Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 21
Nú kemur til kasta lesenda að velja Vorstúlku Vikunnar. Þátttakendur i keppninni, átta talsins, hafa verið kynntir i siðustu fjórum tölublöðum, og vonandi hefur hið langa hlé, sem varð á útkomu Vikunnar af völdum prentaraverkfallsins, ekki dregið úr áhuga lesenda á keppninni. Vikan efndi til þessarar keppni i samvinnu við tizkuverzlunina EVU, Laúgavegi 28B, sem hefur lagt stúlk- unum til fötin og bakgrunninn á myndunum. Stúlkurnar átta keppá um þrenn verðlaun. Fyrstu verðlaun eru Mallorkaferð með ferðaskrifstofunni SUNNU, önnúr verðlaun föt fyrir 15 þús. krónur að eigin vali frá EVU og þriðju verðlaun föt frá EVU fyrir 10 þús. kr. í næstu opnu birtast myndir af öll- um þátttakendum, svo að lesendur geti virt þær fyrir sér allar i einu, áður en þeir gera upp hug sinn. At- kvæðaseðilinn er að finna á bls. 44, og vandinn er ekki annar en að merkja 1,2 og 3 við þær stúlkur, sem til greina koma í þrjú efstu sætin. Atkvæðaseðillinn verður að hafa borizt fyrir 10. júni en úrslitin verða birt i 27. tbl., sem út kemur 4. júlí n.k. 22. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.