Vikan


Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 30.05.1974, Blaðsíða 47
þagnar og þunglyndis. Meö mönnum, er áður voru einlægustu vinir, getur vaknaö skefjalaust -hatur við slikar aðstæður: brjál- un og drápsæði getur þá skyndi- lega gripið menn, sem við venju- legar aöstæður hafa reynzt hinir geöspökustu, en viðurkennd karl- menni láta ef til vill bugast af vonleysi og hugarvili. Einkum á þetta þó við um leiðangra, sem verða að hafa vetursetu á heims- skautasvæðunum, þar sem myrk- ur og fábreytni veðráttunnar auka hættur einangrunarinnar um allan mun. Margur leiðangur- inn hefur misheppnazt eða hlotið hörmuleg afdrif af þessum orsök- um. Annir og starfshugur er að visu góð vörn gegn þessari hættu, en ekki einhlit, sizt ef um fábreytt, vanabundin störf er að ræað. Þetta var Nansen ljóst, og þvi var þaö, að hann leitaði annarra ráða, og gáfust þau vel. Eitt ráð hans var það að hafa fjölbreytt og mik- ið bókasafn meðferðis, auk ým- issa hljóðfæra: annað, að haga svo herbergjaskipun i Fram, eftir að þaö lagðist við akkeri i isbreiö- unni, að skipverjar áttu auðvelt með að dvelja þar einir og út af fyrir sig, ef þeir urðu leiðir á samverunni. Hins vegar sá hann svo um, að engum var fært aö leggjast i þunglyndi og hugarvil, þvi allir urðu þeir að matast við sama borð og koma saman i saln- um til sameiginlegra skemmtana öðru hverju. Einkum skemmtu þeir sér við spil, söng og hljóð- færaslátt eða sögusagnir. Bent- sen kunni ógrynni af sögum og sögnum og sagöi skemmtilega frá, og Sverdrup hafði eirinig skemmtilegar sögur jafnan á tak- reinum. Skipverjar lásu og mikiö itómstundum sinum. Afengis var aðeins neytt til hátiðabrigöa, og þegar svo stóð á, leyfðist skip- verjum að reykja I salnum. Hversdagslega máttu menn að- eins réykja'i eldhúsinu. Heilsufar leiðangursmanna var jafnan hið bezta, enda höfðu þeir ágætt fæði, hæfilega áreynslu og góöan bústaö. Þegar veður leyfðu, gengu þeir drjúgan spöl á skiöum á degi hverjum. Þeir möt- uðust á vissum timum, skiptu deginum i vissa starfstima og stóöu vörð til skiptis um nætur, eina klukkustund hver. Virtust allir kunna vel reglusemi og föst- um venjum. Hinn 9. október lét isinn skút- una finna til tröllataka sirina i fyrsta skipti. Þá raun stóðst hún prýöilega, þótt allhátt brakaði i viðum. Við prýstinginn lyftist hún um tvö fet. Tveim dögum siðar lagöi isinn enn til atlögu við byrö- inginn, og voru tök hans þá enn hamramari en I hið fyrra skiptið. Skútan skalf og nötraði: það brast og gnast i hverri röng, en samt lyftist hún. Mest eru umbrotin i rekísbreið- unni um flóð og fjöru, og þó eirik- um þegar stórstreymt er. Minna ber á þeim, er lengra dregur inn i isbreiöuna. Leiðangursmenn urðu þeirra þvi mest varir fyrsta haustiö, sem þeir dvöldu i isnuni, og siöasta áriö er þeir tóku aftur aö nálgast áuðan sjó. Slik umbrot geta veriö hin stórfenglegustu, og ekki er það hent kjarklitlum mönnum að vita örlög sin komin undir slikum hildarleik. Kunnir heimsskautafarar höfðu haldið þvi frám, að ógerlegt væri að byggja svo traust skip, að það stæöist hamremi rekissins. Fram afsannaði þá kenningu þeirra. En þótt byröingurinn reyndigt óbrot- gjarn I átökunum kom I ljós, að hætta vofði yfir skipinu. Það gat grafizt i Isnum. Hinn 3. og 4. janú- ar 1895 leit helzt út fyrir, að svo mundi fara. Aðfaranótt hins 4. sváfu leiðangursmenn allir úti á isnum og höfðu þá flutt þangað allan farangur, vistir, báta og hunda. Daginn eftir féll ishrúgald mikiö yfir skipið og huldi nokkurn hluta þess. Nansen varö þess var, að þeir stóðu ekki nema tólf sam- an úti á isnum, en alls voru leið- angursmenn þrettán talsins. Sverdrup vatnaði. Nansen stökk um borö til þess að leita hans og komast að raun um, hvort hann heföi orðið fyrir slysi. Hann lá þá i gufubaði og var hinn rólegasti: kvaðst hafa álitið, aö bezt væri að lauga sig rækilega, .