskyldan Framhald af bls. 13 Siðla dags kom hann á hótelið, þar sem hann ætlaði að gista fyrstu nóttina. Þetta var snoturt hótel, kvöldmaturinn var afbragð og i herbergi hans var sjónvarp, mjúkt rúm og dásamlegt útsýni. En útsýnið varð einskis virði, þegar Patti var ekki til að dást að þvi, og það var ekkert gaman að horfa á sjónvarp, þegar Patti var ekki viðstödd til að segja skoðun sina á léikurunum, og rúmið var kalt og allt of stórt fyrir einn. Honum kom varla dúr á auga alla nóttina og hann for snemma á fætur, til að komast sem fyrst i fuglabyggðina. En einhvern veg- inn var ekki eins gaman og hann hafði haldið að virða fyrir sér þessa svörtu og hvitu fugia, sem stikuðu um, háfættir. Hann tók myndir, skrifaði nokkrar linur i minnisbókina og fór aítur til hótelsins. Meðan hann snæddi hádegis- verð fór hann að bera ánægjuna af fuglaskoðun saman við nær- veru Patti og hlýtt bros hennar. Patti vann með yfirburðum og hann tók i skyndi saman farangur sinn, undarlega léttur i skapi. En svo fór hann að hugsa um fram- hald sumarleyfis sins og hann sá, að hann gæti ekki haldið þetta út. Ef hann færi heim, myndi allt þar minna hann á Patti og ef hann hringdi i hana gæti verið að hún kæmi heim, fyrr en áætlað var, til að geta verið með honum. Hann ók heim á leið og hlakkaði til þeirra friðsælu daga, sem hann átti i vændum. Hann beygði inn i götuna og ók i átt til húss sins. En þegar hann sá tvo bila á bilastæðinu, Weypti hann brúnum. Nágrannarnir höfðu auðvitað notfært sér autt bilastæðið, þegar þeir vissu að hann og Patti voru að heiman. Þegar hann kom nær sá hann þriðja bilinn, efst i innkeyrslunni, og þá var honum nóg boðið. Hann lagði bil sinum eins ná- lægt húsinu og hann gat og, smeygði sér framhjá bilunum tveimur. Hann ætlaði að þvo sér og snyrta sig aðeins, áður en hann færi aö athuga, hverjir ættu þessa bila. Allt i einu heyrðust hlátrasköll innan úr húsinu og hann stað- næmdist, meðan hann var að velta þvi fyrir sér hvort hann ætti að fá lánaöan sima hjá nágrönn- unum og hringja i lögregluna, eöa kanna málið fyrst sjálfur. Hann læddist meðfram húsinu óg sá þá, aö tveir háir stigar höfðu verið reistir upp við eina hliöina. Hann fór fyrir næsta horn, inn i bak- garöinn, og þar, á grasblettinum, sem honum var svo annt um, var skærgult tjald, opið, og i þvl tveir bláir svefnpokar. Gula tjaldið minnti hann á eitthvað. Hann haföi áreiðanlega séð þaö ein- hvers staðar áöur. Já, auðvitað. Þetta var tjaldiö hans Hikki, tjaldið sem hann hafði ferðazt með á piparsveins- árum sínum og tjaldað á nær hverjum fermetra Bretlandseyja. Robert skreið að stofugluggan- um, kikti inn um gluggann og við þá sjón, sem við honum blasti, var sem úr honum væri dreginn allur máttur. Húsgögnin höfðu öll verið fjarlægð, veggfóðrið hékk hálfrifið á veggjunum og önnum kafin við að hreinsa veggina var FJÖLSKYEDAN. Allir voru i vinnusloppum og með húfur og unnu skipulega að breytingum á hans eigin húsi. „Nei, ég trúi þessu ekki”, hvisl- aði Robert. ,,Ég verð að reyna að komast héðan”. En hann var of seinn á sér, þvi til hans hafði þegar sézt. Sjö and- litnálguðust gluggann og störðu á hann, undrandi. Patti flýtti sér að opna gluggann. „Robert, elskan min, hvað er að? Ertu veikur?” „Nei, ekki enn”, sagði Tig, glaðlega. „En hann verður það á- reiðanlega á hvérri stundu, þvi hann er orðinn gulur og grænn i framan, vesalingurinni’. „Komdu inn, komdu inn”, sagði Patti, opnaði stofudyrnar og leiddi hann varlega framhjá vatnsfötum og veggfóðurlengj- um. Robert staulaðist á eftir henni og tautaði einhver kveðju- orð til Yoyo, Herbie, Rikki, Baby, Tig og Jonty, sem nú voru enn hraustlegri útlits en þegar hann hafði siðast séð þau. „Farðu með hann inn i eldhúsið Patti”, sagði Herbie i skipunar- tón. „Við verðum að ná veggfóðr- inu af veggnum fyrir myrkur”. Patti og Robert voru komin inn i eldhús og aldrei þessu vant var Patti dálitið skömmustuleg. „Finnst þér þetta ekki stórkost- legt — svona óvænt. Við ætlum að taka allt húsið i gegn, betrekkja og mála. Þú áttir ekki að koma heim fyrr en allt væri um garð gengið”. „Ég sé það”. „Krakkarnir eru hjá mömmu og pápa og állir taka helming sumarleyfis sins i að gera þetta fyrir okkur”. Robert fannst sem jörðinni væri kippt undan fótum hans. Hann vissi vel, að á þeim tveimur ár- um, ?em þau höfðu búið i húsinu, hafði hann ekki gert handtak til að reyna að koma þvi i sæmilegt stand, enda ómögulegur til við- gerða. Hann vissi að húsið þarfnaðist viðgerðar og hann vissi að FJÖLSKYLDAN var fyllilega fær um að mála og veggfóðra húsiö að utan og innan á fjórum eða fimm dögum. Þess vegna var hann fók- vondur. Baby kom inn i eldhúsið með miklum bægslagangi og ýtti hon- um til hliðar. „Kjötkássan ætti að vera tilbúin núna”, sagði hún og lagðist á hnén fyrir framan elda- vélina. Jonty birtist og fór að hlaöa osti og eplum á disk. Yoyo fór að skera niður tvö stór brauð og Ró- bert, sem fann að honum var al- gerlega ofaukið ákvað að foröa sér, áður en hann fengi einhvern olnbogann i augað. Hann rölti út i garöinn og þar var Rikki aö reyna að koma þriðja svefnpokanum fyrir i tjaldinu. Hann vissi strax hverjum pokinn væri ætlaður. Rikki leit upp og glotti. „Hertu upp hugann vinur. Ef þú getur ekki sigrazt á þeim, þá er eina ráðið að ganga i liö með þeim, eins og ég geröi. Þetta er ekki nærri eins slæmt og það lltur út fyrir aö vera”. Robert trúði honum ekki. Þau snæddu, sitjandi á gólfinu, létu diskana ganga, læstu heilum, hvitum tönnunum i eplin og veif- uðu hnifapörunum, meðan þau töluðu. Robert neyddist til að taka þátt i þessu, hló að þessum venju- legu bröndurum um fuglaskoðun hans og óbóið, en safnaði á meðan saman i hugskoti sinu öllu þvi, sem hann ætlaði að segja við Patti, þegar þau yrðu tvö ein saman. En þau voru ekki tvö ein sam- an. Þegar þau höfðu lokið snæð- ingi fóru allir að spila Matador, þetta lika gáfulega spil. Þau sátu Framhald á bls. 38 22. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.