þvi nokkurt útlit væri fyrir, að liðið gæti á löngu, áður en hann færi aftur i bað. ' Betur fór þó en á horfðist. Skip- ið lyftist með hægð, muldi Isinn undir kinnungum sinum, og um langt skeið var leiðangursmönn- um það æririn starfi að ryðja Isn- um af þiljum þess. Eftir þetta dvöldu þeir alltaf um borö, enda komst skipiö ekki' oftar i slika hættu. Sumri hallar framhald af bls. 37 fannst þeim óbærilegt að horfa upp á allar þessar þjáningar. 1 fyrstu höfðu læknar og yfirhjúkr- unarkonur reynt að hlifa dætrum keisarans við verstu verkunum, en þær báðust eindregið undan þvi, þær vildu taka að sér öll þau störf er til féllu, eins og hinar stúlkurnar. Þær vildu ekki vera að þessu til að sýnast og móðir þeirra tók i sama streng. Þær fóru þvi ekki varhluta af þvi aö horfa upp á eymdina. Einn morguninn, haföi Olga verið að aðstoða við að skipta um umbúöir á þeim, sem fæturnir höfðu verið teknir af. Hún hug- leiddi hversu lifið var allt öðru- visi, en það sem hún hafði kynnzt I uppvextinum á Livadia og Sarskoje Selo. Hún var nú orðin nitján ára, fagurlimuð og yfir henni var mikil reisn. Hún var nú lika búin að yfirvinna feimnina, sem áður hafði háð henni svo mjög. Þennan morgun hafði hún vafið háriö upp undir höfuðbúnað sinn, sém var hvit blæja. Hún var i hvitum einkennisbúningi Rauða krossins og hélt á bakka jneö umbúðum og lyfjum. Alveg i hinum enda langa gangsins kom hún auga á hávaxinn mann i einkennisbúningi, sem var að tala við óbreyttan hermann, sem benti honum inn eftir ganginum. Hái maðurinn sneri sér viö og gekk til móts við hana, með húfuna i hendinni. Olga nam staðar við dyrnar á sjúkrastofunni, hjartaö barðist i brjósti hennar og hend- urnar titruðu svo hún gat varla haldið a bakkanum. Hann kom á móti henni með löngum skrefum. Og svo leit hánn inn i bláu augun, sem hann hafði svo léngi dreymt um. — Og ég sem hélt, að ég væri að villast, sagði hann. Olga kom ekki upp nokkru orði. Þau horfðu hvort á annað. Hún gat ekki dulið roðann I kinnunum, en einmitt þess vegna fannst honum hún ennþá yndislegri. Kirby var alls ekki ljóst, hvernig hann gat stillt sig um að snerta hana. — 0, ég get bara ekki trúað minum eigin augum, sagði hún og það var sem rödd hennar kafnaði, — ég trúi þvi varla aö þetta sért þú. ó, ég ve.it bara ekki hvað ég á að se.gja. Hann var alveg eins og hún mundi hann, ennþá sá sami, maöurinn með fallega brosið og skæru augun, sem hún hafði fyrst litið augum á brautarstöðinni i Nikolayev. Hann var þarna, hann hafði komið aftur. — En hvers viröi eru orð, Olga? — Já orð þin, sagði hún lágt, — og þú hefur staðið við loforð þitt, einmitt núna, þegar ég hélt að það væri ekki mögulegt, vegna striðs- ins. — Það er nú einmitt vegna striösins, sem ég er hingað kominn Hann brosti aftur og reyndi að dylja tilfinningarnar, sem voru að bera hann ofurliði. Hann haföi aldrei trúaö að hægt væri að elska svo heitt, sem hann elskaði Olgu Nilolaievnu. — Ég fór til Alexander hallarinnar, til að heilsa upp á fjölskylduna, sagði hann. — Ég hitti Mariu og Anastasiu. Þær sögðu mér, að þið Tatiana væruö hér, sv'o hér er ég kominn. Nokkrir undirforingjar gengu fram hjá. Hann beiö þar til þeir voru komnir úr sjónmáli, þá sagði hann: — Er þetta mjög óþægi- legt? — óþægilegt? Hún gat ekki haft af honum augun. Hann leit á bakkann, sem hún hélt á. — Ég sé, að þú ert önnum kafin, það er kannski bezt, að ég fari. Það var bara.... — Kirby yfirforingi, ef þú vogar þér að fara, áður en þú hittir Tatiönu, verður þér aldrei fyrirgefið. Viltu ékki fara inn i herbergið þarna fyrir enda gangsins. Þar geturðu beöiö okkar. Það er reyndar gestaher- bergi. — Ég skal biða og reyna að haga mér skikkanlega. Hann gekk inn i herbergið. Það var geysistórt og þar voru nokkrir stólar og sófar, en alveg mannlaust. Hann fékk sér sæti og hugsaði um Olgu. Þaö var svo sem ekki ný bólá, hann hafði gert það daglega, alveg frá þvi hann fór frá Rússlandi. Hann mundi ekki eftir einum einasta degi, sem hún haföi ekki verið i huga hans. Hann var truflaður i hugsunum sinum við það að dyrnar opnuðust. Hann sneri sér við og sá, að sú sem kom, var Aleka Petrovna prinsessa. Hún var frekar föl en mjög glæsileg i loð- feldi sinum, með aðra höndina i handskjóli en með hinni ýtti hún hurðinni inn. Hún virti Kirby fyrir sér, án nokkurrar undrunar. — Komdu blessaður, sagði hún. — Ó, Aleka Petrovna, eða er það ekki? sagði hann og hneigði sig. Bros Aleku var ljómandi. — Ó, minn kæri Ivan, tautaði hún. — En dásamlegt að hitta þig, alveg stórkostlegt. Hún lokaði dyrunum og sveif til móts við hann. — Ætlarðu ekki að kyssa mig? Húp vafði örmunum um háls honum og hann fann að handskjólið dinglaði við bak hans, þegar hún rétti fram . málaðan munninn. Kossinn var heitur og langur, þar til hún beit hann skyndilega fast i neðri vörina. —- Þarna hefurðu þaö, vinur minn, þetta er aðeins til að minna þig á hve óþekkur þú hefur verið. Hvað gerðirðu viö Prolofski? Og við vesalinginn hann Ovario? — Ég veit ekki, hvað þú ert að tala um. Ég hitti 'þá einu sinni og svo átti ég að hitta þá aftur, en þeir komu aldrei til stefnu- mótsins. Þeir voru horfnir, þegar ég kom á staðinn. - Þú ert dásamlegur lygari, vinur minn. — Það skiptir liklega ekki miklu máli nú, er það? sagði hann. Hann var áhyggjufullur, hún gat ennþá gert honum illt, hún gat ennþá notað þetta örlaga- rika skjal til að niðurlægja hann og Ijóstra^pp um fyrri störf hans og hann gat ekki afborið að láta Olgu og hennar elskulegu fjöl- skyldu komast að þvi. — Elskan, sagði Aleka, — þú ert heppinn, að ég skuli ekki vera illkvittin kona. — Ég viðurkenni, aö ég er þér- þakklátur, enda hefi ég sagt skilið við min fyrri ævintýri. Striðið hefur breytt þvi öllu, .ekki fyrir mig einan, heldur okkur öll. —• Ekki hvað mér viövikur, sagði Aleka. — En það hefur það gert fyrir Andrei. Hún virtist skemmta sér konunglega. — Ég kom reyndar til að hitta hann, vesalinginn. —• Er Andrei.hér? — Já, en ekki sem striðshetja, sagði Aleka. — Það þurfti bara að taka úr honum botnlangann. En Ivan, elskan, trúir þú þvi, að hann er raunverulega i hernum. Ekki á vigvöllunum, að sjálfsögðu, en hann þarf að undirskrifa heil- mikið af skjölum. Ahyggjurnar af þvi hafa orðið til þess, að botn- langinn bólgnaði svona: Það var ákaflega erfitt að ná i sjúkrahús- pláss fyrir hann, en ég talaði við 22. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.